Margir volgir fyrir því að gefa kost á sér til formanns 28. september 2012 07:30 Jóhanna Sigurðardóttir Af þeim sem helst hafa verið nefndir til sögunnar sem mögulegir arftakar Jóhönnu Sigurðardóttir á formannsstóli Samfylkingarinnar er það aðeins Össur Skarphéðinsson sem útilokar framboð. Fréttablaðið ræddi við þá sem helstir hafa verið nefndir sem formenn. Árni Páll Árnason segist enn vera að melta tíðindin og efst í huga sé þakklæti til Jóhönnu fyrir hennar góðu störf. „Hún sem stjórnmálamaður er algjörlega einstök í íslenskri stjórnmálasögu." Guðbjartur Hannesson tekur í sama streng og segir að tilkynning Jóhönnu hafi komið sér á óvart. „Við erum að missa frábæran formann. Nú þurfum við að meta stöðuna með okkar flokksfólki og hvað tekur við." Hann útilokar ekki framboð en segir að flokksfélagarnir ráði því. Sigríður Ingibjörg Ingadóttir segist skilja vel að Jóhanna vilji hætta á þessum tímapunkti. „Það var mikið ákall eftir hennar kröftum og hún hefur frá 2009 náð með farsælum hætti að stýra flokknum og landinu." Katrín Júlíusdóttir segir algjörlega ótímabært að gefa nokkuð upp um sín áform, daginn sem vinsæll formaður tilkynnir um starfslok sín og hið sama segja Dagur B. Eggertsson og Helgi Hjörvar. „Við í Samfylkingunni eigum núna fram undan að ræða þessa nýju stöðu og meta hvernig forystumálum okkar verður best skipað," segir Helgi. Össur er hins vegar afdráttarlaus, hann hafi löngu skýrt frá því að hann hafi engan hug á að verða aftur formaður Samfylkingarinnar. En hefur hann hugmyndir um hver það ætti að vera? „Fullt af hugmyndum, en ég vil ekki reifa þær á þessu stigi." [email protected] Fréttir Mest lesið Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Innlent Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Fleiri fréttir Grautfúl að tapa forsetakosningunum Dynjandisheiði boðin út með verklokum haustið 2026 Segir fréttir af pólitísku andláti sínu stórlega ýktar Grautfúl eftir að hafa tapað forsetakosningum Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Lögreglumanni ekki gerð refsing átta árum eftir að hann réðst á fanga Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Máli Sigurlínar á hendur Ríkisútvarpinu vísað frá Síðasti séns að senda inn tilnefningar til manns ársins Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Fá milljarða frá ESB til að tryggja vatnsgæði á Íslandi Vilja að lyfjafræðingar geti ávísað lyfjum og apótek verði fyrsti viðkomustaður Framkoma SVEIT sé „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks“ Rekja bilanir á Víkurstreng til efnistöku úr ám Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Vongóð um að íslenskir læknar erlendis muni snúa heim Seinagangur hjá borginni að mati Umboðsmanns Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Fækkar í þjóðkirkjunni en Siðmennt bætir mest við sig Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Þingflokkar funda hver í sínu lagi Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Bein útsending: Staða orkumála og endurskoðun rammaáætlunar Halla á lista Forbes yfir áhrifamestu konur heims Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Umboðsmaður gagnrýnir svörun og þjónustu Reykjavíkurborgar Sjá meira
Af þeim sem helst hafa verið nefndir til sögunnar sem mögulegir arftakar Jóhönnu Sigurðardóttir á formannsstóli Samfylkingarinnar er það aðeins Össur Skarphéðinsson sem útilokar framboð. Fréttablaðið ræddi við þá sem helstir hafa verið nefndir sem formenn. Árni Páll Árnason segist enn vera að melta tíðindin og efst í huga sé þakklæti til Jóhönnu fyrir hennar góðu störf. „Hún sem stjórnmálamaður er algjörlega einstök í íslenskri stjórnmálasögu." Guðbjartur Hannesson tekur í sama streng og segir að tilkynning Jóhönnu hafi komið sér á óvart. „Við erum að missa frábæran formann. Nú þurfum við að meta stöðuna með okkar flokksfólki og hvað tekur við." Hann útilokar ekki framboð en segir að flokksfélagarnir ráði því. Sigríður Ingibjörg Ingadóttir segist skilja vel að Jóhanna vilji hætta á þessum tímapunkti. „Það var mikið ákall eftir hennar kröftum og hún hefur frá 2009 náð með farsælum hætti að stýra flokknum og landinu." Katrín Júlíusdóttir segir algjörlega ótímabært að gefa nokkuð upp um sín áform, daginn sem vinsæll formaður tilkynnir um starfslok sín og hið sama segja Dagur B. Eggertsson og Helgi Hjörvar. „Við í Samfylkingunni eigum núna fram undan að ræða þessa nýju stöðu og meta hvernig forystumálum okkar verður best skipað," segir Helgi. Össur er hins vegar afdráttarlaus, hann hafi löngu skýrt frá því að hann hafi engan hug á að verða aftur formaður Samfylkingarinnar. En hefur hann hugmyndir um hver það ætti að vera? „Fullt af hugmyndum, en ég vil ekki reifa þær á þessu stigi." [email protected]
Fréttir Mest lesið Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Innlent Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Fleiri fréttir Grautfúl að tapa forsetakosningunum Dynjandisheiði boðin út með verklokum haustið 2026 Segir fréttir af pólitísku andláti sínu stórlega ýktar Grautfúl eftir að hafa tapað forsetakosningum Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Lögreglumanni ekki gerð refsing átta árum eftir að hann réðst á fanga Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Máli Sigurlínar á hendur Ríkisútvarpinu vísað frá Síðasti séns að senda inn tilnefningar til manns ársins Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Fá milljarða frá ESB til að tryggja vatnsgæði á Íslandi Vilja að lyfjafræðingar geti ávísað lyfjum og apótek verði fyrsti viðkomustaður Framkoma SVEIT sé „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks“ Rekja bilanir á Víkurstreng til efnistöku úr ám Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Vongóð um að íslenskir læknar erlendis muni snúa heim Seinagangur hjá borginni að mati Umboðsmanns Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Fækkar í þjóðkirkjunni en Siðmennt bætir mest við sig Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Þingflokkar funda hver í sínu lagi Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Bein útsending: Staða orkumála og endurskoðun rammaáætlunar Halla á lista Forbes yfir áhrifamestu konur heims Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Umboðsmaður gagnrýnir svörun og þjónustu Reykjavíkurborgar Sjá meira