Áþreifanleg sorg 28. nóvember 2012 11:00 Salóme segir fanga eiga um sárt að binda um hátíðarnar og kallað sé á hjálp ef auka þarf sálgæslu um jólin. Á aðfangadag er messað í fangelsinu en ekki eru allir fangarnir kristnir. MYND/GVA Jól eru kvenföngum einstaklega þungbær, segir Salóme B. Guðmundsdóttir, varðstjóri í eina kvennafangelsi landsins. Heimsóknir til fanga eru ekki leyfðar á aðfangadag og gamlársdag því þá er mikið rót á sálarlífi fanga og heimsóknir gera illt verra," útskýrir Salóme um aðstæður í fangelsinu um hátíðarnar. Hún segir andrúmsloft í kvennafangelsinu þrungið sorg þegar kirkjuklukkurnar hringja inn jólin. "Allt sem tengist börnum rífur konurnar á hol og stundum er erfitt að horfa fram á við. Hugur þeirra dvelur hjá börnunum og fjölskyldunni sem heldur jól utan fangelsisins og því stutt í grátinn. Flestar reyna þó að halda andlitinu og borða jólamatinn með hinum en sækja svo í einveru í klefa sínum þar sem þær fá að opna jólagjafir að fangaverði viðstöddum." Jólaundirbúningur í fangelsinu er hefðbundinn. Fangarnir baka, skreyta jólatré og setja upp jólaljós og um hátíðarnar sjá þær sjálfar um jólamatseldina. "Á annan í jólum fer að bresta á það sem við köllum þurrafyllerí. Þá fara sumir í djammfíling vegna áramótanna en aðrir á vit þungbærra hugsana sem tengjast fortíð og framtíð. Sorgin er alls staðar áþreifanleg og fangaverðir reyna að hughreysta fangana eftir mætti." Á fyrstu nótt nýs árs er fangaklefum ekki læst fyrr en klukkan hálfeitt og þegar gamla árið kveður eru stutt símtöl leyfð til að árna ástvinum gleðilegs árs. "Stundum eru fangelsinu gefnir flugeldar og þeim skotið upp í fangelsisgarðinum í ljósaskiptunum síðdegis." Í kvennafangelsinu hafa afplánað fangar með kornabörn og Salóme minnist smábarns sem bjó í fangelsinu frá fæðingu og vel fram á þriðja ár. "Eftir á að hyggja er slíkt ekki sniðugt og fangelsi ekki barnvænn staður. Aðrar konur verða afbrýðisamar og börn geta hrokkið til í sálinni þegar hér verða óskemmtilegar uppákomur." Salóme hefur starfað í fangelsinu frá 1999 og margoft verið á vakt um jól og áramót. "Starfið kemst upp í vana en var mjög erfitt til að byrja með og átakanlegt að upplifa sorgina og vanlíðanina fyrstu hátíðisdagana. Jólin koma þó líka í fangelsin þótt öðruvísi séu en heima." Í kvennafangelsinu eru fangar með dóma fyrir allt frá vegabréfsfölsun og þrjátíu daga fangavist upp í tólf ár fyrir alvarlegustu glæpi. "Konurnar eiga svo sannarlega ekki allar samleið og fólk gerir sér ekki grein fyrir hversu erfitt er að vera í fangelsi. Fangar eru þrátt fyrir allt manneskjur og ég hef virkilega samúð með þeim og skilning á vanlíðan þeirra." - þlg Jólafréttir Tengdar fréttir Mamma gerði mistök Mamma setti alltaf lak fyrir stofudyrnar á meðan hún skreytti stofuna hátt og lágt á aðfangadag. Við börnin fengum því ekki að sjá jólatréð fyrr en jólaklukkurnar klingdu og lakið féll klukkan sex, segir Andrea Kristín Unnarsdóttir um hjartfólgna jólaminningu, 27. nóvember 2012 10:48 Mest lesið Gleðileg jól á hinum ýmsu tungumálum Jól Fagurkeri með fastmótaðar hefðir Jól Uppruni jólasiðanna Jól Þannig voru jólin 1959 Jól Sálmur 81 - Guðs kristni í heimi Jól Jólamatur frá Miðjarðarhafinu Jól Sálmur 89 - Sjá morgunstjarnan blikar blíð Jól Danskar jólahefðir frá ömmu Ellen Jól Baksýnisspegillinn Jól Jólalag dagsins: Erna Hrönn syngur Jól eftir Jórunni Viðar Jól
Jól eru kvenföngum einstaklega þungbær, segir Salóme B. Guðmundsdóttir, varðstjóri í eina kvennafangelsi landsins. Heimsóknir til fanga eru ekki leyfðar á aðfangadag og gamlársdag því þá er mikið rót á sálarlífi fanga og heimsóknir gera illt verra," útskýrir Salóme um aðstæður í fangelsinu um hátíðarnar. Hún segir andrúmsloft í kvennafangelsinu þrungið sorg þegar kirkjuklukkurnar hringja inn jólin. "Allt sem tengist börnum rífur konurnar á hol og stundum er erfitt að horfa fram á við. Hugur þeirra dvelur hjá börnunum og fjölskyldunni sem heldur jól utan fangelsisins og því stutt í grátinn. Flestar reyna þó að halda andlitinu og borða jólamatinn með hinum en sækja svo í einveru í klefa sínum þar sem þær fá að opna jólagjafir að fangaverði viðstöddum." Jólaundirbúningur í fangelsinu er hefðbundinn. Fangarnir baka, skreyta jólatré og setja upp jólaljós og um hátíðarnar sjá þær sjálfar um jólamatseldina. "Á annan í jólum fer að bresta á það sem við köllum þurrafyllerí. Þá fara sumir í djammfíling vegna áramótanna en aðrir á vit þungbærra hugsana sem tengjast fortíð og framtíð. Sorgin er alls staðar áþreifanleg og fangaverðir reyna að hughreysta fangana eftir mætti." Á fyrstu nótt nýs árs er fangaklefum ekki læst fyrr en klukkan hálfeitt og þegar gamla árið kveður eru stutt símtöl leyfð til að árna ástvinum gleðilegs árs. "Stundum eru fangelsinu gefnir flugeldar og þeim skotið upp í fangelsisgarðinum í ljósaskiptunum síðdegis." Í kvennafangelsinu hafa afplánað fangar með kornabörn og Salóme minnist smábarns sem bjó í fangelsinu frá fæðingu og vel fram á þriðja ár. "Eftir á að hyggja er slíkt ekki sniðugt og fangelsi ekki barnvænn staður. Aðrar konur verða afbrýðisamar og börn geta hrokkið til í sálinni þegar hér verða óskemmtilegar uppákomur." Salóme hefur starfað í fangelsinu frá 1999 og margoft verið á vakt um jól og áramót. "Starfið kemst upp í vana en var mjög erfitt til að byrja með og átakanlegt að upplifa sorgina og vanlíðanina fyrstu hátíðisdagana. Jólin koma þó líka í fangelsin þótt öðruvísi séu en heima." Í kvennafangelsinu eru fangar með dóma fyrir allt frá vegabréfsfölsun og þrjátíu daga fangavist upp í tólf ár fyrir alvarlegustu glæpi. "Konurnar eiga svo sannarlega ekki allar samleið og fólk gerir sér ekki grein fyrir hversu erfitt er að vera í fangelsi. Fangar eru þrátt fyrir allt manneskjur og ég hef virkilega samúð með þeim og skilning á vanlíðan þeirra." - þlg
Jólafréttir Tengdar fréttir Mamma gerði mistök Mamma setti alltaf lak fyrir stofudyrnar á meðan hún skreytti stofuna hátt og lágt á aðfangadag. Við börnin fengum því ekki að sjá jólatréð fyrr en jólaklukkurnar klingdu og lakið féll klukkan sex, segir Andrea Kristín Unnarsdóttir um hjartfólgna jólaminningu, 27. nóvember 2012 10:48 Mest lesið Gleðileg jól á hinum ýmsu tungumálum Jól Fagurkeri með fastmótaðar hefðir Jól Uppruni jólasiðanna Jól Þannig voru jólin 1959 Jól Sálmur 81 - Guðs kristni í heimi Jól Jólamatur frá Miðjarðarhafinu Jól Sálmur 89 - Sjá morgunstjarnan blikar blíð Jól Danskar jólahefðir frá ömmu Ellen Jól Baksýnisspegillinn Jól Jólalag dagsins: Erna Hrönn syngur Jól eftir Jórunni Viðar Jól
Mamma gerði mistök Mamma setti alltaf lak fyrir stofudyrnar á meðan hún skreytti stofuna hátt og lágt á aðfangadag. Við börnin fengum því ekki að sjá jólatréð fyrr en jólaklukkurnar klingdu og lakið féll klukkan sex, segir Andrea Kristín Unnarsdóttir um hjartfólgna jólaminningu, 27. nóvember 2012 10:48