Audi kennir könum að kaupa dísilbíla Finnur Thorlacius skrifar 9. september 2013 08:45 Bandaríkjamenn hafa ekki fallið fyrir dísildrifnum bílum hingað til og fáir fólksbílar þar eru með dísilvélar. Margir eru einnig hræddir við að kaupa dísildrifna bíla þar vegna þess að alltof margar eldsneytisstöðvar þar í landi selja ekki dísilolíu. Svo mikil er þess innbyggða andstaða Bandaríkjamanna við dísilbíla að Audi, sem selur nú 5 mismunandi gerðir bíla sinna með dísilvélum í Ameríku, hefur séð ástæðu til að efna til stórrar markaðsherferðar þar sem sýna á Bandaríkjamönnum fram á kosti dísilbíla, ekki síst lága eyðslu þeirra. Eitt af því sem Audi ætlar að gera er að aka þremur Audi bílum þvert yfir landið, frá Los Angeles til New York á 48 tímum og sjá hvort bílarnir eyði ekki enn minna en uppgefnar eyðslutölur þeirra. Bílarnir eru af gerðunum Audi A7, A6 og Q5 og með í för eru blaðamenn frá bílatímaritum. Audi hefur einnig framleitt mjög flotta auglýsingu sem bæði gerir góðlátlega grín að andstöðu Bandaríkjamanna við dísilbíla og kennir þeim í leiðinni að öllu sé óhætt. Sjá má þessa skondnu auglýsingu í myndskeiðinu. Mest lesið Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Innlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Erlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Erlent
Bandaríkjamenn hafa ekki fallið fyrir dísildrifnum bílum hingað til og fáir fólksbílar þar eru með dísilvélar. Margir eru einnig hræddir við að kaupa dísildrifna bíla þar vegna þess að alltof margar eldsneytisstöðvar þar í landi selja ekki dísilolíu. Svo mikil er þess innbyggða andstaða Bandaríkjamanna við dísilbíla að Audi, sem selur nú 5 mismunandi gerðir bíla sinna með dísilvélum í Ameríku, hefur séð ástæðu til að efna til stórrar markaðsherferðar þar sem sýna á Bandaríkjamönnum fram á kosti dísilbíla, ekki síst lága eyðslu þeirra. Eitt af því sem Audi ætlar að gera er að aka þremur Audi bílum þvert yfir landið, frá Los Angeles til New York á 48 tímum og sjá hvort bílarnir eyði ekki enn minna en uppgefnar eyðslutölur þeirra. Bílarnir eru af gerðunum Audi A7, A6 og Q5 og með í för eru blaðamenn frá bílatímaritum. Audi hefur einnig framleitt mjög flotta auglýsingu sem bæði gerir góðlátlega grín að andstöðu Bandaríkjamanna við dísilbíla og kennir þeim í leiðinni að öllu sé óhætt. Sjá má þessa skondnu auglýsingu í myndskeiðinu.
Mest lesið Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Innlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Erlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Erlent