Chevrolet Steve McQueen til sölu 4. febrúar 2013 09:45 Saga bílsins gæti tífaldað verð hans á uppboði. Sá bíll er leikarinn Steve Mcqueen ók síðast í kvikmynd verður brátt seldur á uppboði. Er það 1951 árgerðin af Chevrolet Styline DeLuxe, gullfallegur gulur blæjubíll. Bíl þessum ók hann í myndinni The Hunter á níunda áratug síðustu aldar, en sú mynd sló reyndar ekki í gegn á sínum tíma. Steve McQueen keypti sjálfur þennan fagra bíl eftir að tökur á myndinni voru yfirstaðnar og átti hann í 4 ár. Árið 2003 var bíllinn gerður upp og færður svo gott sem í sama ástand og þegar hann var nýr. Bíll sem þessi er metinn á um 45.000 dollara, en saga þessa tiltekna eintaks mun að líkum tífalda verð hans á uppboðinu sem haldið verður í Ft. Lauderdale í Flórída. Brot úr myndinni The Hunter má sjá í meðfylgjandi myndskeiði. Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent
Saga bílsins gæti tífaldað verð hans á uppboði. Sá bíll er leikarinn Steve Mcqueen ók síðast í kvikmynd verður brátt seldur á uppboði. Er það 1951 árgerðin af Chevrolet Styline DeLuxe, gullfallegur gulur blæjubíll. Bíl þessum ók hann í myndinni The Hunter á níunda áratug síðustu aldar, en sú mynd sló reyndar ekki í gegn á sínum tíma. Steve McQueen keypti sjálfur þennan fagra bíl eftir að tökur á myndinni voru yfirstaðnar og átti hann í 4 ár. Árið 2003 var bíllinn gerður upp og færður svo gott sem í sama ástand og þegar hann var nýr. Bíll sem þessi er metinn á um 45.000 dollara, en saga þessa tiltekna eintaks mun að líkum tífalda verð hans á uppboðinu sem haldið verður í Ft. Lauderdale í Flórída. Brot úr myndinni The Hunter má sjá í meðfylgjandi myndskeiði.
Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent