Af hverju seljast ekki dísilbílar í Bandaríkjunum? 3. febrúar 2013 12:30 Skortur á samkeppni leiddi til frjálslegrar verðlagningar. Bandaríkin ættu að vera heimavígi díselolíunnar. Dísilvélar ættu einmitt að henta Bandaríkjamönnum best, því þar aka bíleigendur langar vegalengdir eftir beinum og breiðum hraðbrautum og við slíkar aðstæður eru dísilvélar á heimavelli, á lágum snúningi og eyða litlu. En af hverju keyra svo til allir íbúar Bandaríkjanna á bensínbílum? Skýringin er sú að fáar eldsneytisstöðvar hafa gegnum tíðina boðið dísilolíu og fyrir vikið hefur engin verðsamkeppni myndast á dísilolíu og það hefur leitt til frjálslegrar og hressilegrar álagningar á henni. Nokkuð fáránleg skýring, en sönn engu að síður. Þessa skýringu mátti finna í mörgum löndum Evrópu fyrir um 30 árum síðan og því má segja að Bandaríkjamenn séu þremur áratugum á eftir tímanum hvað þetta varðar. Framboð á dísilolíu hefur aukist þar undanfarið eftir að þeir gerðu sér grein fyrir kostum dísilvéla í fólksbílum en mjög langt er í land að þeir jafni það hlutfall sem er í Evrópu milli dísilbíla og bensínbíla. Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Bjósti ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Falla frá bröttum gjaldskrárhækkunum eftir ábendingar foreldra Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent
Skortur á samkeppni leiddi til frjálslegrar verðlagningar. Bandaríkin ættu að vera heimavígi díselolíunnar. Dísilvélar ættu einmitt að henta Bandaríkjamönnum best, því þar aka bíleigendur langar vegalengdir eftir beinum og breiðum hraðbrautum og við slíkar aðstæður eru dísilvélar á heimavelli, á lágum snúningi og eyða litlu. En af hverju keyra svo til allir íbúar Bandaríkjanna á bensínbílum? Skýringin er sú að fáar eldsneytisstöðvar hafa gegnum tíðina boðið dísilolíu og fyrir vikið hefur engin verðsamkeppni myndast á dísilolíu og það hefur leitt til frjálslegrar og hressilegrar álagningar á henni. Nokkuð fáránleg skýring, en sönn engu að síður. Þessa skýringu mátti finna í mörgum löndum Evrópu fyrir um 30 árum síðan og því má segja að Bandaríkjamenn séu þremur áratugum á eftir tímanum hvað þetta varðar. Framboð á dísilolíu hefur aukist þar undanfarið eftir að þeir gerðu sér grein fyrir kostum dísilvéla í fólksbílum en mjög langt er í land að þeir jafni það hlutfall sem er í Evrópu milli dísilbíla og bensínbíla.
Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Bjósti ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Falla frá bröttum gjaldskrárhækkunum eftir ábendingar foreldra Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent