Jeep aldrei selst betur 11. janúar 2013 10:30 Jeep Grand Cherokee Salan í Kína jókst um 107% Allar bílgerðir Chrysler hafa átt velgengi að fagna frá því Chrysler var bjargað frá gjaldþroti árið 2009. Vöxtur í sölu fyrirtækisins nam 21% á liðnu ári, eitthvað sem fáir aðrir bílaframleiðendur léku eftir. Eitt af undirmerkjum Chrysler, Jeep, gekk fádæma vel og seldi fleiri bíla en nokkurt annað ár, eða 701.626 bíla. Fyrra metið var frá árinu 1999, 675.494 bílar. Mest seldi bíll Jeep í fyrra var Jeep Grand Cherokee, sem talsvert er til af hér á landi af ýmsum árgerðum þó. Hann seldist í 223.196 eintökum og í öðru sæti var Jeep Wrangler með 194.142 eintök seld. Sala Jeep í Kína óx um 107% frá árinu 2011. Búist er við áframhaldandi velgengni Jeep á þessu ári og verða kynntar nýjar bílgerðir sem aukið geta söluna enn. Mest lesið Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Innlent Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent
Salan í Kína jókst um 107% Allar bílgerðir Chrysler hafa átt velgengi að fagna frá því Chrysler var bjargað frá gjaldþroti árið 2009. Vöxtur í sölu fyrirtækisins nam 21% á liðnu ári, eitthvað sem fáir aðrir bílaframleiðendur léku eftir. Eitt af undirmerkjum Chrysler, Jeep, gekk fádæma vel og seldi fleiri bíla en nokkurt annað ár, eða 701.626 bíla. Fyrra metið var frá árinu 1999, 675.494 bílar. Mest seldi bíll Jeep í fyrra var Jeep Grand Cherokee, sem talsvert er til af hér á landi af ýmsum árgerðum þó. Hann seldist í 223.196 eintökum og í öðru sæti var Jeep Wrangler með 194.142 eintök seld. Sala Jeep í Kína óx um 107% frá árinu 2011. Búist er við áframhaldandi velgengni Jeep á þessu ári og verða kynntar nýjar bílgerðir sem aukið geta söluna enn.
Mest lesið Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Innlent Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent