Heimsmeistarinn í stangarstökki, Yelena Isinbayeva, segist styðja umdeildar aðgerðir rússneskra stjórnvalda. Það er nú ólöglegt að gefa fólki undir 18 ára aldri í Rússlandi upplýsingar um samkynhneigð.
Þessi aðgerð hefur verið fordæmd víða um heim og vilja margir að Vetrarólympíuleikarnar á næsta ári verði teknir af Rússum.
Nokkrir íþróttamenn á HM í frjálsum íþróttum, sem fram fer í Moskvu, hafa komið mótmælum sínum á framfæri. Til að mynda með því að lakka á sér neglurnar í regnbogalitunum.
"Við óttumst um framtíð þjóðarinnar því við teljum okkur vera eðlilegt fólk. Hér eru menn með konum og konur með mönnum," sagði Isinbayeva sem lagði stöngina á hilluna eftir að hafa tryggt sér heimsmeistaratitilinn í byrjun vikunnar.
"Hér verður allt að vera í lagi. Samkynhneigð hefur aldrei verið vandamál í Rússlandi og við viljum ekki lenda í slíkum vandamálum í framtíðinni."
Isinbayeva ekki hrifin af samkynhneigðum

Mest lesið



Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann
Íslenski boltinn

„Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“
Körfubolti

Valur í kjörstöðu gegn ÍR
Handbolti


Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni
Íslenski boltinn

Mark snemma leiks gerði gæfumuninn
Fótbolti

Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi
Íslenski boltinn
