Átökum að linna í Beirút 24. október 2012 00:00 Gráir fyrir járnum Stjórnarherinn hefur verið áberandi á götum Beirút síðustu daga.nordicphotos/AFP Ró færðist yfir Líbanon í gær eftir nokkurra daga átök stjórnarhersins við mótmælendur, sem saka stjórnina um þjónkun við stjórn Bashars al Assad í Sýrlandi. Átökin brutust út eftir að yfirmaður í leyniþjónustu Líbanons, Wissam al Hassan herforingi, var myrtur á föstudag. Hinn myrti hafði verið harður andstæðingur áhrifa Sýrlandsstjórnar í Líbanon. Grunur leikur á að Sýrlandsstjórn hafi staðið á bak við morðið. Lögreglan í Líbanon segir að ýtarleg rannsókn hafi verið gerð á morðinu, en fátt hefur komið út úr henni um sökudólgana. Hezbollah-samtökin, sem hafa notið stuðnings frá Sýrlandsstjórn, eru andvíg hugmyndum um að láta hlutlausa erlenda aðila rannsaka málið. Mikil spenna er áfram í Líbanon vegna átakanna í Sýrlandi, enda er Líbanon viðkvæmast allra nágrannaríkja Sýrlands fyrir því að átökin þar flæði út fyrir landamærin. Harðvítug borgarastyrjöld geisaði í Líbanon á árunum 1975 til 1990, þar sem kristnir íbúar börðust við múslíma, og súnní-múslímar börðust við sjía-múslíma. Sýrlendingar blönduðu sér fljótt inn í átökin og hertóku Líbanon árið 1976, en hernámi Sýrlands lauk ekki fyrr en 2005, eða fimmtán árum eftir að borgarastyrjöldinni lauk. Borgarastyrjöldin kostaði um 120 þúsund manns lífið og um milljón manns flúði land. Líbanon hefur að mestu staðið utan við uppreisnarbylgjuna í arabaríkjum undanfarin misseri, líklega vegna þess að stjórnin í Líbanon stendur það veikum fótum fyrir. Stjórnin lýsti auk þess yfir stuðningi við uppreisnarmenn í öðrum löndum, en staða hennar versnaði hins vegar mjög heima fyrir eftir að hún tók afstöðu gegn uppreisnarmönnum í Sýrlandi. Íran hefur lengi verið sterkasti bandamaður stjórnar Líbanons, en stuðningur Sýrlands hefur einnig verið mikilvægur, enda þarf að fara í gegnum Sýrland til að flytja vopn og annan búnað frá Íran til Líbanons. Átökin í Sýrlandi hafa nú kostað meira en 30 þúsund manns lífið. Þau hófust snemma á síðasta ári með friðsamlegum mótmælum gegn stjórn Bashars al Assad forseta. Stjórnin tók af hörku á mótmælunum og smám saman snerust þau upp í borgarastyrjöld, sem orðið hefur æ harðvítugri með hverjum mánuðinum sem líður. [email protected] Fréttir Mest lesið Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Innlent Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Fleiri fréttir Segir Rússa undirbúa langvarandi átök við NATO „Við erum að erfa útblásið bákn, þjakað af spillingu“ Webb sér alheiminn einnig þenjast út á vaxandi hraða Trump valinn manneskja ársins: „Pólitísk endurfæðing“ sem á sér enga hliðstæðu Búlgarar og Rúmenar fá inngöngu í Schengen Zuckerberg gefur milljón dala í embættistökusjóð Trumps Ætlar að berjast gegn ásökunum um landráð Neita fullyrðingum þingmanns um dróna frá „móðurskipi“ Íran Engin grið gefin þeim sem stóðu að pyntingum og morðum Forstjóri FBI hyggst stíga til hliðar Sífellt fleiri hoppa fyrir bíla í Afríku Uppreisnarleiðtogar funduðu í fyrsta sinn Skrifaði um að drepa „baunateljara“ Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Eldsprengjur GRU hefðu getað grandað flugvélum DHL Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Áratugi í fangelsi fyrir að ráðast á dómara Spá veikri og skammlífri „stelpu“ í Kyrrahafi Þingmaður myrtur í Mexíkó Reyndi að svipta sig lífi í varðhaldi Dómari stöðvar sölu Infowars til The Onion Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Boða tíma „stöðugleika og friðar“ Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Féll í gólfið í hádegispásu í þinghúsinu „Síðasta manneskjan sem mann myndi nokkurn tímann gruna“ Fórnarlömb „TikTok-mannsins“ skáluðu í kampavíni Varar Repúblikana við að standa í vegi hans og Trumps Draga tennurnar úr næstu ríkisstjórn Sýrlands Öngþveiti við „sláturhús“ Assads Sjá meira
Ró færðist yfir Líbanon í gær eftir nokkurra daga átök stjórnarhersins við mótmælendur, sem saka stjórnina um þjónkun við stjórn Bashars al Assad í Sýrlandi. Átökin brutust út eftir að yfirmaður í leyniþjónustu Líbanons, Wissam al Hassan herforingi, var myrtur á föstudag. Hinn myrti hafði verið harður andstæðingur áhrifa Sýrlandsstjórnar í Líbanon. Grunur leikur á að Sýrlandsstjórn hafi staðið á bak við morðið. Lögreglan í Líbanon segir að ýtarleg rannsókn hafi verið gerð á morðinu, en fátt hefur komið út úr henni um sökudólgana. Hezbollah-samtökin, sem hafa notið stuðnings frá Sýrlandsstjórn, eru andvíg hugmyndum um að láta hlutlausa erlenda aðila rannsaka málið. Mikil spenna er áfram í Líbanon vegna átakanna í Sýrlandi, enda er Líbanon viðkvæmast allra nágrannaríkja Sýrlands fyrir því að átökin þar flæði út fyrir landamærin. Harðvítug borgarastyrjöld geisaði í Líbanon á árunum 1975 til 1990, þar sem kristnir íbúar börðust við múslíma, og súnní-múslímar börðust við sjía-múslíma. Sýrlendingar blönduðu sér fljótt inn í átökin og hertóku Líbanon árið 1976, en hernámi Sýrlands lauk ekki fyrr en 2005, eða fimmtán árum eftir að borgarastyrjöldinni lauk. Borgarastyrjöldin kostaði um 120 þúsund manns lífið og um milljón manns flúði land. Líbanon hefur að mestu staðið utan við uppreisnarbylgjuna í arabaríkjum undanfarin misseri, líklega vegna þess að stjórnin í Líbanon stendur það veikum fótum fyrir. Stjórnin lýsti auk þess yfir stuðningi við uppreisnarmenn í öðrum löndum, en staða hennar versnaði hins vegar mjög heima fyrir eftir að hún tók afstöðu gegn uppreisnarmönnum í Sýrlandi. Íran hefur lengi verið sterkasti bandamaður stjórnar Líbanons, en stuðningur Sýrlands hefur einnig verið mikilvægur, enda þarf að fara í gegnum Sýrland til að flytja vopn og annan búnað frá Íran til Líbanons. Átökin í Sýrlandi hafa nú kostað meira en 30 þúsund manns lífið. Þau hófust snemma á síðasta ári með friðsamlegum mótmælum gegn stjórn Bashars al Assad forseta. Stjórnin tók af hörku á mótmælunum og smám saman snerust þau upp í borgarastyrjöld, sem orðið hefur æ harðvítugri með hverjum mánuðinum sem líður. [email protected]
Fréttir Mest lesið Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Innlent Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Fleiri fréttir Segir Rússa undirbúa langvarandi átök við NATO „Við erum að erfa útblásið bákn, þjakað af spillingu“ Webb sér alheiminn einnig þenjast út á vaxandi hraða Trump valinn manneskja ársins: „Pólitísk endurfæðing“ sem á sér enga hliðstæðu Búlgarar og Rúmenar fá inngöngu í Schengen Zuckerberg gefur milljón dala í embættistökusjóð Trumps Ætlar að berjast gegn ásökunum um landráð Neita fullyrðingum þingmanns um dróna frá „móðurskipi“ Íran Engin grið gefin þeim sem stóðu að pyntingum og morðum Forstjóri FBI hyggst stíga til hliðar Sífellt fleiri hoppa fyrir bíla í Afríku Uppreisnarleiðtogar funduðu í fyrsta sinn Skrifaði um að drepa „baunateljara“ Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Eldsprengjur GRU hefðu getað grandað flugvélum DHL Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Áratugi í fangelsi fyrir að ráðast á dómara Spá veikri og skammlífri „stelpu“ í Kyrrahafi Þingmaður myrtur í Mexíkó Reyndi að svipta sig lífi í varðhaldi Dómari stöðvar sölu Infowars til The Onion Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Boða tíma „stöðugleika og friðar“ Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Féll í gólfið í hádegispásu í þinghúsinu „Síðasta manneskjan sem mann myndi nokkurn tímann gruna“ Fórnarlömb „TikTok-mannsins“ skáluðu í kampavíni Varar Repúblikana við að standa í vegi hans og Trumps Draga tennurnar úr næstu ríkisstjórn Sýrlands Öngþveiti við „sláturhús“ Assads Sjá meira