Þýsku hraðbrautirnar öruggar Finnur Thorlacius skrifar 11. maí 2013 12:54 Enn einni atlögunni að ótakmörkuðum hraða á þýsku hraðbrautunum hefur verið hrundið eftir að frumvarp þingmanna Græningjaflokksins var vísað frá með mikilli andstöðu annarra flokka. Í frumvarpinu var lagt til að hraðinn yrði lækkaður í 120. Rökstuðningur Græningja byggðist eingöngu á því að svona væri þetta hjá öðrum þjóðum. Þann rökstuðning keyptu fáir og þeir hinir sömu bentu á þá staðreynd að hraðbrautirnar væru einstakleg öruggar og að einungis 11% af dauðaslysum í Þýskalandi verði þar þó svo að þriðjungur allrar umferðar fari þar fram. Það er því þrisvar sinnum hættulegra að aka um á öðrum vegum en á hraðbrautunum. Margir þingmenn brugðust hart við þessari tillögu Græningja og sögðu að slík breyting gengi aldrei eftir á þeirra vakt. Þeir sem hafa gaman að því að sjá Porsche bíl ekið uppí 340 km hraða á þýskri hraðbraut ættu að smella á myndskeiðið hér að ofan. Mest lesið „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Innlent „Maður klárar bara þó að hóran sýni ekki áhuga“ Innlent Dómurinn sé vonbrigði og sendi röng skilaboð Innlent Telur að slysið sem leiddi bróður hans til dauða verði veigamikið í rýni Innlent „Þetta er bara komið til að vera“ Innlent Bið eftir aðgerð vegna hálkuslyss óboðleg af hálfu kerfisins Innlent Hvað verður um umfangsmikinn fíkniefnaiðnað Sýrlands? Erlent Tveir mánuðir fyrir brot gegn barni í búningsklefa Innlent Skipstjórinn fylgdist ekki með og stímdi á hafnarkant Innlent Fyrrverandi þingmenn sækja um sendiherrastöðu Innlent
Enn einni atlögunni að ótakmörkuðum hraða á þýsku hraðbrautunum hefur verið hrundið eftir að frumvarp þingmanna Græningjaflokksins var vísað frá með mikilli andstöðu annarra flokka. Í frumvarpinu var lagt til að hraðinn yrði lækkaður í 120. Rökstuðningur Græningja byggðist eingöngu á því að svona væri þetta hjá öðrum þjóðum. Þann rökstuðning keyptu fáir og þeir hinir sömu bentu á þá staðreynd að hraðbrautirnar væru einstakleg öruggar og að einungis 11% af dauðaslysum í Þýskalandi verði þar þó svo að þriðjungur allrar umferðar fari þar fram. Það er því þrisvar sinnum hættulegra að aka um á öðrum vegum en á hraðbrautunum. Margir þingmenn brugðust hart við þessari tillögu Græningja og sögðu að slík breyting gengi aldrei eftir á þeirra vakt. Þeir sem hafa gaman að því að sjá Porsche bíl ekið uppí 340 km hraða á þýskri hraðbraut ættu að smella á myndskeiðið hér að ofan.
Mest lesið „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Innlent „Maður klárar bara þó að hóran sýni ekki áhuga“ Innlent Dómurinn sé vonbrigði og sendi röng skilaboð Innlent Telur að slysið sem leiddi bróður hans til dauða verði veigamikið í rýni Innlent „Þetta er bara komið til að vera“ Innlent Bið eftir aðgerð vegna hálkuslyss óboðleg af hálfu kerfisins Innlent Hvað verður um umfangsmikinn fíkniefnaiðnað Sýrlands? Erlent Tveir mánuðir fyrir brot gegn barni í búningsklefa Innlent Skipstjórinn fylgdist ekki með og stímdi á hafnarkant Innlent Fyrrverandi þingmenn sækja um sendiherrastöðu Innlent