Toyota GT-86 gegn McLaren 12C Finnur Thorlacius skrifar 28. ágúst 2013 11:50 Það ætti að liggja ljóst fyrir að einn dýrasti og öflugasti sportbíll sem kaupa má, McLaren MP4 12C, fari létt með Toyota GT-86 á braut. McLaren 12C er 616 hestafla ofurkerra sem kostar eins og dágott einbýlishús. Sá Toyota GT-86 sem etur kappi við hann í þessu myndbandi er reyndar breyttur af Fensport og er með 335 hestöfl í farteskinu, í stað hefðbundinna 200 hestafla. Þarna munar næstum helmingi í afli á bílunum tveimur. Þrátt fyrir það má McLaren bíllinn hafa sig allan við að halda í Toyota bílinn sem er afar viljugur við að fara á hlið í hverri beygju. McLaren bíllinn er greinilega sneggri á beinum pörtum akstursbrautarinnar en Toyota GT-86 bíllinn vinnur það upp í beygjunum. Sjá má bílana tvo kljást í meðfylgjandi myndskeiði. Venjulegur GT-86 bíll kostar 25.000 dollara í Bandaríkjunum og ef 12.000 dollara breyting Fensport er bætt við sést að fyrir 37.000 dollara er hægt að keppa við 239.000 dollara bíl á jafnréttisgrundvelli. Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Titringur á Alþingi Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Innlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Innlent
Það ætti að liggja ljóst fyrir að einn dýrasti og öflugasti sportbíll sem kaupa má, McLaren MP4 12C, fari létt með Toyota GT-86 á braut. McLaren 12C er 616 hestafla ofurkerra sem kostar eins og dágott einbýlishús. Sá Toyota GT-86 sem etur kappi við hann í þessu myndbandi er reyndar breyttur af Fensport og er með 335 hestöfl í farteskinu, í stað hefðbundinna 200 hestafla. Þarna munar næstum helmingi í afli á bílunum tveimur. Þrátt fyrir það má McLaren bíllinn hafa sig allan við að halda í Toyota bílinn sem er afar viljugur við að fara á hlið í hverri beygju. McLaren bíllinn er greinilega sneggri á beinum pörtum akstursbrautarinnar en Toyota GT-86 bíllinn vinnur það upp í beygjunum. Sjá má bílana tvo kljást í meðfylgjandi myndskeiði. Venjulegur GT-86 bíll kostar 25.000 dollara í Bandaríkjunum og ef 12.000 dollara breyting Fensport er bætt við sést að fyrir 37.000 dollara er hægt að keppa við 239.000 dollara bíl á jafnréttisgrundvelli.
Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Titringur á Alþingi Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Innlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Innlent