Útlitsbreytingar í Nissan Juke slá í gegn Finnur Thorlacius skrifar 15. ágúst 2013 11:45 Um margt er að velja fyrir þá sem vilja gera sinn Nissan Juke sérstakan útlits. Nissan Juke stendur sannarlega út úr fjöldanum fyrir óvenjulegt útlit sitt, en margir hafa greinilega áhuga á að gera hann enn sértakari útlits. Nissan kynnti heilmikið framboð af litaglöðum aukahlutum í bílinn í fyrra og gríðarvel hefur verið tekið í þessa nýjung. Nissan bauð í fyrstu 11 mismunandi útfærslur og 8 mismunandi liti á þessum aukahlutum. Hlutirnir sem um ræðir eru 17 tommu álfelgur, vindskeið að aftan, litaglaðar hliðarplötur og umgjarðir utanum framljósin. Nissan hefur nú bætt við þremur nýjum litum og 18 tommu álfelgum sem fá má silfraðar, svartar eða metalgráar. Fyrir innra byrði bílsins má einnig fá jafn litaglaðar innsettningar í mælaborð, hurðir bílanna, umgjörð um loftinntök og gólmottur í sömu litum og aukahlutina að utanverðu. Til að auðvelda kaupendum að sjá hvernig bílar þeirra muni líta út eftir breytingarnar hefur Nissan útbúið þrívíddarsýn á tölvuskjá þar sem þeir geta virt fyrir sér endanlegt útlit. Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Titringur á Alþingi Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent
Nissan Juke stendur sannarlega út úr fjöldanum fyrir óvenjulegt útlit sitt, en margir hafa greinilega áhuga á að gera hann enn sértakari útlits. Nissan kynnti heilmikið framboð af litaglöðum aukahlutum í bílinn í fyrra og gríðarvel hefur verið tekið í þessa nýjung. Nissan bauð í fyrstu 11 mismunandi útfærslur og 8 mismunandi liti á þessum aukahlutum. Hlutirnir sem um ræðir eru 17 tommu álfelgur, vindskeið að aftan, litaglaðar hliðarplötur og umgjarðir utanum framljósin. Nissan hefur nú bætt við þremur nýjum litum og 18 tommu álfelgum sem fá má silfraðar, svartar eða metalgráar. Fyrir innra byrði bílsins má einnig fá jafn litaglaðar innsettningar í mælaborð, hurðir bílanna, umgjörð um loftinntök og gólmottur í sömu litum og aukahlutina að utanverðu. Til að auðvelda kaupendum að sjá hvernig bílar þeirra muni líta út eftir breytingarnar hefur Nissan útbúið þrívíddarsýn á tölvuskjá þar sem þeir geta virt fyrir sér endanlegt útlit.
Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Titringur á Alþingi Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent