Dansk-keníski hlauparinn Wilson Kipketer kemur hingað til lands í næsta mánuði og heldur fyrirlestur á Grand Hótel í Reykjavík þann 10. nóvember næstkomandi.
Vésteinn Hafsteinsson frjálsíþróttaþjálfari hefur veg og vanda að fyrirlestrinum og stefnir á að halda fleiri slíka í framtíðinni þar sem heimsþekktir íþróttamenn koma hingað til lands.
Kipketer verður fertugur síðar á árinu en náði mögnuðum árangri á sínum ferli. Hans sterkasta grein var 800 m hlaup og var hann heimsmethafi í greininni þar til David Rudisha sló met hans eftirminnilega á Ólympíuleikunum í London í sumar.
Hann vann aldrei Ólympíugull en á enn heimsmetið innanhúss auk þess sem hann vann þrjá heimsmeistaratitla og fjölda annarra verðlauna og viðurkenninga.
Skráning fer fram á heimasíðu Vésteins, Vesteinn.com.
Kipketer segir frá ferlinum
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið




Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram
Íslenski boltinn

„Hugur minn er bara hjá henni“
Íslenski boltinn


Rekinn út af eftir 36 sekúndur
Handbolti

Neymar fór grátandi af velli
Fótbolti

Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR
Íslenski boltinn

Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool
Enski boltinn