Óræktarlegt skattkerfi Ólafur Þ. Stephensen skrifar 13. nóvember 2012 06:00 Skattahækkanir voru óumflýjanlegar til að ná endum saman í ríkisrekstrinum eftir hrun, um það eru flestir sammála. Um hitt greinir menn á, hvort gengið hafi verið of langt í skattahækkunum og þá of skammt í lækkun kostnaðar hins opinbera. Sömuleiðis er deilt um hvort viðleitni til að ná fram jöfnuði í gegnum skattkerfið hafi skilað tilætluðum árangri eða hvort hún sé beinlínis farin að draga úr hvata fólks til að vinna og skapa verðmæti. Um eitt þarf hins vegar ekki að deila; breytingar á skattkerfinu eftir hrun hafa gert það flóknara, ógegnsærra og torskildara. Samtök atvinnulífsins gáfu í síðustu viku út rit um skattkerfið undir yfirskriftinni „Ræktun eða rányrkja". Það vísar til þess að rétt eins og hægt er að ganga of nærri nytjastofni í sjónum við Ísland, þannig að hann hætti að skila verðmætum í þjóðarbúið, er hægt að skattpína fólk og fyrirtæki þannig að það hefur öfugar afleiðingar til lengri tíma; að tekjur ríkisins minnki hreinlega í staðinn fyrir að vaxa eins og stefnt var að. SA bendir annars vegar á að skattaumhverfi í landinu eigi að stefna að því að vera sem hagkvæmast og skilvirkast tekjuöflunartæki ríkis og sveitarfélaga. Til þess þurfi skattstofnar að vera breiðir, kerfið gegnsætt og einfalt og skattprósentur fáar og lágar. Hins vegar benda samtökin á að til þess að ýta undir fjárfestingar í atvinnulífinu þurfi rekstrarumhverfi þess að vera stöðugt. Óhóflega tíðar skattabreytingar valdi vandræðum og kostnaði. Sumar skattahækkanir síðustu ára hafi eingöngu aukið flækjur og gert atvinnulífinu erfitt fyrir, en ekki aukið tekjur eins og þær áttu að gera. Þetta hljóta að vera röksemdir sem stjórnvöld vilja skoða, í samvinnu við atvinnulífið. Að minnsta kosti í orði kveðnu vill ríkisstjórnin efla erlenda fjárfestingu á Íslandi. Það hefur ekki breytzt á síðustu árum að vegna smæðar sinnar, fjarlægðar frá mörkuðum og annarra náttúrulegra ókosta þarf Ísland að bjóða enn hagstæðara rekstrarumhverfi fyrirtækja en löndin sem við erum í samkeppni við, eigi að takast að laða hingað erlenda fjárfestingu. Þróunin undanfarin ár hefur frekar verið í hina áttina, eins og SA bendir á. Fyrir hrun var íslenzka skattkerfið nokkuð samkeppnishæft, en fæstar breytingarnar sem gerðar hafa verið síðan hafa stuðlað að því að laða hingað erlenda fjárfesta. Þegar ríkisstjórnin svíkur beinlínis gerða samninga við atvinnulífið, eins og um lækkun tryggingagjaldsins og að aukaskattur á stóriðju gildi aðeins tiltekinn árafjölda, er ekki líklegt að erlendir fjárfestar flykkist hingað. Nú er ekki við því að búast að fyrirtækin í landinu fagni nokkurn tímann aukinni skattlagningu. Það er samt ástæða til að stjórnvöld taki mark á þeirri ábendingu SA að æskilegast væri að ríkisstjórnin færi að eigin leiðbeiningum um að hafa samráð við þá sem eiga hagsmuna að gæta og meta áhrif breytinga við undirbúning stjórnarfrumvarpa. Núna er til dæmis sú staða uppi að ákvæði í fjárlagafrumvarpinu um hækkun skatta á ferðaþjónustuna eru þegar farin að skaða atvinnugreinina, áður en þau hafa tekið gildi – og kannski taka þau ekki gildi óbreytt. Þetta hefði mátt forðast með því að leggja meiri rækt við samráð við atvinnugreinina. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Fyrstu jólin eftir ástvinamissi Anna Sigurðardóttir Skoðun Atvinnumál fatlaðra Ína Valsdóttir Skoðun „Þetta er ekki hægt, en það verður samt að gera þetta“ Arnar Þór Jónsson Skoðun Mýtan um sæstreng! Andrés Pétursson Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun Bíp Bíp Bíp Ágúst Mogensen Skoðun Hvað er borgaraleg pólitík? Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Milljónerí Hannes Örn Blandon Skoðun Það er ekki nóg að vera klár stelpa/strákur/stálp Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun
Skattahækkanir voru óumflýjanlegar til að ná endum saman í ríkisrekstrinum eftir hrun, um það eru flestir sammála. Um hitt greinir menn á, hvort gengið hafi verið of langt í skattahækkunum og þá of skammt í lækkun kostnaðar hins opinbera. Sömuleiðis er deilt um hvort viðleitni til að ná fram jöfnuði í gegnum skattkerfið hafi skilað tilætluðum árangri eða hvort hún sé beinlínis farin að draga úr hvata fólks til að vinna og skapa verðmæti. Um eitt þarf hins vegar ekki að deila; breytingar á skattkerfinu eftir hrun hafa gert það flóknara, ógegnsærra og torskildara. Samtök atvinnulífsins gáfu í síðustu viku út rit um skattkerfið undir yfirskriftinni „Ræktun eða rányrkja". Það vísar til þess að rétt eins og hægt er að ganga of nærri nytjastofni í sjónum við Ísland, þannig að hann hætti að skila verðmætum í þjóðarbúið, er hægt að skattpína fólk og fyrirtæki þannig að það hefur öfugar afleiðingar til lengri tíma; að tekjur ríkisins minnki hreinlega í staðinn fyrir að vaxa eins og stefnt var að. SA bendir annars vegar á að skattaumhverfi í landinu eigi að stefna að því að vera sem hagkvæmast og skilvirkast tekjuöflunartæki ríkis og sveitarfélaga. Til þess þurfi skattstofnar að vera breiðir, kerfið gegnsætt og einfalt og skattprósentur fáar og lágar. Hins vegar benda samtökin á að til þess að ýta undir fjárfestingar í atvinnulífinu þurfi rekstrarumhverfi þess að vera stöðugt. Óhóflega tíðar skattabreytingar valdi vandræðum og kostnaði. Sumar skattahækkanir síðustu ára hafi eingöngu aukið flækjur og gert atvinnulífinu erfitt fyrir, en ekki aukið tekjur eins og þær áttu að gera. Þetta hljóta að vera röksemdir sem stjórnvöld vilja skoða, í samvinnu við atvinnulífið. Að minnsta kosti í orði kveðnu vill ríkisstjórnin efla erlenda fjárfestingu á Íslandi. Það hefur ekki breytzt á síðustu árum að vegna smæðar sinnar, fjarlægðar frá mörkuðum og annarra náttúrulegra ókosta þarf Ísland að bjóða enn hagstæðara rekstrarumhverfi fyrirtækja en löndin sem við erum í samkeppni við, eigi að takast að laða hingað erlenda fjárfestingu. Þróunin undanfarin ár hefur frekar verið í hina áttina, eins og SA bendir á. Fyrir hrun var íslenzka skattkerfið nokkuð samkeppnishæft, en fæstar breytingarnar sem gerðar hafa verið síðan hafa stuðlað að því að laða hingað erlenda fjárfesta. Þegar ríkisstjórnin svíkur beinlínis gerða samninga við atvinnulífið, eins og um lækkun tryggingagjaldsins og að aukaskattur á stóriðju gildi aðeins tiltekinn árafjölda, er ekki líklegt að erlendir fjárfestar flykkist hingað. Nú er ekki við því að búast að fyrirtækin í landinu fagni nokkurn tímann aukinni skattlagningu. Það er samt ástæða til að stjórnvöld taki mark á þeirri ábendingu SA að æskilegast væri að ríkisstjórnin færi að eigin leiðbeiningum um að hafa samráð við þá sem eiga hagsmuna að gæta og meta áhrif breytinga við undirbúning stjórnarfrumvarpa. Núna er til dæmis sú staða uppi að ákvæði í fjárlagafrumvarpinu um hækkun skatta á ferðaþjónustuna eru þegar farin að skaða atvinnugreinina, áður en þau hafa tekið gildi – og kannski taka þau ekki gildi óbreytt. Þetta hefði mátt forðast með því að leggja meiri rækt við samráð við atvinnugreinina.
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun