Eyðilagði eigin Maserati vegna lélegrar þjónustu Finnur Thorlacius skrifar 19. maí 2013 11:15 Þeir eru ákveðnir Kínverjarnir sem eiga fyrir dýrustu lúxusbílum heims þar í landi. Eigandi Maserati Quattroporte sem fékk bílinn sinn úr viðgerð frá umboði Maserati í Qingdao var alls ekki sáttur við þjónustu þeirra. Hann lagði því bílnum fyrir utan bílasýninguna Qingdao International Auto Show og borgaði 4 mönnum fyrir það að gereyðileggja bílinn fyrir framan fjölmarga gesti sýningarinnar. Ástæða reiði hans var innan við 50.000 króna reikningur fyrir viðgerð á bílnum, en eigandi sá að auki að notaður hafi verið varahlutur sem ekki var framleiddur af Maserati, en rukkað sem slíkur. Það mislíkaði honum svona eftirminnilega. Með þessu vill eigandinn kenna erlendum framleiðendum lúxusbíla að þeir muni ekki komast upp með að þjónusta kínverska eigendur bíla þeirra með verri hætti en annarsstaðar. Maserati Quattroporte bíllinn sem hann lét eyðileggja kostar 52 milljónir króna og því meira en þúsund sinnum dýrari en viðgerðin sem olli reiði eigandans. Þetta er alls ekki í fyrsta skipti sem viðbrögð kínverskra eigenda lúxusbíla eru einmitt svona, en árið 2011 lét eigandi Lamborghini Gallardo hóp manna eyðileggja bíl sinn eftir að hann kom beyglaður úr viðgerð frá umboði Lamborghini í Kína. Sá bíll kostaði 92 milljónir króna. Mest lesið Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Innlent Þorgerður Katrín í Úkraínu Innlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Erlent Trump yngri á leið til Grænlands Erlent Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Innlent
Þeir eru ákveðnir Kínverjarnir sem eiga fyrir dýrustu lúxusbílum heims þar í landi. Eigandi Maserati Quattroporte sem fékk bílinn sinn úr viðgerð frá umboði Maserati í Qingdao var alls ekki sáttur við þjónustu þeirra. Hann lagði því bílnum fyrir utan bílasýninguna Qingdao International Auto Show og borgaði 4 mönnum fyrir það að gereyðileggja bílinn fyrir framan fjölmarga gesti sýningarinnar. Ástæða reiði hans var innan við 50.000 króna reikningur fyrir viðgerð á bílnum, en eigandi sá að auki að notaður hafi verið varahlutur sem ekki var framleiddur af Maserati, en rukkað sem slíkur. Það mislíkaði honum svona eftirminnilega. Með þessu vill eigandinn kenna erlendum framleiðendum lúxusbíla að þeir muni ekki komast upp með að þjónusta kínverska eigendur bíla þeirra með verri hætti en annarsstaðar. Maserati Quattroporte bíllinn sem hann lét eyðileggja kostar 52 milljónir króna og því meira en þúsund sinnum dýrari en viðgerðin sem olli reiði eigandans. Þetta er alls ekki í fyrsta skipti sem viðbrögð kínverskra eigenda lúxusbíla eru einmitt svona, en árið 2011 lét eigandi Lamborghini Gallardo hóp manna eyðileggja bíl sinn eftir að hann kom beyglaður úr viðgerð frá umboði Lamborghini í Kína. Sá bíll kostaði 92 milljónir króna.
Mest lesið Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Innlent Þorgerður Katrín í Úkraínu Innlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Erlent Trump yngri á leið til Grænlands Erlent Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Innlent