Rússinn Aleksandr Ivanov kom, sá og sigraði í keppnisgöngu á Heimsmeistaramótinu í frjálsum íþróttum í Moskvu. Með sigrinum varð hann yngsti sigurvegari sögunnar í 20 km göngu.
Ivanov var vel studdur af heimamönnum þegar hann kom í mark á sínum besta tíma á 1:20:58, ellefu sekúndum á undan Ólympíumeistaranum Chen Ding.
Fyrrum heimsmeistarinn Valery Borchin sem er einnig rússneskur tók ekki þátt í ár vegna meiðsla en Ivanov heldur áfram góðu gengi Rússa í keppnis göngu. Þetta eru þriðju gullverðlaun Rússa í röð í 20km göngunni.
