Brekkur til að renna sér í 28. nóvember 2012 12:00 Fátt er skemmtilegra en að renna sér niður bratta brekku. Þær leynast hér og hvar á höfuðborgarsvæðinu. Jólasveinn á vegum Fréttablaðsins fór á stúfana og sendi skólum á höfuðborgarsvæðinu fyrirspurn um skemmtilegar skíðabrekkur fyrir krakka til að renna sér í. Hér eru þær brekkur sem helst voru nefndar eftir póstnúmerum. Í Reykjavík eru þrjár skíðalyftur starfræktar; í Ártúnsbrekku, Grafarvogi og í Breiðholti. Þær verða opnar á virkum dögum frá 16-20 og um helgar frá 10-16 í vetur þegar nægur snjór er og veður leyfir. Opið verður fram til enda febrúar.Póstnúmer 101 Arnarhóll er fyrsta brekkan sem var nefnd. Tillaga barst um að þrýsta á Reykjavíkurborg að gera smá varnarvegg við Kalkofnsveg svo hægt væri að nýta Arnarhól að fullu til vetraríþrótta. Á skólalóð Austurbæjarskóla er síðan ágætis brekka með nægum halla.Póstnúmer 103 Á bak við Fjölbrautaskólann í Ármúla er sleðabrekka. Svo er hóll inni á skólalóð Álftamýrarskóla sem er góður fyrir litlu börnin. Einnig er brekka við gatnamót Rauðalækjar og Dalbrautar.Póstnúmer 105 Vatnshóll á lóð Tækniskólans á móts við kirkju Óháða safnaðarins, á horni Háteigsvegar og Stakkahlíðar. Brekkan er brött og frekar stutt. Á Klambratúni, á horni Flókagötu og Lönguhlíðar, er frekar aflíðandi og þægileg brekka fyrir yngri börnin. Önnur skemmtileg brekka er á lóðinni milli Waldorfskóla og hjúkrunarheimilisins að Sóltúni 6.Póstnúmer 107 Norðan megin við Grandaskóla er tiltölulega brött brekka en stutt. Hún er lauslega áætlað 15 metra löng en er mjög breið og býður því upp á að margir renni sér samtímis.Póstnúmer 108 Við Bústaðakirkju, ofan við Tunguveg, er lítil brekka. Þá er önnur brekka beint fyrir ofan fótboltavöllinn milli Búlands og Dalalands. Þetta er frekar lítil brekka til að renna sér í en sögur segja að litlum krökkum finnist hún risastór.Póstnúmer 109 og 111 Fyrir ofan Krónuna í Jafnaseli er löng og góð brekka með skíðalyftu sem opin er á veturna. Við Ölduselsskóla er þokkalegasti hóll sem tilvalinn er bæði fyrir yngri og eldri börn. Þá er brekka á skólalóð Breiðholtsskóla við Írabakka. Eins eru göngustígar í hverfum Breiðholts oft notaðir til að renna sér, auk þess að fjölda smærri brekka er að finna víðs vegar á milli húsa í Breiðholtinu. Póstnúmer 110 Brekka með skíðalyftu er í Ártúnsbrekkunni. Brekkan er sunnan megin við Vesturlandsveginn í Ártúnsbrekkunni. Póstnúmer 112 Löng og góð og aflíðandi brekka með skíðalyftu er í Grafarvogi. Hún er við enda Dalhúsa, við enda götunnar þar sem Grafarvogslaug er. Einnig hafa krakkar verið að renna sér í brekku í nágrenni við Barðastaði. Þar er brekka fyrir ofan golfvöllinn sem er nokkuð brött og skemmtileg. Póstnúmer 116 Í miðju Grundarhverfi, inni í „Skeifunni" sem Esjugrundin og Hofsgrundin mynda, við leikvöllinn er brekka. Hún er ekki sérlega brött en nóg svo hægt sé að renna sér. Hún hentar vel börnum frá tveggja til tíu ára.Póstnúmer 170 Á Seltjarnarnesinu er brekka sem gengur undir nafninu Plútóbrekkan. Hún er fyrir neðan kirkjuna á Austurströndinni.Póstnúmer 201 Fyrir ofan Lindaskóla er brekka til að renna sér í. Þá er einnig brekka á Digranesvegi, við Digraneskirkju þar sem hægt er að renna sér niður að Fífuhvamminum. Þá er brekka Kópavogsmegin í Fossvogsdalnum, rétt fyrir ofan Fossvogsskóla. Þessi listi er engan veginn tæmandi. Fjölda annarra brekka er að finna víðs vegar um höfuðborgarsvæðið sem er um að gera að nýta til leiks og skemmtunar þegar snjónum fer að kyngja niður. - vg Jólafréttir Mest lesið Jólalegt og náttúrulegt í senn Jól Fylltar kalkúnabringur Jólin Jólaguðspjallið Jól Jólagleðin við völd - myndir Jól Jólastrætó skreyttur af leikskólabörnum Jólin Guð á afmæli á jólunum Jól Fögur er foldin Jól Taldi aðventuljósin með mömmu Jól Jólasveinar ganga um gólf Jól Endurgerð á ömmusalati Jól
Jólasveinn á vegum Fréttablaðsins fór á stúfana og sendi skólum á höfuðborgarsvæðinu fyrirspurn um skemmtilegar skíðabrekkur fyrir krakka til að renna sér í. Hér eru þær brekkur sem helst voru nefndar eftir póstnúmerum. Í Reykjavík eru þrjár skíðalyftur starfræktar; í Ártúnsbrekku, Grafarvogi og í Breiðholti. Þær verða opnar á virkum dögum frá 16-20 og um helgar frá 10-16 í vetur þegar nægur snjór er og veður leyfir. Opið verður fram til enda febrúar.Póstnúmer 101 Arnarhóll er fyrsta brekkan sem var nefnd. Tillaga barst um að þrýsta á Reykjavíkurborg að gera smá varnarvegg við Kalkofnsveg svo hægt væri að nýta Arnarhól að fullu til vetraríþrótta. Á skólalóð Austurbæjarskóla er síðan ágætis brekka með nægum halla.Póstnúmer 103 Á bak við Fjölbrautaskólann í Ármúla er sleðabrekka. Svo er hóll inni á skólalóð Álftamýrarskóla sem er góður fyrir litlu börnin. Einnig er brekka við gatnamót Rauðalækjar og Dalbrautar.Póstnúmer 105 Vatnshóll á lóð Tækniskólans á móts við kirkju Óháða safnaðarins, á horni Háteigsvegar og Stakkahlíðar. Brekkan er brött og frekar stutt. Á Klambratúni, á horni Flókagötu og Lönguhlíðar, er frekar aflíðandi og þægileg brekka fyrir yngri börnin. Önnur skemmtileg brekka er á lóðinni milli Waldorfskóla og hjúkrunarheimilisins að Sóltúni 6.Póstnúmer 107 Norðan megin við Grandaskóla er tiltölulega brött brekka en stutt. Hún er lauslega áætlað 15 metra löng en er mjög breið og býður því upp á að margir renni sér samtímis.Póstnúmer 108 Við Bústaðakirkju, ofan við Tunguveg, er lítil brekka. Þá er önnur brekka beint fyrir ofan fótboltavöllinn milli Búlands og Dalalands. Þetta er frekar lítil brekka til að renna sér í en sögur segja að litlum krökkum finnist hún risastór.Póstnúmer 109 og 111 Fyrir ofan Krónuna í Jafnaseli er löng og góð brekka með skíðalyftu sem opin er á veturna. Við Ölduselsskóla er þokkalegasti hóll sem tilvalinn er bæði fyrir yngri og eldri börn. Þá er brekka á skólalóð Breiðholtsskóla við Írabakka. Eins eru göngustígar í hverfum Breiðholts oft notaðir til að renna sér, auk þess að fjölda smærri brekka er að finna víðs vegar á milli húsa í Breiðholtinu. Póstnúmer 110 Brekka með skíðalyftu er í Ártúnsbrekkunni. Brekkan er sunnan megin við Vesturlandsveginn í Ártúnsbrekkunni. Póstnúmer 112 Löng og góð og aflíðandi brekka með skíðalyftu er í Grafarvogi. Hún er við enda Dalhúsa, við enda götunnar þar sem Grafarvogslaug er. Einnig hafa krakkar verið að renna sér í brekku í nágrenni við Barðastaði. Þar er brekka fyrir ofan golfvöllinn sem er nokkuð brött og skemmtileg. Póstnúmer 116 Í miðju Grundarhverfi, inni í „Skeifunni" sem Esjugrundin og Hofsgrundin mynda, við leikvöllinn er brekka. Hún er ekki sérlega brött en nóg svo hægt sé að renna sér. Hún hentar vel börnum frá tveggja til tíu ára.Póstnúmer 170 Á Seltjarnarnesinu er brekka sem gengur undir nafninu Plútóbrekkan. Hún er fyrir neðan kirkjuna á Austurströndinni.Póstnúmer 201 Fyrir ofan Lindaskóla er brekka til að renna sér í. Þá er einnig brekka á Digranesvegi, við Digraneskirkju þar sem hægt er að renna sér niður að Fífuhvamminum. Þá er brekka Kópavogsmegin í Fossvogsdalnum, rétt fyrir ofan Fossvogsskóla. Þessi listi er engan veginn tæmandi. Fjölda annarra brekka er að finna víðs vegar um höfuðborgarsvæðið sem er um að gera að nýta til leiks og skemmtunar þegar snjónum fer að kyngja niður. - vg
Jólafréttir Mest lesið Jólalegt og náttúrulegt í senn Jól Fylltar kalkúnabringur Jólin Jólaguðspjallið Jól Jólagleðin við völd - myndir Jól Jólastrætó skreyttur af leikskólabörnum Jólin Guð á afmæli á jólunum Jól Fögur er foldin Jól Taldi aðventuljósin með mömmu Jól Jólasveinar ganga um gólf Jól Endurgerð á ömmusalati Jól