Lúxus, fegurð og gæði 4. júní 2013 10:15 Það er vart hægt að bjóða bílablaðamanni mikið meiri skemmtun en að fá lánaðan Porsche bíl og aka honum um hraðabrautir og sveitavegi Þýskalands í nokkra daga. Sóttur var Porsche Panamera 4 í höfuðstöðvar Porsche í Zuffenhausen í Stuttgart og stefnan tekin á Heidelberg, eins fegursta bæjar Þýskalands. Porsche Pananmera er fjögurra dyra og fjögurra manna sportbíll sem fyrst kom á markað árið 2009 og var það mjög umdeild skref Porsche að sumra mati þar sem sportbílar eru almennt ekki fjögurra dyra og hvað þá með alvöru aftursæti. Sala bílsins og móttökur hafa hinsvegar sannfært efasemdarmenn um að þetta skref Porsche var rökrétt og svaraði eftirspurn margra sem vildu einmitt eignast lúxusbíl með sportbílaeiginleika sem flutt gæti alla fjölskylduna. Því til staðfestingar er sú staðreynd að nú hafa margir aðrir bílaframleiðendur fylgt í fótspor Porsche og bjóða eða hyggjast bjóða einmitt þannig bíl. Alls 9 gerðir Panamera Porsche Panamera er til í ansi mörgum útgáfum þó ekki séu liðin nema 4 ár frá komu fyrsta bílsins. Hann fæst með 6 strokka vél, bæði afturhjóladrifinn og fjórhjóladrifinn og var reynsluakstursbíllinn af síðartaldri gerðinni. Sex strokka bílinn má einnig fá af Hybrid gerð. Panamera má svo einnig fá með 8 strokka, 4,8 lítra vél og heitir þá Panamera S, 4S, GTS, Turbo eða Turbo S. Skila þeir mismörgum hestöflum, en sá öflugasti 550 slíkum. Panamera fæst einnig með dísilvél, 3,0 lítra og 250 hestafla, en þrátt fyrir ekki svo háa hestaflatölu er sá bíll einnig sprækur og fer sprettinn í hundraðið á 7,6 sekúndum. Reynsluakstursbíllinn var með 3,6 lítra bensínvél sem skilar 300 hestöflum til allra hjólanna og á milli er 7 gíra PDK sjálfskipting. Þessi vél vinnur frábærlega og virkilega er gaman að láta hana hafa fyrir hlutunum. Hraðaaukningin á hraðbrautunum þar sem enginn er hámarkshraðinn er sérstök reynsla útaf fyrir sig og dónalega tölur sjást brátt á hraðamælinum. Helmingur seldra með þessari V6 vél Þó að ofuröflugir 8 strokka Panamera freisti margra er staðreyndin sú að helmingurinn af þeim Panamera bílum sem rúlla af færiböndunum eru með þessari V6 vél, enda skilar hún nægu afli fyrir flesta ökumenn en er miklu sparneytnari. Að auki léttist nef bílsins um 30 kíló og það skilar sér í góðum aksturseiginleikum og nákmæmri og léttri stýringu. Þyngdardreifingin á öxla Panamera 4 er 52% að aftan og 48% að framan, þ.e. svo til jöfn þyngd sem ávallt flokkast sem markmið við smíði sportbíla. Flestar V6 vélar sem boðnar eru í bílum í dag skila 240-270 hestöflum og því er það eftirtektarvert hversu miklu afli sex strokka vélin í þessum bíl skilar. Hún hendir þessum 1.730 kílóa stóra bíl í hundraðið á 5,9 sekúndum og hámarkshraðinn er 257 km/klst. Það var ekki sannreynt að þessu sinni enda stundum óvinsælt meðal annarra farþega bílsins. Umdeilt ytra útlit – óumdeild fegurð innréttingar Sumir hafa haft horn í síðu ytra útlits Panamera, en greinarskrifara hefur ávallt fundist bíllinn fallegur og ekki verður deilt um þann tignarleika sem mikilli lengd og breidd hans fylgir. Það er hinsvegar ekki deilt um fegurð bílsins að innan. Ökumaður fær einskonar jákvætt sjokk að stíga inní bílinn og tekur andköf yfir fegurð innréttingarinnar, sem fáir bílaframleiðendur leika eftir. Stíllinn er fágaður, efnisnotkunin í hæstu hæðum og frágangur alls nálægt fullkomnun. Mikið takkaflóð er á miðjustokknum milli framsætanna, enda um mjög fullkominn bíl að ræða. Öll sæti bílsins eru eins og miðjustokkur einnig milli farþega í aftursæti. Því eru aftursætin jafn góður staður að vera á eins og framsætin, nema fyrir þá staðreynd að útsýni úr þeim er mun verra og var undan því kvartað á leið um fallegar sveitir Þýskalands. Fóta- og höfuðrými þar er hinsvegar eins og sæmir góðum limúsínum. Skottrými í Porsche bílum hefur hingað til ekki talist einn af stórum kostum þeirra, en það á ekki við um þenna bíl. Hann gleypti léttileg 3 töskur og því heppilegur til lengri ferða. Ólíkt mörgum öðrum stórum lúxusbílum situr ökumaður mjög neðarlega í Panamera og er það til vitnis um að Panamera er sportbíll eins og flestir aðrir Porsche bílar. Villidýr en líka einstök fágun Akstur Panamera 4 reyndist í alla staði gleðilegur, sportlegur en samt þægilegur. Panamera fer vel með farþega og loftpúðafjöðrun bílsins er alveg frábær. Hann líður um göturnar eins og sannkallað töfrateppi, en svo má breyta honum í villidýr, virkja öll hestöflin og finna hversu hæfur hann er til hressilegs akstur. Að búa að báðum þessum kostum, þægindunum og sportlegum eiginleikunum er einstakt í bíl. Panamera 4 er ekki eins góður akstursbíll og 911, Boxter eða Cayman, en hvernig mætti það vera fyrir svo stóran bíl sem gerður er fyrir fleiri farþega en hinir hreinræktuðu sportbílar. Hann er hinsvegar frábær fjölskyldubíll fyrir kröfuharða og með hækkanlegri loftpúðafjöðruninni er hann einnig heppilegur hérlendis. Kostir: Aksturseiginleikar, stærð, innrétting Ókostir: Útsýni úr aftursæti, verð 3,6 l. bensínvél , 300 hestöfl Fjórhjóladrif Eyðsla: 9,6 l./100 km í bl. akstri Mengun: 225 g/km CO2 Hröðun: 5,9 sek. Hámarkshraði: 257 km/klst Verð: 17.700.000 kr. Umboð: Bílabúð Benna Mest lesið „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Innlent „Maður klárar bara þó að hóran sýni ekki áhuga“ Innlent Dómurinn sé vonbrigði og sendi röng skilaboð Innlent „Þetta er bara komið til að vera“ Innlent Telur að slysið sem leiddi bróður hans til dauða verði veigamikið í rýni Innlent Bið eftir aðgerð vegna hálkuslyss óboðleg af hálfu kerfisins Innlent Hvað verður um umfangsmikinn fíkniefnaiðnað Sýrlands? Erlent Tveir mánuðir fyrir brot gegn barni í búningsklefa Innlent Skipstjórinn fylgdist ekki með og stímdi á hafnarkant Innlent Fyrrverandi þingmenn sækja um sendiherrastöðu Innlent
Það er vart hægt að bjóða bílablaðamanni mikið meiri skemmtun en að fá lánaðan Porsche bíl og aka honum um hraðabrautir og sveitavegi Þýskalands í nokkra daga. Sóttur var Porsche Panamera 4 í höfuðstöðvar Porsche í Zuffenhausen í Stuttgart og stefnan tekin á Heidelberg, eins fegursta bæjar Þýskalands. Porsche Pananmera er fjögurra dyra og fjögurra manna sportbíll sem fyrst kom á markað árið 2009 og var það mjög umdeild skref Porsche að sumra mati þar sem sportbílar eru almennt ekki fjögurra dyra og hvað þá með alvöru aftursæti. Sala bílsins og móttökur hafa hinsvegar sannfært efasemdarmenn um að þetta skref Porsche var rökrétt og svaraði eftirspurn margra sem vildu einmitt eignast lúxusbíl með sportbílaeiginleika sem flutt gæti alla fjölskylduna. Því til staðfestingar er sú staðreynd að nú hafa margir aðrir bílaframleiðendur fylgt í fótspor Porsche og bjóða eða hyggjast bjóða einmitt þannig bíl. Alls 9 gerðir Panamera Porsche Panamera er til í ansi mörgum útgáfum þó ekki séu liðin nema 4 ár frá komu fyrsta bílsins. Hann fæst með 6 strokka vél, bæði afturhjóladrifinn og fjórhjóladrifinn og var reynsluakstursbíllinn af síðartaldri gerðinni. Sex strokka bílinn má einnig fá af Hybrid gerð. Panamera má svo einnig fá með 8 strokka, 4,8 lítra vél og heitir þá Panamera S, 4S, GTS, Turbo eða Turbo S. Skila þeir mismörgum hestöflum, en sá öflugasti 550 slíkum. Panamera fæst einnig með dísilvél, 3,0 lítra og 250 hestafla, en þrátt fyrir ekki svo háa hestaflatölu er sá bíll einnig sprækur og fer sprettinn í hundraðið á 7,6 sekúndum. Reynsluakstursbíllinn var með 3,6 lítra bensínvél sem skilar 300 hestöflum til allra hjólanna og á milli er 7 gíra PDK sjálfskipting. Þessi vél vinnur frábærlega og virkilega er gaman að láta hana hafa fyrir hlutunum. Hraðaaukningin á hraðbrautunum þar sem enginn er hámarkshraðinn er sérstök reynsla útaf fyrir sig og dónalega tölur sjást brátt á hraðamælinum. Helmingur seldra með þessari V6 vél Þó að ofuröflugir 8 strokka Panamera freisti margra er staðreyndin sú að helmingurinn af þeim Panamera bílum sem rúlla af færiböndunum eru með þessari V6 vél, enda skilar hún nægu afli fyrir flesta ökumenn en er miklu sparneytnari. Að auki léttist nef bílsins um 30 kíló og það skilar sér í góðum aksturseiginleikum og nákmæmri og léttri stýringu. Þyngdardreifingin á öxla Panamera 4 er 52% að aftan og 48% að framan, þ.e. svo til jöfn þyngd sem ávallt flokkast sem markmið við smíði sportbíla. Flestar V6 vélar sem boðnar eru í bílum í dag skila 240-270 hestöflum og því er það eftirtektarvert hversu miklu afli sex strokka vélin í þessum bíl skilar. Hún hendir þessum 1.730 kílóa stóra bíl í hundraðið á 5,9 sekúndum og hámarkshraðinn er 257 km/klst. Það var ekki sannreynt að þessu sinni enda stundum óvinsælt meðal annarra farþega bílsins. Umdeilt ytra útlit – óumdeild fegurð innréttingar Sumir hafa haft horn í síðu ytra útlits Panamera, en greinarskrifara hefur ávallt fundist bíllinn fallegur og ekki verður deilt um þann tignarleika sem mikilli lengd og breidd hans fylgir. Það er hinsvegar ekki deilt um fegurð bílsins að innan. Ökumaður fær einskonar jákvætt sjokk að stíga inní bílinn og tekur andköf yfir fegurð innréttingarinnar, sem fáir bílaframleiðendur leika eftir. Stíllinn er fágaður, efnisnotkunin í hæstu hæðum og frágangur alls nálægt fullkomnun. Mikið takkaflóð er á miðjustokknum milli framsætanna, enda um mjög fullkominn bíl að ræða. Öll sæti bílsins eru eins og miðjustokkur einnig milli farþega í aftursæti. Því eru aftursætin jafn góður staður að vera á eins og framsætin, nema fyrir þá staðreynd að útsýni úr þeim er mun verra og var undan því kvartað á leið um fallegar sveitir Þýskalands. Fóta- og höfuðrými þar er hinsvegar eins og sæmir góðum limúsínum. Skottrými í Porsche bílum hefur hingað til ekki talist einn af stórum kostum þeirra, en það á ekki við um þenna bíl. Hann gleypti léttileg 3 töskur og því heppilegur til lengri ferða. Ólíkt mörgum öðrum stórum lúxusbílum situr ökumaður mjög neðarlega í Panamera og er það til vitnis um að Panamera er sportbíll eins og flestir aðrir Porsche bílar. Villidýr en líka einstök fágun Akstur Panamera 4 reyndist í alla staði gleðilegur, sportlegur en samt þægilegur. Panamera fer vel með farþega og loftpúðafjöðrun bílsins er alveg frábær. Hann líður um göturnar eins og sannkallað töfrateppi, en svo má breyta honum í villidýr, virkja öll hestöflin og finna hversu hæfur hann er til hressilegs akstur. Að búa að báðum þessum kostum, þægindunum og sportlegum eiginleikunum er einstakt í bíl. Panamera 4 er ekki eins góður akstursbíll og 911, Boxter eða Cayman, en hvernig mætti það vera fyrir svo stóran bíl sem gerður er fyrir fleiri farþega en hinir hreinræktuðu sportbílar. Hann er hinsvegar frábær fjölskyldubíll fyrir kröfuharða og með hækkanlegri loftpúðafjöðruninni er hann einnig heppilegur hérlendis. Kostir: Aksturseiginleikar, stærð, innrétting Ókostir: Útsýni úr aftursæti, verð 3,6 l. bensínvél , 300 hestöfl Fjórhjóladrif Eyðsla: 9,6 l./100 km í bl. akstri Mengun: 225 g/km CO2 Hröðun: 5,9 sek. Hámarkshraði: 257 km/klst Verð: 17.700.000 kr. Umboð: Bílabúð Benna
Mest lesið „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Innlent „Maður klárar bara þó að hóran sýni ekki áhuga“ Innlent Dómurinn sé vonbrigði og sendi röng skilaboð Innlent „Þetta er bara komið til að vera“ Innlent Telur að slysið sem leiddi bróður hans til dauða verði veigamikið í rýni Innlent Bið eftir aðgerð vegna hálkuslyss óboðleg af hálfu kerfisins Innlent Hvað verður um umfangsmikinn fíkniefnaiðnað Sýrlands? Erlent Tveir mánuðir fyrir brot gegn barni í búningsklefa Innlent Skipstjórinn fylgdist ekki með og stímdi á hafnarkant Innlent Fyrrverandi þingmenn sækja um sendiherrastöðu Innlent