Dubai lögreglan fær Bugatti Veyron Finnur Thorlacius skrifar 20. maí 2013 11:11 Nú ætti að vera orðið ljóst að ekki er hægt að stinga af lögregluna í Dubai. Það dugði henni ekki að vera á Aston Martin One-77, Ferrari FF, Lamborghini Aventador, Bentley Continental GT og Mercedes Benz SLS. Auðvitað varð að fá henni hraðskreiðasta fjöldaframleidda bíl í heimi, Bugatti Veyron. Annað væri nú fásinna. Bíllinn hefur fengið viðeigandi útlit lögreglubíla þar, en satt að segja tekur bíllinn sig ekki sérlega vel út þannig. Vel má velta fyrir sér hvort boruð hafa verið göt á koltrefjaþak bílsins til að festa lögregluljósin, eða önnur gáfulegri aðferð notuð til þess. Nú má ætla að lögreglan í Dubai sé orðin fullbúin af hraðskreiðum bílum, en þó er lengi von á einni vitleysunni enn frá þeim bænum. Mest lesið Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Innlent Þorgerður Katrín í Úkraínu Innlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Erlent Trump yngri á leið til Grænlands Erlent Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Innlent
Nú ætti að vera orðið ljóst að ekki er hægt að stinga af lögregluna í Dubai. Það dugði henni ekki að vera á Aston Martin One-77, Ferrari FF, Lamborghini Aventador, Bentley Continental GT og Mercedes Benz SLS. Auðvitað varð að fá henni hraðskreiðasta fjöldaframleidda bíl í heimi, Bugatti Veyron. Annað væri nú fásinna. Bíllinn hefur fengið viðeigandi útlit lögreglubíla þar, en satt að segja tekur bíllinn sig ekki sérlega vel út þannig. Vel má velta fyrir sér hvort boruð hafa verið göt á koltrefjaþak bílsins til að festa lögregluljósin, eða önnur gáfulegri aðferð notuð til þess. Nú má ætla að lögreglan í Dubai sé orðin fullbúin af hraðskreiðum bílum, en þó er lengi von á einni vitleysunni enn frá þeim bænum.
Mest lesið Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Innlent Þorgerður Katrín í Úkraínu Innlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Erlent Trump yngri á leið til Grænlands Erlent Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Innlent