Blandaður jólamatur - Gæsabollur og reykt gæsasalat 4. desember 2012 13:00 Yairina Rodriguez, matreiðslumaður frá Dóminíska lýðveldinu, ætlar að kynna manninn sinn fyrir íslenskum jólamat líkum þeim sem hún gefur hér uppskrift að. MYND/PJETUR Yairina Rodriguez ætlar að bjóða upp á bæði íslenskan mat á aðfangadagskvöld og mat frá heimalandi sínu, Dóminíska lýðveldinu. Hún gefur hér uppskrift að gæsabollum og gæsasalati sem er forréttur að hennar skapi. Yairina Rodriguez, matreiðslumaður á Forréttabarnum, verður hér á Íslandi yfir jólin í annað sinn. Hún er frá Dóminíska lýðveldinu en hefur búið hérna síðastliðin átta ár. "Ég ætla að kynna manninn minn fyrir íslenskum jólamat," segir Yairina. "Jólahefðir í Dóminíska lýðveldinu eru allt aðrar en íslenskar og matarmenningin sömuleiðis. Þar erum við með hlaðborð á jólunum og borðum mikið af kalkúna- og kjúklingakjöti, purusteik, salati og ávöxtum. Það er þó líkt með löndunum að öll fjölskyldan hittist og borðar saman." Í ár ætlar Yairina að hafa dóminískan og íslenskan mat á jólaborðinu. "Ég ætla að vera með hefðbundinn mat að heiman og líka graflax, hamborgarhrygg, hangikjöt og sykurbrúnaðar kartöflur en þær eru í miklu uppáhaldi hjá mér," segir Yairina og hlær.Gæsabollur og reykt gæsasalat ásamt rauðrófurúllu með piparostakremi, blómkálsmauki og bláberjasósu.Gæsabollur½ gæsabringa1 tsk. timjan (ferskt, nota bara laufin)1-2 msk. hveiti1 msk. ólífuolía2 msk. steinseljuraspur (brauðteningar + steinselja, sett í blandara)salt og piparBringan hökkuð í matreiðsluvél ásamt hveiti, timjan, ólífuolíu, salti og pipar eftir smekk. Mótað í bollur. steikt í olíu og smjöri í 2-3 mínútur og velt upp úr steinselju.Gæsasalat½ gæsabringa100 g klettasalat1 rauðrófa100 g bygg10 g salthnetur50 g piparostur10 g trönuber200 g smjör100 g sykur½ kanilstöng½ blómkálshaus50 dl mjólkBringan er létt söltuð og sykruð og látin standa í kæli í tvær klukkustundir. Sett í reyk með hickory-spæni (reykspæni) í álbakka á grilli í 15-20 mínútur. Kláruð í ofni á 160°C í 6-8 mínútur og látin hvíla og kæld. Því næst er hún skorin í þunnar sneiðar og sett á disk ásamt trönuberjum, salthnetum, klettasalati og soðnu byggi.Rauðrófu og piparosturSkerið rauðrófur í þunnar sneiðar, (helst í áleggshníf) og rúllið þeim upp með piparostakremi.BláberjasósaBláber, sykur og kanilstöng soðin saman í fimm mínútur.BlómkálsmaukBlómkál bakað í ofni með smjöri og olíu í tuttugu mínútur á 160 °C.Blómkálið maukað í matreiðsluvél með salti og pipar og volgri mjólk. -lbh Jólafréttir Jólamatur Mest lesið Jólamatur frá Miðjarðarhafinu Jól Sálmur 89 - Sjá morgunstjarnan blikar blíð Jól Jóladagatal Hurðaskellis og Skjóðu - 6. desember Jól Bessastaðakökur Jól Gaman að fá skringilega pakka Jól Margar gerðir af jóladiskum - verð frá 413 kr. 30% afsláttur. Jólin Áþreifanleg sorg Jólin Tökum okkur góðan tíma í að finna möndluna Jólin Fékk jólasvein í sumargjöf Jól Rjómalöguð sveppasúpa Jólin
Yairina Rodriguez ætlar að bjóða upp á bæði íslenskan mat á aðfangadagskvöld og mat frá heimalandi sínu, Dóminíska lýðveldinu. Hún gefur hér uppskrift að gæsabollum og gæsasalati sem er forréttur að hennar skapi. Yairina Rodriguez, matreiðslumaður á Forréttabarnum, verður hér á Íslandi yfir jólin í annað sinn. Hún er frá Dóminíska lýðveldinu en hefur búið hérna síðastliðin átta ár. "Ég ætla að kynna manninn minn fyrir íslenskum jólamat," segir Yairina. "Jólahefðir í Dóminíska lýðveldinu eru allt aðrar en íslenskar og matarmenningin sömuleiðis. Þar erum við með hlaðborð á jólunum og borðum mikið af kalkúna- og kjúklingakjöti, purusteik, salati og ávöxtum. Það er þó líkt með löndunum að öll fjölskyldan hittist og borðar saman." Í ár ætlar Yairina að hafa dóminískan og íslenskan mat á jólaborðinu. "Ég ætla að vera með hefðbundinn mat að heiman og líka graflax, hamborgarhrygg, hangikjöt og sykurbrúnaðar kartöflur en þær eru í miklu uppáhaldi hjá mér," segir Yairina og hlær.Gæsabollur og reykt gæsasalat ásamt rauðrófurúllu með piparostakremi, blómkálsmauki og bláberjasósu.Gæsabollur½ gæsabringa1 tsk. timjan (ferskt, nota bara laufin)1-2 msk. hveiti1 msk. ólífuolía2 msk. steinseljuraspur (brauðteningar + steinselja, sett í blandara)salt og piparBringan hökkuð í matreiðsluvél ásamt hveiti, timjan, ólífuolíu, salti og pipar eftir smekk. Mótað í bollur. steikt í olíu og smjöri í 2-3 mínútur og velt upp úr steinselju.Gæsasalat½ gæsabringa100 g klettasalat1 rauðrófa100 g bygg10 g salthnetur50 g piparostur10 g trönuber200 g smjör100 g sykur½ kanilstöng½ blómkálshaus50 dl mjólkBringan er létt söltuð og sykruð og látin standa í kæli í tvær klukkustundir. Sett í reyk með hickory-spæni (reykspæni) í álbakka á grilli í 15-20 mínútur. Kláruð í ofni á 160°C í 6-8 mínútur og látin hvíla og kæld. Því næst er hún skorin í þunnar sneiðar og sett á disk ásamt trönuberjum, salthnetum, klettasalati og soðnu byggi.Rauðrófu og piparosturSkerið rauðrófur í þunnar sneiðar, (helst í áleggshníf) og rúllið þeim upp með piparostakremi.BláberjasósaBláber, sykur og kanilstöng soðin saman í fimm mínútur.BlómkálsmaukBlómkál bakað í ofni með smjöri og olíu í tuttugu mínútur á 160 °C.Blómkálið maukað í matreiðsluvél með salti og pipar og volgri mjólk. -lbh
Jólafréttir Jólamatur Mest lesið Jólamatur frá Miðjarðarhafinu Jól Sálmur 89 - Sjá morgunstjarnan blikar blíð Jól Jóladagatal Hurðaskellis og Skjóðu - 6. desember Jól Bessastaðakökur Jól Gaman að fá skringilega pakka Jól Margar gerðir af jóladiskum - verð frá 413 kr. 30% afsláttur. Jólin Áþreifanleg sorg Jólin Tökum okkur góðan tíma í að finna möndluna Jólin Fékk jólasvein í sumargjöf Jól Rjómalöguð sveppasúpa Jólin