Ruglið í rauða hliðinu Ólafur Þ. Stephensen skrifar 27. nóvember 2012 08:00 Undanfarnar vikur hefur Fréttablaðið sagt fréttir af þeim reglum sem gilda um varning sem ferðamenn mega taka með sér inn í landið án þess að borga af honum toll. Þessar reglur skipta neytendur heilmiklu máli, því að margir drýgja kaupmáttinn með því að verzla í útlöndum og gera mun hagstæðari innkaup en hægt er að gera hér á landi. Reglurnar eru hins vegar alls ekki neytendavænar. Fyrir það fyrsta eru hámarksupphæðirnar, sem má verzla fyrir án þess að borga tolla af vörunum, fráleitlega lágar. Þær hafa ekki hækkað síðan sumarið 2008, eins og kemur fram hér í blaðinu í dag, og síðan hefur verðgildi krónunnar gagnvart öðrum gjaldmiðlum rýrnað um hér um bil þriðjung. Hámarksverðgildi eins hlutar, sem má koma með inn í landið án þess að borga toll, er 32.500 krónur. Það dugar ekki einu sinni fyrir sæmilega vönduðum frakka eða úlpu, jafnvel þótt flíkin sé keypt í útlöndum. Tollverðir taka síðan stikkprufur til að fylgja því eftir að farið sé að reglunum. Það getur þýtt að vörur séu gerðar upptækar hjá fólki ef það er ekki með kvittun sem sýnir fram á að hluturinn hafi verið keyptur á Íslandi eða borgaðir tollar af honum. „Við ráðleggjum öllum að hafa með sér kvittanir fyrir dýrari hlutum sem þeir hafa með sér," sagði Kári Gunnlaugsson yfirtollvörður hér í blaðinu. Þetta þýðir þá að ósköp venjuleg fjölskylda í nýlegum fatnaði og sæmilega græjuvædd þarf að hafa tugi kvittana með í ferðalagið til að fullnægja reglum tollsins: „Ertu búinn að pakka kvittanamöppunni, elskan?" Það er ekkert vit í svona reglum. Ekki heldur í því fyrirkomulagi sem er viðhaft í ríkisreknu búðinni í Leifsstöð; þar eru fólki seldar tollfrjálst alls konar græjur sem kosta meira en 32.500 krónur og svo þarf það að gefa sig fram við aðra ríkisstarfsmenn aðeins utar í byggingunni til að borga af þeim toll. Sumt treysta tollararnir sér þó ekki til að gera upptækt hjá fólki. Það er til að mynda vinsælt að kaupa sér gleraugu í Leifsstöð á leiðinni til útlanda, en þegar heim er komið er ekki athugað hvort búið sé að borga toll af þeim. „Þetta er eitt af þeim málum sem erfitt er að eiga við," segir Kári yfirtollvörður í Fréttablaðinu í gær. „Eiga tollverðir að stöðva fólk og spyrja hvort gleraugu hafi verið keypt í ferðinni?" Svarið við þeirri spurningu hlýtur að vera að fyrst þeir treysta sér til að taka símann af fólki, sem ekki er með kvittun fyrir honum, ættu þeir ekki að víla fyrir sér að hirða gleraugun líka. Auðvitað á bara að hætta þessu rugli í rauða hliðinu, rýmka reglurnar og hætta að koma fram við fólk sem hefur verzlað í útlöndum eins og glæpamenn. Það er neytendum í hag, stuðlar að því að innlend verzlun fái hæfilega samkeppni og yrði ekki sízt til þess að tími tollvarða nýttist betur. Þeir eiga nefnilega miklu frekar að leita að vopnum og fíkniefnum en snjallsímum og úlpum. Lágmarkskrafa neytenda hlýtur að vera að fjármálaráðherrann breyti hámarksfjárhæðunum sem má verzla fyrir án þess að borga tolla, til samræmis við þróun krónunnar. Það eru í raun engin rök fyrir að gera það ekki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Fyrstu jólin eftir ástvinamissi Anna Sigurðardóttir Skoðun „Þetta er ekki hægt, en það verður samt að gera þetta“ Arnar Þór Jónsson Skoðun Atvinnumál fatlaðra Ína Valsdóttir Skoðun Mýtan um sæstreng! Andrés Pétursson Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun Hvað er borgaraleg pólitík? Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Bíp Bíp Bíp Ágúst Mogensen Skoðun Það er ekki nóg að vera klár stelpa/strákur/stálp Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Milljónerí Hannes Örn Blandon Skoðun
Undanfarnar vikur hefur Fréttablaðið sagt fréttir af þeim reglum sem gilda um varning sem ferðamenn mega taka með sér inn í landið án þess að borga af honum toll. Þessar reglur skipta neytendur heilmiklu máli, því að margir drýgja kaupmáttinn með því að verzla í útlöndum og gera mun hagstæðari innkaup en hægt er að gera hér á landi. Reglurnar eru hins vegar alls ekki neytendavænar. Fyrir það fyrsta eru hámarksupphæðirnar, sem má verzla fyrir án þess að borga tolla af vörunum, fráleitlega lágar. Þær hafa ekki hækkað síðan sumarið 2008, eins og kemur fram hér í blaðinu í dag, og síðan hefur verðgildi krónunnar gagnvart öðrum gjaldmiðlum rýrnað um hér um bil þriðjung. Hámarksverðgildi eins hlutar, sem má koma með inn í landið án þess að borga toll, er 32.500 krónur. Það dugar ekki einu sinni fyrir sæmilega vönduðum frakka eða úlpu, jafnvel þótt flíkin sé keypt í útlöndum. Tollverðir taka síðan stikkprufur til að fylgja því eftir að farið sé að reglunum. Það getur þýtt að vörur séu gerðar upptækar hjá fólki ef það er ekki með kvittun sem sýnir fram á að hluturinn hafi verið keyptur á Íslandi eða borgaðir tollar af honum. „Við ráðleggjum öllum að hafa með sér kvittanir fyrir dýrari hlutum sem þeir hafa með sér," sagði Kári Gunnlaugsson yfirtollvörður hér í blaðinu. Þetta þýðir þá að ósköp venjuleg fjölskylda í nýlegum fatnaði og sæmilega græjuvædd þarf að hafa tugi kvittana með í ferðalagið til að fullnægja reglum tollsins: „Ertu búinn að pakka kvittanamöppunni, elskan?" Það er ekkert vit í svona reglum. Ekki heldur í því fyrirkomulagi sem er viðhaft í ríkisreknu búðinni í Leifsstöð; þar eru fólki seldar tollfrjálst alls konar græjur sem kosta meira en 32.500 krónur og svo þarf það að gefa sig fram við aðra ríkisstarfsmenn aðeins utar í byggingunni til að borga af þeim toll. Sumt treysta tollararnir sér þó ekki til að gera upptækt hjá fólki. Það er til að mynda vinsælt að kaupa sér gleraugu í Leifsstöð á leiðinni til útlanda, en þegar heim er komið er ekki athugað hvort búið sé að borga toll af þeim. „Þetta er eitt af þeim málum sem erfitt er að eiga við," segir Kári yfirtollvörður í Fréttablaðinu í gær. „Eiga tollverðir að stöðva fólk og spyrja hvort gleraugu hafi verið keypt í ferðinni?" Svarið við þeirri spurningu hlýtur að vera að fyrst þeir treysta sér til að taka símann af fólki, sem ekki er með kvittun fyrir honum, ættu þeir ekki að víla fyrir sér að hirða gleraugun líka. Auðvitað á bara að hætta þessu rugli í rauða hliðinu, rýmka reglurnar og hætta að koma fram við fólk sem hefur verzlað í útlöndum eins og glæpamenn. Það er neytendum í hag, stuðlar að því að innlend verzlun fái hæfilega samkeppni og yrði ekki sízt til þess að tími tollvarða nýttist betur. Þeir eiga nefnilega miklu frekar að leita að vopnum og fíkniefnum en snjallsímum og úlpum. Lágmarkskrafa neytenda hlýtur að vera að fjármálaráðherrann breyti hámarksfjárhæðunum sem má verzla fyrir án þess að borga tolla, til samræmis við þróun krónunnar. Það eru í raun engin rök fyrir að gera það ekki.
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun