Hver að verða síðastur að þreyta skotpróf Jakob Bjarnar skrifar 24. júní 2013 10:35 Vænn tarfur. Nú stefnir í að einhverjir sem fengu leyfi missi af lestinni. Nú stefnir í mikla örtröð á skotvöllum landsins. Þeir sem fengu úthlutað hreindýraveiðileyfi þurfa að gangast undir skotpróf og fyrir síðustu helgi áttu 700 eftir að taka prófið. Síðasti dagur er á sunnudag. Í fyrra var veittur frestur en sú verður ekki raunin nú. Að sögn Steinars Rafns Beck Baldurssonar, hjá umhverfisstofnun, virðist þetta háttur Íslendinga, að draga allt fram á síðustu stundu. Þeir sem standast ekki skotpróf fyrir næstu mánaðamót fá staðfestingargjald vegna veiðileyfisins, 25% þess, ekki endurgreitt. „Þá eru þeir í raun búnir að missa leyfið," segir Steinar, og kemur þá til endurúthlutunar til þeirra sem eru á biðlista. Í ár var kvótinn 1227 dýr. Tímabilið hefst 15. júlí og endar 20. september. Á landinu er skráður 21 skotvöllur og þar stefnir í mikla riffilskothríð næstu daga. Í fyrra féllu 30 prósent þeirra sem tóku prófið í fyrstu tilraun. Steinar segir að menn, þeir sem hafa mætt, séu betur undirbúnir nú, en 20 prósenta fall er í fyrstu tilraun. Þá þurfa menn að taka prófið aftur og er tíminn naumur. Stangveiði Mest lesið Mikið af laxi á Iðu Veiði Fáskrúð í Dölum áfram hjá SVFR Veiði Breyta veiðireglum vegna urriðadráps Veiði 112 sentimetra stórlax úr Vatnsdalsá Veiði Síðasta helgin til rjúpnaveiða framundan Veiði Laxá í Kjós gaf 137 laxa í liðinni viku Veiði Nýjar vikutölur úr laxveiðiánum Veiði Þingvallavatn undir yfirborðinu - töfraveröld Veiði Lifnar yfir Laxá í Aðaldal Veiði Ytri Rangá komin í 409 laxa Veiði
Nú stefnir í mikla örtröð á skotvöllum landsins. Þeir sem fengu úthlutað hreindýraveiðileyfi þurfa að gangast undir skotpróf og fyrir síðustu helgi áttu 700 eftir að taka prófið. Síðasti dagur er á sunnudag. Í fyrra var veittur frestur en sú verður ekki raunin nú. Að sögn Steinars Rafns Beck Baldurssonar, hjá umhverfisstofnun, virðist þetta háttur Íslendinga, að draga allt fram á síðustu stundu. Þeir sem standast ekki skotpróf fyrir næstu mánaðamót fá staðfestingargjald vegna veiðileyfisins, 25% þess, ekki endurgreitt. „Þá eru þeir í raun búnir að missa leyfið," segir Steinar, og kemur þá til endurúthlutunar til þeirra sem eru á biðlista. Í ár var kvótinn 1227 dýr. Tímabilið hefst 15. júlí og endar 20. september. Á landinu er skráður 21 skotvöllur og þar stefnir í mikla riffilskothríð næstu daga. Í fyrra féllu 30 prósent þeirra sem tóku prófið í fyrstu tilraun. Steinar segir að menn, þeir sem hafa mætt, séu betur undirbúnir nú, en 20 prósenta fall er í fyrstu tilraun. Þá þurfa menn að taka prófið aftur og er tíminn naumur.
Stangveiði Mest lesið Mikið af laxi á Iðu Veiði Fáskrúð í Dölum áfram hjá SVFR Veiði Breyta veiðireglum vegna urriðadráps Veiði 112 sentimetra stórlax úr Vatnsdalsá Veiði Síðasta helgin til rjúpnaveiða framundan Veiði Laxá í Kjós gaf 137 laxa í liðinni viku Veiði Nýjar vikutölur úr laxveiðiánum Veiði Þingvallavatn undir yfirborðinu - töfraveröld Veiði Lifnar yfir Laxá í Aðaldal Veiði Ytri Rangá komin í 409 laxa Veiði