Nýr Toyota RAV4 í mars 2. febrúar 2013 09:00 Fjórða kynslóð Toyota RAV4 Varadekkið hverfur á afturhleranum og hann opnast upp en ekki til hliðar. Toyota RAV4 er einn mest seldi jepplingur á Íslandi og eflaust margir kátir eigendur þess bíls sem bíða spenntir eftir nýrri fjórðu kynslóð bílsins sem kemur til landsins í mars. Oft hefur RAV4 bíll Toyota verið talinn talinn sá bíll er ruddi brautina fyrir jepplinga, en sá flokkur bíla er sá er hraðast vex í heiminum nú. Bíllinn verður með 2,5 lítra fjögurra strokka vél sem skilar 176 hestöflum, 26 hestöflum meira en í RAV4 í dag. Sjálfskiptingin verður 6 gíra. Bíllinn verður lægri til þaksins og allur sportlegri. Ein mest afgerandi breytingin á bílnum er að varadekkið á afturhleranum hverfur og hlerinn mun ekki opnast til hliðar heldur upp. Mikil breyting er á innanrými bílsins og fullyrða má að hann er mun fagurri en forverinn. Sex tommu upplýsingaskjár með innbyggðri bakkmyndavél verður staðalbúnaður í bílnum. Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent
Varadekkið hverfur á afturhleranum og hann opnast upp en ekki til hliðar. Toyota RAV4 er einn mest seldi jepplingur á Íslandi og eflaust margir kátir eigendur þess bíls sem bíða spenntir eftir nýrri fjórðu kynslóð bílsins sem kemur til landsins í mars. Oft hefur RAV4 bíll Toyota verið talinn talinn sá bíll er ruddi brautina fyrir jepplinga, en sá flokkur bíla er sá er hraðast vex í heiminum nú. Bíllinn verður með 2,5 lítra fjögurra strokka vél sem skilar 176 hestöflum, 26 hestöflum meira en í RAV4 í dag. Sjálfskiptingin verður 6 gíra. Bíllinn verður lægri til þaksins og allur sportlegri. Ein mest afgerandi breytingin á bílnum er að varadekkið á afturhleranum hverfur og hlerinn mun ekki opnast til hliðar heldur upp. Mikil breyting er á innanrými bílsins og fullyrða má að hann er mun fagurri en forverinn. Sex tommu upplýsingaskjár með innbyggðri bakkmyndavél verður staðalbúnaður í bílnum.
Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent