Næsti Prius mun kosta minna Finnur Thorlacius skrifar 30. ágúst 2013 10:15 Toyota Prius Forsvarsmenn Toyota segja að næsta kynslóð Toyota Prius muni ekki bara kosta minna, heldur muni hann verða léttari og eyða minna, en alls ekki á kostnað búnaðar eða rýmis. Eyðslan á að minnka um 10% og þyngdarpunktur bílsins á að lækka talsvert. Næsta kynslóð Prius kemur væntanlega um vorið árið 2015 ef Toyota heldur sig við fyrri líftíma hverrar kynslóðar, sem hefur verið 6 ár. Rafhlöður bílsins verða minni og léttari, þökk sé annarri efnisnotkun og þau verður hægt að hlaða á minni tíma en í núverandi Prius. Hægt verður að hlaða bílinn þráðlaust og því engin þörf á kapli sem stinga þarf í samband. Toyota er einnig að vinna að þróun vetnisbíla sem kynntir verða á bílasýningunni í Tokyo í nóvember. Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Titringur á Alþingi Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Innlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Innlent
Forsvarsmenn Toyota segja að næsta kynslóð Toyota Prius muni ekki bara kosta minna, heldur muni hann verða léttari og eyða minna, en alls ekki á kostnað búnaðar eða rýmis. Eyðslan á að minnka um 10% og þyngdarpunktur bílsins á að lækka talsvert. Næsta kynslóð Prius kemur væntanlega um vorið árið 2015 ef Toyota heldur sig við fyrri líftíma hverrar kynslóðar, sem hefur verið 6 ár. Rafhlöður bílsins verða minni og léttari, þökk sé annarri efnisnotkun og þau verður hægt að hlaða á minni tíma en í núverandi Prius. Hægt verður að hlaða bílinn þráðlaust og því engin þörf á kapli sem stinga þarf í samband. Toyota er einnig að vinna að þróun vetnisbíla sem kynntir verða á bílasýningunni í Tokyo í nóvember.
Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Titringur á Alþingi Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Innlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Innlent