Frjálslegur gasfarmur Finnur Thorlacius skrifar 19. júlí 2013 08:45 Það vísar aldrei á gott að lenda í árekstri með fullan bíl af gaskútum. Enn verra er að aka óvarlega og binda farminn ekki niður að neinu ráði. Það er margt skrítið sem gerist á götunum í Rússlandi og mikið af því næst á mynd. Hér sést hvar vöruflutningabíll hlaðinn gaskútum lendir í árekstri og farmurinn springur í einskonar raðsprengingum. Þétt umferð er á veginum þar sem þetta gerist og því eru vegfarendur í mikilli hættu og reyna að sjálfsögðu að forða sér. Sem betur fer meiddist enginn í þessu skrautlega óhappi og á myndskeiðinu að ofan sést hvar ökumaður flutningabílsins hleypur frá honum. Líklega er þetta samt allt saman eins og hver annar dagur í Rússlandi. Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent
Það vísar aldrei á gott að lenda í árekstri með fullan bíl af gaskútum. Enn verra er að aka óvarlega og binda farminn ekki niður að neinu ráði. Það er margt skrítið sem gerist á götunum í Rússlandi og mikið af því næst á mynd. Hér sést hvar vöruflutningabíll hlaðinn gaskútum lendir í árekstri og farmurinn springur í einskonar raðsprengingum. Þétt umferð er á veginum þar sem þetta gerist og því eru vegfarendur í mikilli hættu og reyna að sjálfsögðu að forða sér. Sem betur fer meiddist enginn í þessu skrautlega óhappi og á myndskeiðinu að ofan sést hvar ökumaður flutningabílsins hleypur frá honum. Líklega er þetta samt allt saman eins og hver annar dagur í Rússlandi.
Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent