Þýskir bílaframleiðendur virkja vindinn 24. febrúar 2013 19:02 Mikið rafmagn þarf við smíði þýsku bílanna og það vilja þeir útvega sjálfir Volkswagen notar meira rafmagn en notað er á allri eyjunni Jamaika. Allir stóru þýsku bílaframleiðendurnir hafa sett upp eða eru nú að setja upp vindmyllur til að drífa áfram bílaverksmiðjur sínar. Ástæða þess er áætlun Angelu Merkel kanslara Þýskalands að loka öllum kjarnorkuverum í landinu. Fjórar stórar vindmyllur munu brátt útvega fjórðung þess rafmagns sem ein af verksmiðjum BMW þarf til smíði X1 jepplingsins og brátt i3 rafmagnsbíls BMW. Mercedes Benz er einnig að setja upp vindmyllur fyrir eina af trukkaverksmiðjum sínum og Volkswagen er nú að setja upp a.m.k. fimm vindmyllur í sama tilgangi. Rafmagn hefur hækkað í verði og mun enn hækka eftir því sem áætlunin um afnám kjarnorkuveranna fer fram. Það hefur leitt til þess að mörg fyrirtæki í framleiðslugeiranum í Þýskalandi hefur sett upp eða mun setja upp eigin vindmyllur. Það hefur einnig þann kost að vera ekki háður öðrum og að bilanir í dreifikerfi komi niður á framleiðslu. Verð á rafmagni til framleiðenda í Þýskalandi er mun hærra en í nágrannalöndunum í Evrópu. Ennþá lægra er það þó í Bandaríkjunum. Auk vindmylla hafa Volkswagen og Mercedes Benz sett upp eigin raforkustöðvar sem fá orku sína úr jarðgasi. Kostnaður þess rafmagns er mun lægra en ef fyrirtækin hefðu keypt rafmagn í hinu almenna dreifikerfi. Það er því á margan hátt sem þýskir bílaframleiðendur þurfa að bregðast við áætluninni um afnám kjarnorkuvera og þess hærra raforkuverðs sem af því hlýst. Bílaframleiðendurnir eru sannarlega stórnotendur á rafmagni og sem dæmi notar Volkswagen meira rafmagn en notað er á allri Jamaika eyjunni. Mest lesið Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Þorgerður Katrín í Úkraínu Innlent Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Innlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Erlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Trump yngri á leið til Grænlands Erlent Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent
Volkswagen notar meira rafmagn en notað er á allri eyjunni Jamaika. Allir stóru þýsku bílaframleiðendurnir hafa sett upp eða eru nú að setja upp vindmyllur til að drífa áfram bílaverksmiðjur sínar. Ástæða þess er áætlun Angelu Merkel kanslara Þýskalands að loka öllum kjarnorkuverum í landinu. Fjórar stórar vindmyllur munu brátt útvega fjórðung þess rafmagns sem ein af verksmiðjum BMW þarf til smíði X1 jepplingsins og brátt i3 rafmagnsbíls BMW. Mercedes Benz er einnig að setja upp vindmyllur fyrir eina af trukkaverksmiðjum sínum og Volkswagen er nú að setja upp a.m.k. fimm vindmyllur í sama tilgangi. Rafmagn hefur hækkað í verði og mun enn hækka eftir því sem áætlunin um afnám kjarnorkuveranna fer fram. Það hefur leitt til þess að mörg fyrirtæki í framleiðslugeiranum í Þýskalandi hefur sett upp eða mun setja upp eigin vindmyllur. Það hefur einnig þann kost að vera ekki háður öðrum og að bilanir í dreifikerfi komi niður á framleiðslu. Verð á rafmagni til framleiðenda í Þýskalandi er mun hærra en í nágrannalöndunum í Evrópu. Ennþá lægra er það þó í Bandaríkjunum. Auk vindmylla hafa Volkswagen og Mercedes Benz sett upp eigin raforkustöðvar sem fá orku sína úr jarðgasi. Kostnaður þess rafmagns er mun lægra en ef fyrirtækin hefðu keypt rafmagn í hinu almenna dreifikerfi. Það er því á margan hátt sem þýskir bílaframleiðendur þurfa að bregðast við áætluninni um afnám kjarnorkuvera og þess hærra raforkuverðs sem af því hlýst. Bílaframleiðendurnir eru sannarlega stórnotendur á rafmagni og sem dæmi notar Volkswagen meira rafmagn en notað er á allri Jamaika eyjunni.
Mest lesið Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Þorgerður Katrín í Úkraínu Innlent Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Innlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Erlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Trump yngri á leið til Grænlands Erlent Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent