Fer langt á spilagleðinni Trausti Júlíusson skrifar 2. október 2012 00:01 Contalgen Funeral Hljómsveitin Contalgen Funeral er frá Sauðárkróki. Pretty Red Dress er hennar fyrsta plata. Hún var tekin upp í Stúdíói Benmen sem starfrækt er á staðnum. Pretty Red Dress hefur bæði augljósa kosti og galla. Hugmyndin á bak við plötuna er hæpin og textarnir er skelfilega vondir. Einhvers konar endurunnið bull um viskídrykkju, dópneyslu og heimilislausa ólánsmenn. Ég geri mér grein fyrir því að hljómsveitin er ekki að biðja um að vera tekin alvarlega fyrir textasmíðar, en þetta er samt of lélegt. Flutningurinn er ágætur. Söngurinn er samt á köflum slakur. Það kemur aldrei vel út að herma eftir Tom Waits. En Contalgen Funeral hefur líka kosti. Lagasmíðarnar eru margar ágætar, grípandi og skemmtilegar. Söngvarinn og lagasmiðurinn Andri Már Sigurðsson hefur greinilega alveg burði til að semja lög sem náð geta vinsældum. Stærsti kosturinn er svo spilagleðin. Það heyrist vel á plötunni að meðlimir Contalgen Funeral hafa skemmt sér konunglega við gerð hennar og það smitast til áheyrandans. Á heildina litið er þetta sem sagt ansi misjöfn plata. Hljómsveitin er að mörgu leyti efnileg, en Andri Már þarf að ákveða hvort hann langar til að verða alvöruhöfundur eða hvort honum nægir að skrumskæla erlenda blúsrokkara. Hann getur gert miklu betur. Það má hins vegar alveg hafa gaman af Pretty Red Dress ef manni tekst að horfa fram hjá göllunum. Mest lesið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Fleiri fréttir Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Rislítil ástarsaga Eldborg breyttist í vélrænt helvíti Kaldrifjað morð, ungar karlrembur og kæfandi andrúmsloft Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Stormur fellur á prófinu Víkingur Heiðar á fjölbreyttri afmælisveislu með ljóslifandi hápunktum Leiksigur Ladda Elísabet fær uppreist æru Sjá meira
Hljómsveitin Contalgen Funeral er frá Sauðárkróki. Pretty Red Dress er hennar fyrsta plata. Hún var tekin upp í Stúdíói Benmen sem starfrækt er á staðnum. Pretty Red Dress hefur bæði augljósa kosti og galla. Hugmyndin á bak við plötuna er hæpin og textarnir er skelfilega vondir. Einhvers konar endurunnið bull um viskídrykkju, dópneyslu og heimilislausa ólánsmenn. Ég geri mér grein fyrir því að hljómsveitin er ekki að biðja um að vera tekin alvarlega fyrir textasmíðar, en þetta er samt of lélegt. Flutningurinn er ágætur. Söngurinn er samt á köflum slakur. Það kemur aldrei vel út að herma eftir Tom Waits. En Contalgen Funeral hefur líka kosti. Lagasmíðarnar eru margar ágætar, grípandi og skemmtilegar. Söngvarinn og lagasmiðurinn Andri Már Sigurðsson hefur greinilega alveg burði til að semja lög sem náð geta vinsældum. Stærsti kosturinn er svo spilagleðin. Það heyrist vel á plötunni að meðlimir Contalgen Funeral hafa skemmt sér konunglega við gerð hennar og það smitast til áheyrandans. Á heildina litið er þetta sem sagt ansi misjöfn plata. Hljómsveitin er að mörgu leyti efnileg, en Andri Már þarf að ákveða hvort hann langar til að verða alvöruhöfundur eða hvort honum nægir að skrumskæla erlenda blúsrokkara. Hann getur gert miklu betur. Það má hins vegar alveg hafa gaman af Pretty Red Dress ef manni tekst að horfa fram hjá göllunum.
Mest lesið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Fleiri fréttir Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Rislítil ástarsaga Eldborg breyttist í vélrænt helvíti Kaldrifjað morð, ungar karlrembur og kæfandi andrúmsloft Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Stormur fellur á prófinu Víkingur Heiðar á fjölbreyttri afmælisveislu með ljóslifandi hápunktum Leiksigur Ladda Elísabet fær uppreist æru Sjá meira
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp