Fjórðungsaukning í bílasölu á árinu Finnur Thorlacius skrifar 9. apríl 2013 08:24 Sala á nýjum bílum hefur vaxið um 24,5% það sem af er ári Toyota söluhæsta merkið - Hekla söluhæsta umboðið - Benz söluhæsta lúxusmerkið. Margir hafa eflaust vonast eftir enn fjörugri sölu nýrra fólksbíla í byrjun árs en nú er raunin. Engu að síður hafa selst 1.333 bílar þessa fyrstu 3 mánuði og þar af 493 í nýliðnum mars. Þessi sala er 24,5% meiri en á sama tíma í fyrra, en þá seldust 1.071 bílar fyrstu 3 mánuði ársins. Meiri aukning sást eftir fyrstu tvo mánuði ársins en nú eftir þrjá. Því hefur örlítið hægt á þeirri ágætu aukningu sem sást í byrjun árs. Búast má við stærri sölumánuðum á næstunni með tilkomu fleiri bílaleigubíla, hækkandi sól og endurreikninga bankanna á bílalánum.Toyota söluhæsta merkiðEins og oft áður er Toyota söluhæsta bílamerkið með 170 selda bíla. Rétt á eftir kemur Volkswagen með 167 bíla og í þriðja sæti Chevrolet með 137 bíla selda. Þar á eftir koma svo Skoda með 113 bíla, Honda og Kia bæði með 94, Hyundai með 91, Ford 69, Suzuki 48, Mazda 42 og Nissan með 37.Hekla söluhæsta umboðiðAf einstaka umboðum er Hekla söluhæst með 321 seldan bíl, BL hefur selt 242 bíla og Toyota/Lexus 176 bíla. Brimborg hefur selt 151 bíl, Bílabúð Benna 138, Askja 127, Bernhard 103 og Suzuki 48 bíla. Söluhlutdeild Heklu er því 24%, BL er með 18% markaðarins, Toyota 13%, Brimborg 11% og Bílabúð Benna 10% og Askja örlitlu minna.Benz hæstir lúxusmerkjaSala lúxusbíla er eðli efnahagsins vegna ekki stórkotleg en samt hafa selst 33 Mercedes Benz bílar, Audi bílar eru 32, Volvo 19, BMW 16, Land Rover 12, Lexus 6 talsins og Porsche 1. Að auki hafa 22 Toyota Land Cruiser 150 bílar selst og 5 Land Cruiser af 200 gerð. Þessir bílar eru heldur ekki af ódýrari gerðinni og gætu hæglega fallið þennan flokk. Mest lesið Dómurinn sé vonbrigði og sendi röng skilaboð Innlent „Þetta er bara komið til að vera“ Innlent Bið eftir aðgerð vegna hálkuslyss óboðleg af hálfu kerfisins Innlent Tveir mánuðir fyrir brot gegn barni í búningsklefa Innlent Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Innlent Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Innlent Fyrrverandi þingmenn sækja um sendiherrastöðu Innlent Grautfúl að tapa forsetakosningunum Innlent Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Innlent Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent
Toyota söluhæsta merkið - Hekla söluhæsta umboðið - Benz söluhæsta lúxusmerkið. Margir hafa eflaust vonast eftir enn fjörugri sölu nýrra fólksbíla í byrjun árs en nú er raunin. Engu að síður hafa selst 1.333 bílar þessa fyrstu 3 mánuði og þar af 493 í nýliðnum mars. Þessi sala er 24,5% meiri en á sama tíma í fyrra, en þá seldust 1.071 bílar fyrstu 3 mánuði ársins. Meiri aukning sást eftir fyrstu tvo mánuði ársins en nú eftir þrjá. Því hefur örlítið hægt á þeirri ágætu aukningu sem sást í byrjun árs. Búast má við stærri sölumánuðum á næstunni með tilkomu fleiri bílaleigubíla, hækkandi sól og endurreikninga bankanna á bílalánum.Toyota söluhæsta merkiðEins og oft áður er Toyota söluhæsta bílamerkið með 170 selda bíla. Rétt á eftir kemur Volkswagen með 167 bíla og í þriðja sæti Chevrolet með 137 bíla selda. Þar á eftir koma svo Skoda með 113 bíla, Honda og Kia bæði með 94, Hyundai með 91, Ford 69, Suzuki 48, Mazda 42 og Nissan með 37.Hekla söluhæsta umboðiðAf einstaka umboðum er Hekla söluhæst með 321 seldan bíl, BL hefur selt 242 bíla og Toyota/Lexus 176 bíla. Brimborg hefur selt 151 bíl, Bílabúð Benna 138, Askja 127, Bernhard 103 og Suzuki 48 bíla. Söluhlutdeild Heklu er því 24%, BL er með 18% markaðarins, Toyota 13%, Brimborg 11% og Bílabúð Benna 10% og Askja örlitlu minna.Benz hæstir lúxusmerkjaSala lúxusbíla er eðli efnahagsins vegna ekki stórkotleg en samt hafa selst 33 Mercedes Benz bílar, Audi bílar eru 32, Volvo 19, BMW 16, Land Rover 12, Lexus 6 talsins og Porsche 1. Að auki hafa 22 Toyota Land Cruiser 150 bílar selst og 5 Land Cruiser af 200 gerð. Þessir bílar eru heldur ekki af ódýrari gerðinni og gætu hæglega fallið þennan flokk.
Mest lesið Dómurinn sé vonbrigði og sendi röng skilaboð Innlent „Þetta er bara komið til að vera“ Innlent Bið eftir aðgerð vegna hálkuslyss óboðleg af hálfu kerfisins Innlent Tveir mánuðir fyrir brot gegn barni í búningsklefa Innlent Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Innlent Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Innlent Fyrrverandi þingmenn sækja um sendiherrastöðu Innlent Grautfúl að tapa forsetakosningunum Innlent Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Innlent Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent