Ég er eldri en Sighvatur Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar 19. nóvember 2012 06:00 Ég hélt það væri ekkert mál að verða 40 ára en svo vaknaði ég upp við vondan draum. Mannsævin er rétt eins og árstíðirnar við Miðjarðarhafið, það er ekkert vor eða haust. Þú heldur að það sé sumar þegar þú allt í einu vaknar upp í vetrarhríð. Ég er að kenna unglingum í kaþólskum skóla og þar fékk ég tækifærið til þess að komast að því að ég er orðinn svo gamall að Sighvatur Björgvinsson virðist unglingshippi í samanburðinum. Aldurinn er nefnilega ekki tala heldur tilhugalíf sem segir til um það hvað kætir hugann. Og hvað kætir huga minn? Þessi spurning er ógnvænleg fyrir mann sem finnst Justin Bieber óhugnanlegur en Bítlarnir flottastir. Með smá ýkjum segi ég að Bubbi og Stuðmenn séu það eina sem gerst hafi eftir Woodstock. Þetta er náttúrlega sikk. Og svona er þetta allt saman, allt var betra í gamla daga. Þetta er meira að segja farið að ná svo langt að ég hygg að stjórnarskrár hafi verið miklu skemmtilegri hér áður þegar skáld voru inn en teknókrötum safnað í geldingarkóra. Voru ekki stjórnarskrár Frakka og Bandaríkjamanna hreinn frelsisóður í fyrstu atrennu? Og í fyrstu stjórnarskrá Grikkja sagði eitthvað á þessa leið: ?Grikkland er frjálst ríki, sá sem stígur fæti á gríska grund telst umsvifalaust frjáls maður þó hann hafi gengið kaupum og sölum annars staðar.? Hvað varð um andagift á við þessa sem rataði í opinber plögg hér í fyrri tíð? Meira að segja spænska stjórnarskráin sem var skrifuð eftir að Franco lauk nösum er orðin svo nútímaleg að það er hægt að vitna í hana til að koma í veg fyrir að hluti landsmanna fái að ákveða framtíð sína. Ég er reyndar ekkert spenntur fyrir því að Katalónía slíti sig frá Spáni en sá er vilji stjórnarmanna þar og líklega meirihluta íbúa. En vandinn er sá að það er ekki hægt að kanna vilja íbúa til þessa máls í þjóðaratkvæðagreiðslu, stjórnarskráin leyfir það ekki. Hún bannar að hugur íbúanna sé kannaður, pældu í því, myndu unglingarnir segja. Ég er orðinn svo elliær að ég er nánast genginn í barndóm. Mig langar í stjórnarskrá sem er skrifuð af andagift eins og í gamla daga þegar menn (Voltaire) sögðu „ég er ósammála því sem þú segir, en ég mun fram í rauðan dauðann verja rétt þinn til þess að halda skoðun þinni fram“. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Sigurður Eyjólfsson Mest lesið Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson Skoðun
Ég hélt það væri ekkert mál að verða 40 ára en svo vaknaði ég upp við vondan draum. Mannsævin er rétt eins og árstíðirnar við Miðjarðarhafið, það er ekkert vor eða haust. Þú heldur að það sé sumar þegar þú allt í einu vaknar upp í vetrarhríð. Ég er að kenna unglingum í kaþólskum skóla og þar fékk ég tækifærið til þess að komast að því að ég er orðinn svo gamall að Sighvatur Björgvinsson virðist unglingshippi í samanburðinum. Aldurinn er nefnilega ekki tala heldur tilhugalíf sem segir til um það hvað kætir hugann. Og hvað kætir huga minn? Þessi spurning er ógnvænleg fyrir mann sem finnst Justin Bieber óhugnanlegur en Bítlarnir flottastir. Með smá ýkjum segi ég að Bubbi og Stuðmenn séu það eina sem gerst hafi eftir Woodstock. Þetta er náttúrlega sikk. Og svona er þetta allt saman, allt var betra í gamla daga. Þetta er meira að segja farið að ná svo langt að ég hygg að stjórnarskrár hafi verið miklu skemmtilegri hér áður þegar skáld voru inn en teknókrötum safnað í geldingarkóra. Voru ekki stjórnarskrár Frakka og Bandaríkjamanna hreinn frelsisóður í fyrstu atrennu? Og í fyrstu stjórnarskrá Grikkja sagði eitthvað á þessa leið: ?Grikkland er frjálst ríki, sá sem stígur fæti á gríska grund telst umsvifalaust frjáls maður þó hann hafi gengið kaupum og sölum annars staðar.? Hvað varð um andagift á við þessa sem rataði í opinber plögg hér í fyrri tíð? Meira að segja spænska stjórnarskráin sem var skrifuð eftir að Franco lauk nösum er orðin svo nútímaleg að það er hægt að vitna í hana til að koma í veg fyrir að hluti landsmanna fái að ákveða framtíð sína. Ég er reyndar ekkert spenntur fyrir því að Katalónía slíti sig frá Spáni en sá er vilji stjórnarmanna þar og líklega meirihluta íbúa. En vandinn er sá að það er ekki hægt að kanna vilja íbúa til þessa máls í þjóðaratkvæðagreiðslu, stjórnarskráin leyfir það ekki. Hún bannar að hugur íbúanna sé kannaður, pældu í því, myndu unglingarnir segja. Ég er orðinn svo elliær að ég er nánast genginn í barndóm. Mig langar í stjórnarskrá sem er skrifuð af andagift eins og í gamla daga þegar menn (Voltaire) sögðu „ég er ósammála því sem þú segir, en ég mun fram í rauðan dauðann verja rétt þinn til þess að halda skoðun þinni fram“.
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun