Íslendingar eiga strax að banna allt laxeldi í sjó Trausti Hafliðason skrifar 26. apríl 2013 12:18 Orri Vigfússon, formaður Verndarsjóðs villtra laxastofna. Orri Vigfússon, formaður Verndarsjóðs villtra laxastofna, segir að slysið við Alta-ána í Noregi þar sem 10 til 15 þúsund laxar sluppu úr sjókví sé víti til varnaðar. Íslendingar verði að hugsa sinn gang í laxeldismálum. Eins og greint var frá á Veiðivísi á miðvikudaginn er talið að 10 til 15 þúsund eldislaxar hafi sloppið úr sjókvíum í Kåfirði við Alta í Noregi. Alta-áin í Finnmörku, sem er ein mesta stórlaxaá veraldar, rennur til sjávar örfáum kílómetrum frá þeim stað sem laxarnir sluppu út. „Þetta er auðvitað alveg hræðilegt og ekkert fiskeldisfyrirtæki virðist hafa hugmynd um hvað gerðist þarna," segir Orri í samtali við Veiðivísi.Hætta á erfðaskemmdum„Við höfum bent á að það vantar allar faglegar reglur um svona mál og það er engin þekking eða reynsla hjá okkur á Íslandi sem er og afar ábótavatn í Noregi. Stóra skemmdin liggur í dvala varðandi erfðaskemmdir og kemur ekki ljós fyrr en eftir 20 til 40 ár. Vandamálið er að ef við bíðum þá verður allt orðið of seint. Við Íslendingar eigum strax að banna allt laxeldi í sjó við strendur landsins og eingöngu að leyfa eldi í smærri stíl í landkerjum þar sem hægt er að hafa stjórn á hlutunum."Stórlaxastofninn við Alta-ána í hættuÍ samtali við Norska ríkisútvarpið (NRK) á þriðjudaginn sagði Hans Kristian Kjeldsberg, hjá Veiðifélagi Alta-árinnar, að þetta væri grafalvarlegt mál ekki síst þar sem þetta væri að gerast rétt áður en villtir laxar gengju upp í ána. Algengt væri að villti laxinn gengi upp ána upp úr miðjum maí. Hans Kristian sagðist óttast að eldislaxarnir fylgdu þeim villtu upp ána og blönduðust þeim síðar meir. Þar með væri hinn heimsfrægi stórlaxastofn Alta-árinnar í hættu.[email protected] Stangveiði Mest lesið Góð bleikjuveiði við Ásgarð Veiði Ný veiðivesti hjá Veiðiflugum Veiði Túnin víða svört af gæs Veiði Ytri Rangá komin í 409 laxa Veiði Fínar bleikjur að veiðast við Kaldárhöfða Veiði Kvíslaveitur að gefa góða veiði þessa dagana Veiði Leita leiða til að aflétta banni Veiði Veiðileyfi í verðlaun í Facebookleik Veiðivísis Veiði 12 laxar á fyrstu vakt í Miðfjarðará Veiði Risaurriði veiddist í Varmá Veiði
Orri Vigfússon, formaður Verndarsjóðs villtra laxastofna, segir að slysið við Alta-ána í Noregi þar sem 10 til 15 þúsund laxar sluppu úr sjókví sé víti til varnaðar. Íslendingar verði að hugsa sinn gang í laxeldismálum. Eins og greint var frá á Veiðivísi á miðvikudaginn er talið að 10 til 15 þúsund eldislaxar hafi sloppið úr sjókvíum í Kåfirði við Alta í Noregi. Alta-áin í Finnmörku, sem er ein mesta stórlaxaá veraldar, rennur til sjávar örfáum kílómetrum frá þeim stað sem laxarnir sluppu út. „Þetta er auðvitað alveg hræðilegt og ekkert fiskeldisfyrirtæki virðist hafa hugmynd um hvað gerðist þarna," segir Orri í samtali við Veiðivísi.Hætta á erfðaskemmdum„Við höfum bent á að það vantar allar faglegar reglur um svona mál og það er engin þekking eða reynsla hjá okkur á Íslandi sem er og afar ábótavatn í Noregi. Stóra skemmdin liggur í dvala varðandi erfðaskemmdir og kemur ekki ljós fyrr en eftir 20 til 40 ár. Vandamálið er að ef við bíðum þá verður allt orðið of seint. Við Íslendingar eigum strax að banna allt laxeldi í sjó við strendur landsins og eingöngu að leyfa eldi í smærri stíl í landkerjum þar sem hægt er að hafa stjórn á hlutunum."Stórlaxastofninn við Alta-ána í hættuÍ samtali við Norska ríkisútvarpið (NRK) á þriðjudaginn sagði Hans Kristian Kjeldsberg, hjá Veiðifélagi Alta-árinnar, að þetta væri grafalvarlegt mál ekki síst þar sem þetta væri að gerast rétt áður en villtir laxar gengju upp í ána. Algengt væri að villti laxinn gengi upp ána upp úr miðjum maí. Hans Kristian sagðist óttast að eldislaxarnir fylgdu þeim villtu upp ána og blönduðust þeim síðar meir. Þar með væri hinn heimsfrægi stórlaxastofn Alta-árinnar í hættu.[email protected]
Stangveiði Mest lesið Góð bleikjuveiði við Ásgarð Veiði Ný veiðivesti hjá Veiðiflugum Veiði Túnin víða svört af gæs Veiði Ytri Rangá komin í 409 laxa Veiði Fínar bleikjur að veiðast við Kaldárhöfða Veiði Kvíslaveitur að gefa góða veiði þessa dagana Veiði Leita leiða til að aflétta banni Veiði Veiðileyfi í verðlaun í Facebookleik Veiðivísis Veiði 12 laxar á fyrstu vakt í Miðfjarðará Veiði Risaurriði veiddist í Varmá Veiði