Ferðamaðurinn sem lenti í sjónum við Reynisfjöru er lítið slasaður en verður engu að síður færður undir læknishendur í Reykjavík.
Samkvæmt upplýsingum frá Landsbjörg óð maðurinn út í sjóinn með þeim afleiðingum að sjórinn hrifsaði hann með sér og bar straumurinn hann frá landi. Ferðamaðurinn var í um hálftíma í sjónum áður en honum tókst að komast að landi við grjótagarð við klettabeltið. Þar mátti hann dúsa ögn lengur enda í sjálfheldu.
Björgunarsveitarmenn komust að honum, einnig lenti þyrla frá Reykjavík helicopters rétt hjá honum og tókst að koma honum um borð í þyrluna.
Maðurinn var verulega þrekaður en í furðu góðu ásigkomulagi miðað við volkið.
Ferðamaðurinn fluttur til Reykjavíkur
