Telur samstarf við Sjálfstæðisflokkinn ósennilegt Þorbjörn Þórðarson skrifar 3. mars 2013 23:08 Varaformaður Samfylkingarinnar telur stjórnarsamstarf við Sjálfstæðisflokkinn ósennilegt ef flokkurinn gerir skýlausa kröfu um að aðildarviðræðum við ESB verði ekki haldið áfram nema að lokinni sérstakri þjóðaratkvæðagreiðslu. Hún segir samstarf til miðju og vinstri vera fyrsta valkost að loknum kosningum. Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur eru aftur orðnir turnarnir tveir í íslenskum stjórnmálum, ef eitthvað er að marka skoðanakannanir. Í könnun Stöðvar 2 og Fréttablaðsins á Föstudag mældust þessir tveir flokkar með samanlagt 55 prósenta fylgi. Eins og fylgi Sjálfstæðisflokksins hefur verið að þróast að undanförnu er talið nær útilokað að hægt verði að mynda tveggja flokka stjórn án þátttöku flokksins, en hann hefur verið að mælast með 28-37 prósenta fylgi í könnunum síðustu mánuði. Þess skal getið að Sjálfstæðisflokkurinn mælist ávallt með meira fylgi í könnunum en í kosningum, öfugt við Framsóknarflokkinn. Í ljósi ályktunar landsfundar Sjálfstæðisflokksins um Evrópumál, þar sem flokkurinn ályktaði að hætta bæri viðræðum við ESB, er eðlilegt að menn spyrji hvort Sjálfstæðisflokkur og Samfylkingin geti yfirleitt starfað saman að loknum kosningum. Í ályktun landsfundar Sjálfstæðisflokksins segir orðrétt: „(A)ðildarviðræðum við ESB verði hætt og þær ekki teknar upp aftur nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu." Katrín Júlíusdóttir, fjármála- og efnahagsráðherra og varaformaður Samfylkingarinnar er gestur okkar í nýjasta þætti Klinksins. Hvað myndi Katrín segja ef Sjálfstæðisflokkurinn byði Samfylkingunni í ríkisstjórn gegn því að fara í sérstaka þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhald viðræðna? „Ég ætla ekki að útiloka neitt, en það er spurning hvort maður hafi ekki annað val sem fyrsta val. Og fyrsta val er ekki að fara í viðræður við þá sem hafa algjörlega lokað á það að halda þessum Evrópuleiðangri áfram."Er þá ekki fyrsta val Björt framtíð og Vinstri grænir? „Ég hef sagt áður að fyrsta val er að starfa með miðju og til vinstri." Katrín segist ekki getað talað fyrir starfsbræður sína í þingflokki Samfylkingarinnar en segjast telja ósennilegt að sátt myndi skapast í þingflokknum um tvöfalda þjóðaratkvæðagreiðslu.En er eitthvað að óttast í þeim efnum, þ.e að halda sérstaka þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhald viðræðna? „Það er í raun og veru ekkert að óttast í sjálfu sér en mér þykir eðlilegra að fólk fái að kjósa um einhverja niðurstöðu. Að fólk hafi eitthvað fyrir framan sig sem það er að kjósa um," segir Katrín Júlíusdóttir í Klinkinu. Kosningar 2013 Mest lesið Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Sjá meira
Varaformaður Samfylkingarinnar telur stjórnarsamstarf við Sjálfstæðisflokkinn ósennilegt ef flokkurinn gerir skýlausa kröfu um að aðildarviðræðum við ESB verði ekki haldið áfram nema að lokinni sérstakri þjóðaratkvæðagreiðslu. Hún segir samstarf til miðju og vinstri vera fyrsta valkost að loknum kosningum. Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur eru aftur orðnir turnarnir tveir í íslenskum stjórnmálum, ef eitthvað er að marka skoðanakannanir. Í könnun Stöðvar 2 og Fréttablaðsins á Föstudag mældust þessir tveir flokkar með samanlagt 55 prósenta fylgi. Eins og fylgi Sjálfstæðisflokksins hefur verið að þróast að undanförnu er talið nær útilokað að hægt verði að mynda tveggja flokka stjórn án þátttöku flokksins, en hann hefur verið að mælast með 28-37 prósenta fylgi í könnunum síðustu mánuði. Þess skal getið að Sjálfstæðisflokkurinn mælist ávallt með meira fylgi í könnunum en í kosningum, öfugt við Framsóknarflokkinn. Í ljósi ályktunar landsfundar Sjálfstæðisflokksins um Evrópumál, þar sem flokkurinn ályktaði að hætta bæri viðræðum við ESB, er eðlilegt að menn spyrji hvort Sjálfstæðisflokkur og Samfylkingin geti yfirleitt starfað saman að loknum kosningum. Í ályktun landsfundar Sjálfstæðisflokksins segir orðrétt: „(A)ðildarviðræðum við ESB verði hætt og þær ekki teknar upp aftur nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu." Katrín Júlíusdóttir, fjármála- og efnahagsráðherra og varaformaður Samfylkingarinnar er gestur okkar í nýjasta þætti Klinksins. Hvað myndi Katrín segja ef Sjálfstæðisflokkurinn byði Samfylkingunni í ríkisstjórn gegn því að fara í sérstaka þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhald viðræðna? „Ég ætla ekki að útiloka neitt, en það er spurning hvort maður hafi ekki annað val sem fyrsta val. Og fyrsta val er ekki að fara í viðræður við þá sem hafa algjörlega lokað á það að halda þessum Evrópuleiðangri áfram."Er þá ekki fyrsta val Björt framtíð og Vinstri grænir? „Ég hef sagt áður að fyrsta val er að starfa með miðju og til vinstri." Katrín segist ekki getað talað fyrir starfsbræður sína í þingflokki Samfylkingarinnar en segjast telja ósennilegt að sátt myndi skapast í þingflokknum um tvöfalda þjóðaratkvæðagreiðslu.En er eitthvað að óttast í þeim efnum, þ.e að halda sérstaka þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhald viðræðna? „Það er í raun og veru ekkert að óttast í sjálfu sér en mér þykir eðlilegra að fólk fái að kjósa um einhverja niðurstöðu. Að fólk hafi eitthvað fyrir framan sig sem það er að kjósa um," segir Katrín Júlíusdóttir í Klinkinu.
Kosningar 2013 Mest lesið Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Sjá meira