Íþróttafréttamaðurinn John Giannone í New York hlýtur að vera harðasti íþróttafréttamaðurinn í dag. Hann meiddist illa er hann var að lýsa íshokkýleik en hætti ekki að vinna.
Giannone var staðsettur á milli bekkjanna í leik NY Islanders og NY Rangers er hann fékk pökkinn í andlitið. Eins og flestir vita er pökkurinn glerharður og að fá hann í andlitið á fullri ferð er ekkert minna en stórhættulegt.
Giannone fékk pökkinn beint á nefið en hélt áfram að lýsa eins og ekkert væri.
"Blóðið bragðast vel," sagði Giannone léttur áður en hann þurrkaði blóðið framan úr sér.
Fékk pökk í andlitið en hélt áfram að lýsa

Mest lesið




Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn
Enski boltinn

„Gott að sjá honum blæða á vellinum“
Körfubolti




Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn
Íslenski boltinn
