Finnst afsökunarbeiðnin ekki sannfærandi Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 12. apríl 2013 19:59 Hildi fannst afsökunarbeiðnin ósannfærandi, en segir að batnandi mönnum sé best að lifa. Ingi Karl Sigríðarson, frambjóðandi Pírata í norðausturkjördæmi, hefur beðið femínistann Hildi Lilliendahl afsökunar á skrifum sínum um hana á Facebook og í athugasemdakerfi Vísis í fyrra. „Það þarf að gefa Hildi lilendal high five með sleggu í andlitið úr bíl á 200km/h,“ var meðal þess sem Ingi Karl skrifaði, en einnig kallaði hann femínista almennt öllum illum nöfnum. Eva Lind Þuríðardóttir, framkvæmdastjóri Pírata, sagði í samtali við Vísi fyrr í kvöld að sér væri brugðið, og oddviti kjördæmis Inga Karls hefði fengið hann á sinn fund. Hann hygðist biðja Hildi afsökunar á ummælunum. Hildur Lilliendahl staðfestir að sér hafi borist afsökunarbeiðni. „Hún barst vissulega,“ segir Hildur, en Ingi Karl sendi hana í gegnum skilaboðakerfi Facebook fyrr í kvöld. „Viðbrögð framboðsins og annarra fulltrúa þess hafa verið mjög jákvæð og full ástæða til að fagna þeim. Mér finnst gott að sjá að þau skuli taka þetta alvarlega. Að því sögðu er þessi afsökunarbeiðni mjög seint fram komin. Það er verið að biðjast afsökunar á ummælum sem féllu fyrir löngu síðan.“ Hildur segir að það að afsökunarbeiðnin berist í dag, eftir að fjölmiðlar hafa fjallað um málið og það hefur verið til umfjöllunar í netheimum, geri það að verkum að sér finnist hún ekki sérlega sannfærandi. „Mér finnst ágætt að fólk reyni að taka ábyrgð á orðum sínum en ég er ekki viss um að þetta sé beinlínis afsökunarbeiðni sem ég get hugsað mér að taka til greina. En batnandi mönnum er best að lifa.“ Kosningar 2013 Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Sjá meira
Ingi Karl Sigríðarson, frambjóðandi Pírata í norðausturkjördæmi, hefur beðið femínistann Hildi Lilliendahl afsökunar á skrifum sínum um hana á Facebook og í athugasemdakerfi Vísis í fyrra. „Það þarf að gefa Hildi lilendal high five með sleggu í andlitið úr bíl á 200km/h,“ var meðal þess sem Ingi Karl skrifaði, en einnig kallaði hann femínista almennt öllum illum nöfnum. Eva Lind Þuríðardóttir, framkvæmdastjóri Pírata, sagði í samtali við Vísi fyrr í kvöld að sér væri brugðið, og oddviti kjördæmis Inga Karls hefði fengið hann á sinn fund. Hann hygðist biðja Hildi afsökunar á ummælunum. Hildur Lilliendahl staðfestir að sér hafi borist afsökunarbeiðni. „Hún barst vissulega,“ segir Hildur, en Ingi Karl sendi hana í gegnum skilaboðakerfi Facebook fyrr í kvöld. „Viðbrögð framboðsins og annarra fulltrúa þess hafa verið mjög jákvæð og full ástæða til að fagna þeim. Mér finnst gott að sjá að þau skuli taka þetta alvarlega. Að því sögðu er þessi afsökunarbeiðni mjög seint fram komin. Það er verið að biðjast afsökunar á ummælum sem féllu fyrir löngu síðan.“ Hildur segir að það að afsökunarbeiðnin berist í dag, eftir að fjölmiðlar hafa fjallað um málið og það hefur verið til umfjöllunar í netheimum, geri það að verkum að sér finnist hún ekki sérlega sannfærandi. „Mér finnst ágætt að fólk reyni að taka ábyrgð á orðum sínum en ég er ekki viss um að þetta sé beinlínis afsökunarbeiðni sem ég get hugsað mér að taka til greina. En batnandi mönnum er best að lifa.“
Kosningar 2013 Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Sjá meira