Næsti Golf R með 268 hestöfl 13. febrúar 2013 13:15 Nýr Golf R. En kemur RS útgáfa í kjölfarið með 370 hestafla vél? Verður öflugasti Golf sem framleiddur hefur verið - mun léttast um 100 kíló. Ekki er langt síðan sjöunda kynslóð Volkswagen Golf kom á markað og með nýrri kynslóð bílsins er ávallt stutt í GTI útfærslu hans og enn öflugri R útfærslu bílsins, sem margir bíða með eftirvæntingu eftir. Nýr Golf R verður kynntur á bílasýningunni í Frankfurt í september og verður til sölu í byrjun næsta árs. Engu að síður er farið að spyrjast út hvernig hann verður vopnaður. Hann verður áfram með tveggja lítra túrbínuvél sem skilar nú 268 hestöflum og græðir 12 hestöfl frá núverandi gerð. Bíllinn verður því öflugasti Golf sem framleiddur hefur verið. Hann á að komast í hundraðið á 5 sekúndum sléttum. Hann fær að auki Haldex 5 fjórhjóladrif, 6 gíra DSG sjálfskiptingu, 4 pústurrör, en mun samt léttast um 100 kíló. Heyrst hefur af hugmyndum Volkswagen um RS gerð Golf sem fengi sömu 5 strokka vélina og er í Audi RS3, en hún er 370 hestöfl. Já takk! Mest lesið Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Þorgerður Katrín í Úkraínu Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent
Verður öflugasti Golf sem framleiddur hefur verið - mun léttast um 100 kíló. Ekki er langt síðan sjöunda kynslóð Volkswagen Golf kom á markað og með nýrri kynslóð bílsins er ávallt stutt í GTI útfærslu hans og enn öflugri R útfærslu bílsins, sem margir bíða með eftirvæntingu eftir. Nýr Golf R verður kynntur á bílasýningunni í Frankfurt í september og verður til sölu í byrjun næsta árs. Engu að síður er farið að spyrjast út hvernig hann verður vopnaður. Hann verður áfram með tveggja lítra túrbínuvél sem skilar nú 268 hestöflum og græðir 12 hestöfl frá núverandi gerð. Bíllinn verður því öflugasti Golf sem framleiddur hefur verið. Hann á að komast í hundraðið á 5 sekúndum sléttum. Hann fær að auki Haldex 5 fjórhjóladrif, 6 gíra DSG sjálfskiptingu, 4 pústurrör, en mun samt léttast um 100 kíló. Heyrst hefur af hugmyndum Volkswagen um RS gerð Golf sem fengi sömu 5 strokka vélina og er í Audi RS3, en hún er 370 hestöfl. Já takk!
Mest lesið Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Þorgerður Katrín í Úkraínu Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent