Aukning hjá Toyota í Evrópu 11. janúar 2013 17:00 Nýr Toyota Auris rennur af færibandinu Salan í Rússlandi jókst um 27% Þrátt fyrir dræma sölu bíla í Evrópu í fyrra jók Toyota og Lexus söluna frá 2011 um 2 prósent og seldi alls 837.969 bíla. Við það jókst markaðshlutdeild Toyota í álfunni úr 4,2% í 4,5%. Toyota þakkar þessum árangri nýjum Yaris og ýmsum gerðum tvinnbíla (Hybrid) sem seldust mjög vel. Toyota telur að fyrirtækið muni selja enn fleiri bíla í Evrópu í ár þrátt fyrir ekkert alltof góðar spár um bílasölu í álfunni. Nýr Auris og sjö sæta Verso munu hjálpa þar mikið til, sem og fjórða kynslóð RAV 4 jepplingsins. Sala Toyota í Bretlandi jókst um 12% en stóð í stað í Frakklandi. Hjá nágrönnum okkar Dönum jókst salan um 8%, en um heil 20% í Eystrasaltslöndunum. Salan í Rússlandi jókst um 27% og 13% í Úkraínu. Ef sala Lexus er tekin sér jókst hún um 4,5% í Evrópu. Nýir GS og ES bílar spiluðu þar stóra rullu auk mikillar eftirspurnar eftir CT 200h og RX jeppunum, sem á sumum mörkuðum bjóðast aðeins sem tvinnbílar. Sala Lexus í Rússlandi jókst um 14% og í Hollandi um heil 43%, þökk sé mikilli sölu á CT 200h bílnum. Stutt er í að Lexus kynni nýja kynslóð IS bílsins, sem mun þá einnig fást sem tvinnbíll. Í Evrópu eru 13% seldra bíla Toyota og Lexus tvinnbílar, en sama hlutfall í Hollandi er 45%. Ef Lexus bílar eru teknir sér, eru 90% seldra bíla tvinnbílar. Mest lesið Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Innlent Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent
Salan í Rússlandi jókst um 27% Þrátt fyrir dræma sölu bíla í Evrópu í fyrra jók Toyota og Lexus söluna frá 2011 um 2 prósent og seldi alls 837.969 bíla. Við það jókst markaðshlutdeild Toyota í álfunni úr 4,2% í 4,5%. Toyota þakkar þessum árangri nýjum Yaris og ýmsum gerðum tvinnbíla (Hybrid) sem seldust mjög vel. Toyota telur að fyrirtækið muni selja enn fleiri bíla í Evrópu í ár þrátt fyrir ekkert alltof góðar spár um bílasölu í álfunni. Nýr Auris og sjö sæta Verso munu hjálpa þar mikið til, sem og fjórða kynslóð RAV 4 jepplingsins. Sala Toyota í Bretlandi jókst um 12% en stóð í stað í Frakklandi. Hjá nágrönnum okkar Dönum jókst salan um 8%, en um heil 20% í Eystrasaltslöndunum. Salan í Rússlandi jókst um 27% og 13% í Úkraínu. Ef sala Lexus er tekin sér jókst hún um 4,5% í Evrópu. Nýir GS og ES bílar spiluðu þar stóra rullu auk mikillar eftirspurnar eftir CT 200h og RX jeppunum, sem á sumum mörkuðum bjóðast aðeins sem tvinnbílar. Sala Lexus í Rússlandi jókst um 14% og í Hollandi um heil 43%, þökk sé mikilli sölu á CT 200h bílnum. Stutt er í að Lexus kynni nýja kynslóð IS bílsins, sem mun þá einnig fást sem tvinnbíll. Í Evrópu eru 13% seldra bíla Toyota og Lexus tvinnbílar, en sama hlutfall í Hollandi er 45%. Ef Lexus bílar eru teknir sér, eru 90% seldra bíla tvinnbílar.
Mest lesið Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Innlent Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent