Verkvit Þjóðverja í hnotskurn Finnur Thorlacius skrifar 5. mars 2013 08:45 Sjöunda kynslóð Golf hefur lést um 100 kíló og akstureiginleikarnir batnað eftir því. Volkswagen Golf á sér sér sjálfstæða og einstaka sögu í bílaheiminum. Hann hefur verið framleiðslu í 40 ár og hefur selst í 30 milljón eintökum. Á sínum tíma leysti hann af hólmi annan einkar sögufrægan bíl, Volkswagen Bjöllu, sem reyndar aftur var hafin framleiðsla á síðar. Nú kemur Golf fram af sjöunda kynslóð og var hann fyrst kynntur í Evrópu á haust. Þar sem sjötta kynslóð bílsins kom fram árið 2008 liðu ekki einu sinni 5 ár á milli kynslóða, sem þykir lítið og ber vott um hraða þróun Volkswagen á bílum sínum.Lítil útlitsbreyting en allt annar bíll Sumt breytist lítið og annað mikið með tilkomu nýja bílsins. Útlitslega breytist hann lítið og margir hafa vafalaust spurt sig hvort þarna sé ekki á ferðinni sami bíll. Svo er þó ekki ef betur er að gáð. Hann er lengri, breiðari og lægri. Hann hefur fengið mýkri línur og auðséð talsvert lengra húdd. Hann er því rennilegri og sportlegri fyrir vikið og breytt nef og grill spilar þar með. Allra stærsta breytingin er ekki sjáanleg en nýi bíllinn er byggður á nýja MQB undirvagninum eins og flestar gerðir Volkswagen bíla og það hefur létt bílinn um 100 kíló. Munar um minna. Önnur veigamikil en ekki áberandi breyting er að framhjólin hafa verið færð 4,3 cm fram og og farþegarýmið færst aftur sem því nemur. Af hverju, jú til að bæta akstureiginleika bílsins.Litlar en öflugar vélar Vélarnar sem í boði eru hér á landi eru þær sömu og í síðustu kynslóð bílsins, eða 1,4 l. TSI bensínvél sem er 122 hestöfl og 1,6 l. TDI díselvél, 105 hestöfl. Fyrir millistærðarfjölskyldubíl eru þetta vélar með lítið sprengirými, en samt ótrúlega öflugar og góðar. Bílum með báðum þessum vélum var reynsluekið og komu þeir báðir á óvart fyrir getu. Bensínbíllinn var með 7 gíra DSG sjálfskiptingu, sem er hreint út sagt geggjuð, en dísilbíllinn með góðri 6 gíra beinskiptingu. DSG Sjálfskiptingin nýtir svo vel afl vélarinnar að þegar borinn var samanvið annar nýr bíll með fleiri hestöflum reyndist Golfinn sneggri. Því eru hestöfl ekki allt, stundum er snúningsjafnvægið og það hvernig skiptingin skilar afli til hjólanna afar mikilvægt. Díselvélin er mjög sparneytin, togið gott og uppgefin eyðsla í blönduðum akstri 3,8 lítrar. Í fjörlegum reynsluakstri eingöngu innanbæjar þar sem allir kostir bílsins voru framkallaðir var eyðslan 5,5 lítrar. Ef bensínbílnum er hinsvegar rösklega ekið rýkur eyðsla hans upp. Ástæða þessa er túrbínan sem sturtar inn bensíni ef bensínfóturinn er þungur. Uppgefin eyðsla bensínbílsins er 5,2 og í innanbæjarakstri 6,6. Við mjög líflegan akstur fór hann þó fljótt í um 9 lítra. Það reyndist hinsvegar ekkert mál að kalla fram uppgefna eyðslu við hóflegan akstur. Von er á Golf í BlueMotion útfærslu og sá bíll eyðir aðeins 3,2 lítrum og mengar 85 g CO2.Enn betri aksturseiginleikar Aksturseiginleilar Golf eru óumdeildir sem ávallt en samt er þessi nýi bíll nokkru betri en forverinn og skiptir þar miklu máli hversu mikið bíllinn hefur lést, nýr undirvagn og hversu mikið framhjólin hafa færst fram. Bílnum má henda hratt inní beygjur og hringtorg og veggripið er fínt. Það finnst hve stífur og vel smíðaður bíllinn er og rímar það vel við allt sem ber fyrir augu í bílnum. Að innan er Golf samur við sig, stílhreinn, einfaldur, falleg stjórntæki, góð efnisnotkun og umfram flest annað, vel smíðaður. Takkaflóð er það síðasta sem hægt er að segja um mælaborðið og er það mest að þakka fallegum 5,8 tommu snertiskjánum þar sem stjórna flestum aðgerðum í bílnum. Hann setur mjög flottan svip á mælaborðið og er einstaklega einfaldur í notkun. Öll innréttingin er stílhrein og flott en það sem meira máli skiptir er aukið rými í bílnum. Hann hefur jú stækkað á alla kanta og fótarými er orðið ári gott fyrir aftursætisfarþega og skottið hefur stækkað um 30 lítra. Einhvernveginn er sérlega auðvelt að finna rétta akstursstöðu í bílnum og stillanlegt stýri og góð sætin hjálpa mikið þar um. Staðalbúnaður í bílnum er með því besta sem gerist í þessum stærðar- og verðflokki. Eitt af því sem kemur hvað mest á óvart er dúndurgott hljóðkerfi með 8 hátölurum.Hóflega verðlagður Það var verðugt verkefni fyrir Volkswagen að bæta verulega sjöttu kynslóð Golf en það tókst með bravör. Hér er kominn enn vandaðari bíll með betri aksturseiginleika, lægri eyðslu, meira innanrými, nákvæmari stýringu, vandaðri innréttingu og svo mætti lengi áfram telja. Það er ekki að spyrja að verkviti Þjóðverjanna. Einn stór kosturinn enn við Golf er hversu hóflega verðlagður hann er hér á landi og nærri má segja að heimamenn í Þýskalandi fái ekki mikið lægra verð. Golfinn er og verður áfram mjög góður kostur. Kostir: Góðir aksturseiginleikar, vönduð smíði, lágt verð Ókostir: Lágstemmd útlitshönnun, of margir eigendur! 1,4 bensínvél, 122 hestöfl Framhjóladrif Eyðsla: 5,2 l./100 km í bl. akstri Mengun: 120 g/km CO2 Hröðun: 9,3 sek. Hámarkshraði: 203 km/klst Verð: 3.490.000 kr. Umboð: Hekla Mest lesið Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti Innlent Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Innlent Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Erlent Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Erlent Bið eftir aðgerð vegna hálkuslyss óboðleg af hálfu kerfisins Innlent
Sjöunda kynslóð Golf hefur lést um 100 kíló og akstureiginleikarnir batnað eftir því. Volkswagen Golf á sér sér sjálfstæða og einstaka sögu í bílaheiminum. Hann hefur verið framleiðslu í 40 ár og hefur selst í 30 milljón eintökum. Á sínum tíma leysti hann af hólmi annan einkar sögufrægan bíl, Volkswagen Bjöllu, sem reyndar aftur var hafin framleiðsla á síðar. Nú kemur Golf fram af sjöunda kynslóð og var hann fyrst kynntur í Evrópu á haust. Þar sem sjötta kynslóð bílsins kom fram árið 2008 liðu ekki einu sinni 5 ár á milli kynslóða, sem þykir lítið og ber vott um hraða þróun Volkswagen á bílum sínum.Lítil útlitsbreyting en allt annar bíll Sumt breytist lítið og annað mikið með tilkomu nýja bílsins. Útlitslega breytist hann lítið og margir hafa vafalaust spurt sig hvort þarna sé ekki á ferðinni sami bíll. Svo er þó ekki ef betur er að gáð. Hann er lengri, breiðari og lægri. Hann hefur fengið mýkri línur og auðséð talsvert lengra húdd. Hann er því rennilegri og sportlegri fyrir vikið og breytt nef og grill spilar þar með. Allra stærsta breytingin er ekki sjáanleg en nýi bíllinn er byggður á nýja MQB undirvagninum eins og flestar gerðir Volkswagen bíla og það hefur létt bílinn um 100 kíló. Munar um minna. Önnur veigamikil en ekki áberandi breyting er að framhjólin hafa verið færð 4,3 cm fram og og farþegarýmið færst aftur sem því nemur. Af hverju, jú til að bæta akstureiginleika bílsins.Litlar en öflugar vélar Vélarnar sem í boði eru hér á landi eru þær sömu og í síðustu kynslóð bílsins, eða 1,4 l. TSI bensínvél sem er 122 hestöfl og 1,6 l. TDI díselvél, 105 hestöfl. Fyrir millistærðarfjölskyldubíl eru þetta vélar með lítið sprengirými, en samt ótrúlega öflugar og góðar. Bílum með báðum þessum vélum var reynsluekið og komu þeir báðir á óvart fyrir getu. Bensínbíllinn var með 7 gíra DSG sjálfskiptingu, sem er hreint út sagt geggjuð, en dísilbíllinn með góðri 6 gíra beinskiptingu. DSG Sjálfskiptingin nýtir svo vel afl vélarinnar að þegar borinn var samanvið annar nýr bíll með fleiri hestöflum reyndist Golfinn sneggri. Því eru hestöfl ekki allt, stundum er snúningsjafnvægið og það hvernig skiptingin skilar afli til hjólanna afar mikilvægt. Díselvélin er mjög sparneytin, togið gott og uppgefin eyðsla í blönduðum akstri 3,8 lítrar. Í fjörlegum reynsluakstri eingöngu innanbæjar þar sem allir kostir bílsins voru framkallaðir var eyðslan 5,5 lítrar. Ef bensínbílnum er hinsvegar rösklega ekið rýkur eyðsla hans upp. Ástæða þessa er túrbínan sem sturtar inn bensíni ef bensínfóturinn er þungur. Uppgefin eyðsla bensínbílsins er 5,2 og í innanbæjarakstri 6,6. Við mjög líflegan akstur fór hann þó fljótt í um 9 lítra. Það reyndist hinsvegar ekkert mál að kalla fram uppgefna eyðslu við hóflegan akstur. Von er á Golf í BlueMotion útfærslu og sá bíll eyðir aðeins 3,2 lítrum og mengar 85 g CO2.Enn betri aksturseiginleikar Aksturseiginleilar Golf eru óumdeildir sem ávallt en samt er þessi nýi bíll nokkru betri en forverinn og skiptir þar miklu máli hversu mikið bíllinn hefur lést, nýr undirvagn og hversu mikið framhjólin hafa færst fram. Bílnum má henda hratt inní beygjur og hringtorg og veggripið er fínt. Það finnst hve stífur og vel smíðaður bíllinn er og rímar það vel við allt sem ber fyrir augu í bílnum. Að innan er Golf samur við sig, stílhreinn, einfaldur, falleg stjórntæki, góð efnisnotkun og umfram flest annað, vel smíðaður. Takkaflóð er það síðasta sem hægt er að segja um mælaborðið og er það mest að þakka fallegum 5,8 tommu snertiskjánum þar sem stjórna flestum aðgerðum í bílnum. Hann setur mjög flottan svip á mælaborðið og er einstaklega einfaldur í notkun. Öll innréttingin er stílhrein og flott en það sem meira máli skiptir er aukið rými í bílnum. Hann hefur jú stækkað á alla kanta og fótarými er orðið ári gott fyrir aftursætisfarþega og skottið hefur stækkað um 30 lítra. Einhvernveginn er sérlega auðvelt að finna rétta akstursstöðu í bílnum og stillanlegt stýri og góð sætin hjálpa mikið þar um. Staðalbúnaður í bílnum er með því besta sem gerist í þessum stærðar- og verðflokki. Eitt af því sem kemur hvað mest á óvart er dúndurgott hljóðkerfi með 8 hátölurum.Hóflega verðlagður Það var verðugt verkefni fyrir Volkswagen að bæta verulega sjöttu kynslóð Golf en það tókst með bravör. Hér er kominn enn vandaðari bíll með betri aksturseiginleika, lægri eyðslu, meira innanrými, nákvæmari stýringu, vandaðri innréttingu og svo mætti lengi áfram telja. Það er ekki að spyrja að verkviti Þjóðverjanna. Einn stór kosturinn enn við Golf er hversu hóflega verðlagður hann er hér á landi og nærri má segja að heimamenn í Þýskalandi fái ekki mikið lægra verð. Golfinn er og verður áfram mjög góður kostur. Kostir: Góðir aksturseiginleikar, vönduð smíði, lágt verð Ókostir: Lágstemmd útlitshönnun, of margir eigendur! 1,4 bensínvél, 122 hestöfl Framhjóladrif Eyðsla: 5,2 l./100 km í bl. akstri Mengun: 120 g/km CO2 Hröðun: 9,3 sek. Hámarkshraði: 203 km/klst Verð: 3.490.000 kr. Umboð: Hekla
Mest lesið Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti Innlent Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Innlent Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Erlent Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Erlent Bið eftir aðgerð vegna hálkuslyss óboðleg af hálfu kerfisins Innlent