Top Gear móðgar enn einn hópinn Finnur Thorlacius skrifar 1. mars 2013 11:00 Birti mynd af dauðri mús sem ekið hafði verið óvart yfir og móðgaði með því PETA. Listinn yfir fólk, samtök og heilu þjóðirnar sem Jeremy Clarkson úr Top Gear hefur móðgað í þáttunum gegnum tíðina virðist endalaus. Á honum eru Mexíkó, kristnir, Múslimar, ríkisstjórn Rúmeníu, umhverfissinnar, konur, Pólland, Skotland, skátar, Kaþólikkar, Tesla, Englendingar, fjölskylduráðgjafar, stéttarfélög, Indverjar, Walesverjar, fatlaðir, krabbameinssjúkir, blökkumenn, bandaríska þjóðin og tölvuhakkarar. En nú hefur Clarkson bætt einum samtökum á þennan lista, þ.e. PETA dýraverndunarsamtökunum, sem eru reyndar nokkuð auðmóðguð. Samtökin hafa fordæmt mynd sem Clarkson setti á Twitter af dauðri mús sem ekið hafði verið óvart yfir við þáttagerð Top Gear í Rússlandi. Líklega mun annar hópur fólks einnig vera sármóðgaður yfir annarri mynd sem Clarkson setti á Twitter. Á henni sést borð þakið glösum, öskubakki og logandi sígaretta. Sá hópur sem gæti móðgast yfir þessu er þá væntanlega baráttuhópur fyrir því að borð séu notuð undir mat og að fólk eigi rétt á því að borða og drekka án sígarettureyks. Mest lesið Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent The Vivienne er látin Erlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Mikið álag vegna inflúensu Innlent Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent
Birti mynd af dauðri mús sem ekið hafði verið óvart yfir og móðgaði með því PETA. Listinn yfir fólk, samtök og heilu þjóðirnar sem Jeremy Clarkson úr Top Gear hefur móðgað í þáttunum gegnum tíðina virðist endalaus. Á honum eru Mexíkó, kristnir, Múslimar, ríkisstjórn Rúmeníu, umhverfissinnar, konur, Pólland, Skotland, skátar, Kaþólikkar, Tesla, Englendingar, fjölskylduráðgjafar, stéttarfélög, Indverjar, Walesverjar, fatlaðir, krabbameinssjúkir, blökkumenn, bandaríska þjóðin og tölvuhakkarar. En nú hefur Clarkson bætt einum samtökum á þennan lista, þ.e. PETA dýraverndunarsamtökunum, sem eru reyndar nokkuð auðmóðguð. Samtökin hafa fordæmt mynd sem Clarkson setti á Twitter af dauðri mús sem ekið hafði verið óvart yfir við þáttagerð Top Gear í Rússlandi. Líklega mun annar hópur fólks einnig vera sármóðgaður yfir annarri mynd sem Clarkson setti á Twitter. Á henni sést borð þakið glösum, öskubakki og logandi sígaretta. Sá hópur sem gæti móðgast yfir þessu er þá væntanlega baráttuhópur fyrir því að borð séu notuð undir mat og að fólk eigi rétt á því að borða og drekka án sígarettureyks.
Mest lesið Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent The Vivienne er látin Erlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Mikið álag vegna inflúensu Innlent Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent