Setti Íslandsmet en fékk ekki að keppa í undanúrslitum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 1. ágúst 2013 09:28 Ingibjörg Kristín var að vonum svekkt að fá ekki að keppa í undanúrslitum í gær. Ingibjörg Kristín Jónsdóttir, sundkona úr SH, fékk að kynnast öllum tilfinningaskalanum við keppni í 50 metra skriðsundi á HM í Barcelona í gær. Ingibjörg kom í mark á tímanum 28,62 sekúndum og bætti eigið Íslandsmet frá því í apríl um 27/100 úr sekúndu. „Þetta var alveg geðveikt. Ég var rosalega ánægð. Þetta var framar vonum," sagði Ingibjörg í viðtali á heimasíðu Sundsambands Íslands. Landsliðsþjálfarinn Jacky Pellerin hafði á orði að sundið hefði heppnast frábærlega hjá Ingibjörgu. Hún tók undir að vel hefði gengið en hún hefði þó getað gert enn betur á lokametrunum. Ingibjörg var aðeins 2/100 úr sekúndu frá því að tryggja sér sæti í úrslitum en sextán hröðustu fóru áfram. Ingibjörg hafnaði í 17.-18. sæti ásamt finnskri sundkonu. „Það er auðvitað svekkjandi því sextán fara í úrslit og ég var númer sautján." Svekkelsið var hins vegar enn meira augnablikum síðar. Í ljós kom að einn þeirra keppenda sem hafði tryggt sér sæti í undanúrslitum gæti ekki keppt. Venju samkvæmt hefði þá Ingibjörg átt að keppa við finnsku sundkonuna í umsundi um sætið sem losnaði. Hörður Oddfríðarson, formaður Sundsambandsins sem gegnir starfi liðsstjóra í Barcelona, og Pellerin reyndu að ná sambandi við mótstjórana en var vísað frá af öryggisvörðum. Á sama tíma gekk finnski liðsstjórinn frá því að finnski keppandinn yrði fyrstur inn ef til kæmi úrskráning. Sundsambandið hefur lagt fram formlega kvörtun til Alþjóðasundsambandsins FINA vegna málsins. „Þetta er auðvitað mjög leiðinlegt og allir mjög svekktir yfir þessu en því verður ekki breytt. Mistökin gerast og við höldum sterk áfram," kemur fram á heimasíðu Sundsambandsins. Anton Sveinn McKee og Hrafnhildur Lúthersdóttir keppa í dag í 200 metra bringusundi. Sund Mest lesið Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Í beinni: Man. Utd - Wolves | Tvítugur nýliði byrjar hjá United Enski boltinn Í beinni: Ipswich - Arsenal | Búnir að stimpla sig út? Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Körfubolti „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Körfubolti Fleiri fréttir Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Í beinni: Fulham - Chelsea | Mikið í húfi í Lundúnaslag Í beinni: Ipswich - Arsenal | Búnir að stimpla sig út? Í beinni: Man. Utd - Wolves | Tvítugur nýliði byrjar hjá United Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti Sjá meira
Ingibjörg Kristín Jónsdóttir, sundkona úr SH, fékk að kynnast öllum tilfinningaskalanum við keppni í 50 metra skriðsundi á HM í Barcelona í gær. Ingibjörg kom í mark á tímanum 28,62 sekúndum og bætti eigið Íslandsmet frá því í apríl um 27/100 úr sekúndu. „Þetta var alveg geðveikt. Ég var rosalega ánægð. Þetta var framar vonum," sagði Ingibjörg í viðtali á heimasíðu Sundsambands Íslands. Landsliðsþjálfarinn Jacky Pellerin hafði á orði að sundið hefði heppnast frábærlega hjá Ingibjörgu. Hún tók undir að vel hefði gengið en hún hefði þó getað gert enn betur á lokametrunum. Ingibjörg var aðeins 2/100 úr sekúndu frá því að tryggja sér sæti í úrslitum en sextán hröðustu fóru áfram. Ingibjörg hafnaði í 17.-18. sæti ásamt finnskri sundkonu. „Það er auðvitað svekkjandi því sextán fara í úrslit og ég var númer sautján." Svekkelsið var hins vegar enn meira augnablikum síðar. Í ljós kom að einn þeirra keppenda sem hafði tryggt sér sæti í undanúrslitum gæti ekki keppt. Venju samkvæmt hefði þá Ingibjörg átt að keppa við finnsku sundkonuna í umsundi um sætið sem losnaði. Hörður Oddfríðarson, formaður Sundsambandsins sem gegnir starfi liðsstjóra í Barcelona, og Pellerin reyndu að ná sambandi við mótstjórana en var vísað frá af öryggisvörðum. Á sama tíma gekk finnski liðsstjórinn frá því að finnski keppandinn yrði fyrstur inn ef til kæmi úrskráning. Sundsambandið hefur lagt fram formlega kvörtun til Alþjóðasundsambandsins FINA vegna málsins. „Þetta er auðvitað mjög leiðinlegt og allir mjög svekktir yfir þessu en því verður ekki breytt. Mistökin gerast og við höldum sterk áfram," kemur fram á heimasíðu Sundsambandsins. Anton Sveinn McKee og Hrafnhildur Lúthersdóttir keppa í dag í 200 metra bringusundi.
Sund Mest lesið Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Í beinni: Man. Utd - Wolves | Tvítugur nýliði byrjar hjá United Enski boltinn Í beinni: Ipswich - Arsenal | Búnir að stimpla sig út? Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Körfubolti „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Körfubolti Fleiri fréttir Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Í beinni: Fulham - Chelsea | Mikið í húfi í Lundúnaslag Í beinni: Ipswich - Arsenal | Búnir að stimpla sig út? Í beinni: Man. Utd - Wolves | Tvítugur nýliði byrjar hjá United Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti Sjá meira