Heims- og Evrópumeistari á Kópavogsvellinum á morgun Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. ágúst 2013 23:15 Aníta Hinriksdóttir fagnar sigri í Úkraínu. Mynd/NordicPhotos/Getty Heims- og Evrópumeistarinn Aníta Hinriksdóttir mun taka þátt í Meistaramóti Íslands í flokki 15 til 22 ára sem fer fram á Kópavogsvellinum um helgina. Ísland á mikið af mjög efnilegu frjálsíþróttafólki og meðal 200 keppenda á mótinu eru sumir af okkar fremstu íþróttamönnum og allt efnilegasta frjálsíþróttafólk landsins. Aníta Hinriksdóttir og Kolbeinn Höður Gunnarsson, sem bæði hafa nýverið sett Íslandsmet, eru meðal keppenda. Aníta sem varð Evrópumeistari í 800m hlaupi í flokki U20 stuttu eftir að hafa orðið heimsmeistari í sömu grein í flokki U18 í Úkraínu mun hlaupa 400m á Kópavogsvellinum á morgun (laugardag) kl. 15:50. Hún mun hvíla 800 metrana fyrir NM U20 sem fram fer í Espoo í Finnalandi um næstu helgi. Keppt er í fjórum aldursflokkum hvors kyns: 15 ára, 16-17 ára, 18-19 ára og 20-22 ára. Frjálsíþróttadeild Breiðabliks sér um mótið, fyrir hönd Frjálsíþróttasambandsins. Allir sem að mótinu koma vinna í sjálfboðavinnu en um 50 manns starfa á mótinu, frá Breiðabliki og Fjölni. Keppni hefst kl. 10:00 á morgun með keppni í sleggjukasti þar sem Hilmar Jónsson mun gera atlögu að Íslandsmeti sínu með 5kg sleggju en það er 73,95 metrar. Á fyrri degi verða yfir 70 dagskrárliðir og gert ráð fyrir að keppni ljúki með 4x100m boðhlaupskeppni kl.17:20 sem er gjarnan afar spennandi . Allir okkar ungu íþróttamenn sem staðið hafa í eldlínunni í aldursflokkakeppni í útlöndum í sumar munu mæta til leiks. Þar á meðal þeir sem gerðu garðinn frægan á HM U18 í Úkraínu, EM 19 ára og yngri (U20) á Ítalíu og NM U23 í Finnlandi. Frjálsar íþróttir Mest lesið Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Körfubolti Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Körfubolti Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Íslenski boltinn Magnús býður sig fram til forseta ÍSÍ Sport Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótbolti Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Íslenski boltinn „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku Sport Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar Handbolti Fleiri fréttir „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Valur einum sigri frá úrslitum Fyrsta deildartap PSG Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Tók Karólínu Leu stundarfjórðung að komast á blað Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Þýskt Íslendingalið gjaldþrota Cecilía örugg um silfrið eftir sigur í borgarslagnum Ancelotti skammaði Endrick fyrir trúðslæti inn á vellinum Magnús býður sig fram til forseta ÍSÍ Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Bað kærustunnar áður en hann kláraði hlaupið Fótboltafélagið inn á borð hjá dýraeftilitinu og matvælastofnun Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Valdimar verður með í forsetaslagnum Klósettpappír út um allt á vellinum Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Stórstjarnan vildi ekki missa af vitnisburði móður sinnar Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna Frestað vegna andláts sjúkraþjálfarans Sjá meira
Heims- og Evrópumeistarinn Aníta Hinriksdóttir mun taka þátt í Meistaramóti Íslands í flokki 15 til 22 ára sem fer fram á Kópavogsvellinum um helgina. Ísland á mikið af mjög efnilegu frjálsíþróttafólki og meðal 200 keppenda á mótinu eru sumir af okkar fremstu íþróttamönnum og allt efnilegasta frjálsíþróttafólk landsins. Aníta Hinriksdóttir og Kolbeinn Höður Gunnarsson, sem bæði hafa nýverið sett Íslandsmet, eru meðal keppenda. Aníta sem varð Evrópumeistari í 800m hlaupi í flokki U20 stuttu eftir að hafa orðið heimsmeistari í sömu grein í flokki U18 í Úkraínu mun hlaupa 400m á Kópavogsvellinum á morgun (laugardag) kl. 15:50. Hún mun hvíla 800 metrana fyrir NM U20 sem fram fer í Espoo í Finnalandi um næstu helgi. Keppt er í fjórum aldursflokkum hvors kyns: 15 ára, 16-17 ára, 18-19 ára og 20-22 ára. Frjálsíþróttadeild Breiðabliks sér um mótið, fyrir hönd Frjálsíþróttasambandsins. Allir sem að mótinu koma vinna í sjálfboðavinnu en um 50 manns starfa á mótinu, frá Breiðabliki og Fjölni. Keppni hefst kl. 10:00 á morgun með keppni í sleggjukasti þar sem Hilmar Jónsson mun gera atlögu að Íslandsmeti sínu með 5kg sleggju en það er 73,95 metrar. Á fyrri degi verða yfir 70 dagskrárliðir og gert ráð fyrir að keppni ljúki með 4x100m boðhlaupskeppni kl.17:20 sem er gjarnan afar spennandi . Allir okkar ungu íþróttamenn sem staðið hafa í eldlínunni í aldursflokkakeppni í útlöndum í sumar munu mæta til leiks. Þar á meðal þeir sem gerðu garðinn frægan á HM U18 í Úkraínu, EM 19 ára og yngri (U20) á Ítalíu og NM U23 í Finnlandi.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Körfubolti Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Körfubolti Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Íslenski boltinn Magnús býður sig fram til forseta ÍSÍ Sport Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótbolti Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Íslenski boltinn „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku Sport Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar Handbolti Fleiri fréttir „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Valur einum sigri frá úrslitum Fyrsta deildartap PSG Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Tók Karólínu Leu stundarfjórðung að komast á blað Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Þýskt Íslendingalið gjaldþrota Cecilía örugg um silfrið eftir sigur í borgarslagnum Ancelotti skammaði Endrick fyrir trúðslæti inn á vellinum Magnús býður sig fram til forseta ÍSÍ Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Bað kærustunnar áður en hann kláraði hlaupið Fótboltafélagið inn á borð hjá dýraeftilitinu og matvælastofnun Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Valdimar verður með í forsetaslagnum Klósettpappír út um allt á vellinum Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Stórstjarnan vildi ekki missa af vitnisburði móður sinnar Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna Frestað vegna andláts sjúkraþjálfarans Sjá meira