Spjótkastskonan Ásdís Hjálmsdóttir hafnaði í þriðja sæti á frjálsíþróttamótinu í Meeting Madríd í samnefndri borg á Spáni í kvöld.
Ásdís kastaði 58,97 metra í sjötta og síðasta kasti sínu sem dugði henni til þriðja sætis.
Linda Stahl frá Þýskalandi sigraði með kasti upp á 60,61 metra. Íslandsmet Ásdísar er 62,77 metrar frá því á Ólympíuleikunum í London í fyrra. Það kast hefði dugað til yfirburðarsigurs í keppninni í Madríd í kvöld.
Ásdís átti fimmta besta árangur þeirra átta kvenna sem köstuðu í höfuðborg Spánar í kvöld.
Lokakastið skilaði bronsinu
Kolbeinn Tumi Daðason skrifar

Mest lesið



Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann
Íslenski boltinn


„Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“
Körfubolti

Valur í kjörstöðu gegn ÍR
Handbolti

Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni
Íslenski boltinn

Mark snemma leiks gerði gæfumuninn
Fótbolti

Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni
Körfubolti
