Haglél skemmdi þúsundir Volkswagen bíla Finnur Thorlacius skrifar 11. ágúst 2013 11:15 Haglélin voru ekki af minni gerðinni Mörg þúsund glænýir Volkswagen bílar skemmdust í miklu hagléli sem gekk yfir höfuðstöðvar Volkswagen í Wolfsburg í síðustu viku. Líklega eru 10.000 bílar skemmdir og er tryggingafélag bílaframleiðandans að meta skemmdirnar. Þessar skemmdir munu hafa áhrif á afhendingu bíla frá Volkswagen í Evrópu. Hver bíll þarf að fara í gegnum nákvæma skoðun áður en þeir fara á markað og hætt við að gera verði við þá flesta. Væntanlegir kaupendur bílanna standa frammi fyrir tveimur kostum. Annarsvegar að kaupa bílana viðgerða á afsláttarkjörum eða bíða eftir framleiðslu á nýjum bíl. Þetta haglél er ekki það stærsta sem Volkswagen hefur þurft að glíma við hvað varðar fjölda skemmdra bíla en árið 2008 skemmdust 30.000 bílar af völdum hagléls við verksmiðju Volkswagen í Hamden. Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Titringur á Alþingi Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Innlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent
Mörg þúsund glænýir Volkswagen bílar skemmdust í miklu hagléli sem gekk yfir höfuðstöðvar Volkswagen í Wolfsburg í síðustu viku. Líklega eru 10.000 bílar skemmdir og er tryggingafélag bílaframleiðandans að meta skemmdirnar. Þessar skemmdir munu hafa áhrif á afhendingu bíla frá Volkswagen í Evrópu. Hver bíll þarf að fara í gegnum nákvæma skoðun áður en þeir fara á markað og hætt við að gera verði við þá flesta. Væntanlegir kaupendur bílanna standa frammi fyrir tveimur kostum. Annarsvegar að kaupa bílana viðgerða á afsláttarkjörum eða bíða eftir framleiðslu á nýjum bíl. Þetta haglél er ekki það stærsta sem Volkswagen hefur þurft að glíma við hvað varðar fjölda skemmdra bíla en árið 2008 skemmdust 30.000 bílar af völdum hagléls við verksmiðju Volkswagen í Hamden.
Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Titringur á Alþingi Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Innlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent