Hafna fullyrðingum um riftun samnings í Eldvatni Trausti Hafliðason skrifar 24. maí 2013 15:17 Eldvatn er góð sjóbirtingsá. Mynd / Trausti Hafliðason Veiðifélag Eldvatns hefur móttekið allar umsamdar greiðslur frá Verndarsjóði sjóbirtingsins. Samningnum hefur því ekki verið formlega rift segir í tilkynningu frá sjóðnum. Hér er tilkynning Verndarsjóðsins: „Að gefnu tilefni viljum við sem stöndum að félaginu koma því á framfæri að í mars síðastliðnum var undirritaður leigusamningur um stangaveiðirétt í Eldvatni í Meðallandi við stjórn Veiðifélags Eldvatns. Frá því að samningurinn tók gildi 1. apríl hefur félagið uppfyllt allar skuldbindingar sem kveðið er á um í samningnum og Veiðifélag Eldvatns móttekið allar umsamdar greiðslur samkvæmt samningnum. Samningi þessum hefur ekki verið formlega rift eins og lesa má í fréttamiðlum.” Undir tilkynninguna skrifa forsvarsmenn Verndarsjóðsins, þeir Jón Ingvar Ragnarsson bæklunarlæknir, Guðmundur Hilmarsson flugstjóri, Pálmi Gunnarsson tónlistarmaður og Þórarinn Blöndal myndlistarmaður. Í byrjun vikunnar greindi Veiðivísir, og fleiri fjölmiðlar, frá því að samningi Veiðfélags Eldvatns við Verndarsjóðinn hefði verið rift í kjölfar átaka á aðalfundi Veiðifélagsins í byrjun maí. Sjö ára leigusamningur við Verndarsjóðinn hafði verið undirritaður í mars, eins og kemur fram í tilkynningunni, og var það gert að undangengnu útboði þar sem þrjú tilboð bárust. Í útboðinu var Unubót, óstofnað veiðifélag, var með hæsta tilboðið en það hljóðaði upp á um 5 milljónir króna. Verndarsjóður sjóbirtingsins bauð um 4 milljónir króna í ána og Hreggnasi um 2 milljónir.[email protected] Stangveiði Tengdar fréttir Eldvatn: Tilboð undir væntingum Þrjú tilboð bárust í Eldvatn og var það hæsta upp á um 5 milljónir króna sem er töluvert undir væntingum. Tilboðin voru opnuð á laugardaginn. 29. janúar 2013 18:58 Pálmi Gunnars og félagar leigja Eldvatn Veiðifélag Eldvatns hefur samið við Verndarsjóð sjóbirtingsins um leigu á Eldvatni næstu sjö árin. Samkvæmt heimildum blaðsins er leiguverðið í kringum 4 milljónir á króna á ári eða um 28 milljónir fyrir samningstímann. 27. febrúar 2013 15:56 Riftu samningi við Pálma Gunnars og félaga Veiðifélag Eldvatns hefur rift samningi við Verndarsjóð sjóbirtingsins, sem Pálmi Gunnarsson tónlistarmaður, er meðal annars í forsvari fyrir. Veiðipressan greindi frá þessu í morgun. Veiðivísir hefur heimildir fyrir því að mikil átök hafi verið á aðalfundi veiðifélagsins fyrir skömmu 20. maí 2013 14:59 Óska eftir tilboðum í Eldvatn 2. janúar 2013 14:46 Mest lesið Mikið af laxi á Iðu Veiði Breyta veiðireglum vegna urriðadráps Veiði 112 sentimetra stórlax úr Vatnsdalsá Veiði Síðasta helgin til rjúpnaveiða framundan Veiði Laxá í Kjós gaf 137 laxa í liðinni viku Veiði Þingvallavatn undir yfirborðinu - töfraveröld Veiði Lifnar yfir Laxá í Aðaldal Veiði Ytri Rangá komin í 409 laxa Veiði Framleiða sjónvarpsþætti um sportveiði Veiði Gæsaveiðin gengur vel um allt land Veiði
Veiðifélag Eldvatns hefur móttekið allar umsamdar greiðslur frá Verndarsjóði sjóbirtingsins. Samningnum hefur því ekki verið formlega rift segir í tilkynningu frá sjóðnum. Hér er tilkynning Verndarsjóðsins: „Að gefnu tilefni viljum við sem stöndum að félaginu koma því á framfæri að í mars síðastliðnum var undirritaður leigusamningur um stangaveiðirétt í Eldvatni í Meðallandi við stjórn Veiðifélags Eldvatns. Frá því að samningurinn tók gildi 1. apríl hefur félagið uppfyllt allar skuldbindingar sem kveðið er á um í samningnum og Veiðifélag Eldvatns móttekið allar umsamdar greiðslur samkvæmt samningnum. Samningi þessum hefur ekki verið formlega rift eins og lesa má í fréttamiðlum.” Undir tilkynninguna skrifa forsvarsmenn Verndarsjóðsins, þeir Jón Ingvar Ragnarsson bæklunarlæknir, Guðmundur Hilmarsson flugstjóri, Pálmi Gunnarsson tónlistarmaður og Þórarinn Blöndal myndlistarmaður. Í byrjun vikunnar greindi Veiðivísir, og fleiri fjölmiðlar, frá því að samningi Veiðfélags Eldvatns við Verndarsjóðinn hefði verið rift í kjölfar átaka á aðalfundi Veiðifélagsins í byrjun maí. Sjö ára leigusamningur við Verndarsjóðinn hafði verið undirritaður í mars, eins og kemur fram í tilkynningunni, og var það gert að undangengnu útboði þar sem þrjú tilboð bárust. Í útboðinu var Unubót, óstofnað veiðifélag, var með hæsta tilboðið en það hljóðaði upp á um 5 milljónir króna. Verndarsjóður sjóbirtingsins bauð um 4 milljónir króna í ána og Hreggnasi um 2 milljónir.[email protected]
Stangveiði Tengdar fréttir Eldvatn: Tilboð undir væntingum Þrjú tilboð bárust í Eldvatn og var það hæsta upp á um 5 milljónir króna sem er töluvert undir væntingum. Tilboðin voru opnuð á laugardaginn. 29. janúar 2013 18:58 Pálmi Gunnars og félagar leigja Eldvatn Veiðifélag Eldvatns hefur samið við Verndarsjóð sjóbirtingsins um leigu á Eldvatni næstu sjö árin. Samkvæmt heimildum blaðsins er leiguverðið í kringum 4 milljónir á króna á ári eða um 28 milljónir fyrir samningstímann. 27. febrúar 2013 15:56 Riftu samningi við Pálma Gunnars og félaga Veiðifélag Eldvatns hefur rift samningi við Verndarsjóð sjóbirtingsins, sem Pálmi Gunnarsson tónlistarmaður, er meðal annars í forsvari fyrir. Veiðipressan greindi frá þessu í morgun. Veiðivísir hefur heimildir fyrir því að mikil átök hafi verið á aðalfundi veiðifélagsins fyrir skömmu 20. maí 2013 14:59 Óska eftir tilboðum í Eldvatn 2. janúar 2013 14:46 Mest lesið Mikið af laxi á Iðu Veiði Breyta veiðireglum vegna urriðadráps Veiði 112 sentimetra stórlax úr Vatnsdalsá Veiði Síðasta helgin til rjúpnaveiða framundan Veiði Laxá í Kjós gaf 137 laxa í liðinni viku Veiði Þingvallavatn undir yfirborðinu - töfraveröld Veiði Lifnar yfir Laxá í Aðaldal Veiði Ytri Rangá komin í 409 laxa Veiði Framleiða sjónvarpsþætti um sportveiði Veiði Gæsaveiðin gengur vel um allt land Veiði
Eldvatn: Tilboð undir væntingum Þrjú tilboð bárust í Eldvatn og var það hæsta upp á um 5 milljónir króna sem er töluvert undir væntingum. Tilboðin voru opnuð á laugardaginn. 29. janúar 2013 18:58
Pálmi Gunnars og félagar leigja Eldvatn Veiðifélag Eldvatns hefur samið við Verndarsjóð sjóbirtingsins um leigu á Eldvatni næstu sjö árin. Samkvæmt heimildum blaðsins er leiguverðið í kringum 4 milljónir á króna á ári eða um 28 milljónir fyrir samningstímann. 27. febrúar 2013 15:56
Riftu samningi við Pálma Gunnars og félaga Veiðifélag Eldvatns hefur rift samningi við Verndarsjóð sjóbirtingsins, sem Pálmi Gunnarsson tónlistarmaður, er meðal annars í forsvari fyrir. Veiðipressan greindi frá þessu í morgun. Veiðivísir hefur heimildir fyrir því að mikil átök hafi verið á aðalfundi veiðifélagsins fyrir skömmu 20. maí 2013 14:59