Nóbelsverðlaunahafi með fyrirlestur í HÍ Jón Júlíus Karlsson skrifar 6. september 2013 13:29 David Gross heldur fyrirlestur í næstu viku. David Gross, prófessor í eðlisfræði við Kavli-stofnunina í Kaliforníuháskóla í Santa Barbara og handhafi Nóbelsverðlauna í eðlisfræði árið 2004, mun þriðjudaginn 10. september halda fyrirlestur um nýjustu rannsóknir í öreindafræði og strengjafræði. Öreindafræðin fjallar um innstu gerð efnisheimsins og víxlverkanir milli efnisagna. Farið verður almennt yfir stöðu þekkingar í öreindafræði og helstu spurningar sem þar er leitað svara við. Fjallað verður um uppgötvanir sem tengjast Large Hadron Collider hraðlinum í Cern og rætt um stöðu strengjafræðinnar, sem er metnaðarfull kenning þar sem staðallíkan öreindafræðinnar og þyngdarfræði almennu afstæðiskenningarinnar eru fléttaðar saman og hinar ýmsu öreindir og kraftsvið náttúrunnar svara til mismunandi tóna sem slegnir eru á örsmáa strengi. Kenningin er hinsvegar langt því frá að vera fullmótuð og mörgum grundvallarspurningum er ósvarað. Fjölmargir strengjafræðingar hallast að því að umbylta þurfi hugmyndum um eðli tíma og rúms áður en strengjafræðin tekur á sig endanlega mynd. David J. Gross er fæddur 19. febrúar árið 1941 í Washington DC í Bandaríkjunum. Hann er prófessor í kennilegri eðlisfræði við Kavli-stofnunina í Kaliforníuháskóla í Santa Barbara í Bandaríkjunum. Árið 2004 hlaut hann Nóbelsverðlaunin í eðlisfræði ásamt H. David Politzer og Frank Wilczek fyrir framlag til fræðilegrar eðlisfræði, sem leiddi til aukins skilnings á sterku víxlverkuninni meðal kjarna og öreinda.Fyrirlesturinn fer fram á ensku í hátíðasal Háskóla Íslands 10. september og hefst klukkan 15:30. Aðgangur er ókeypis og eru allir velkomnir. Nánari upplýsingar um fyrirlesturinn má finna á heimasíðu Háskóla Íslands. Nóbelsverðlaun Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Sjá meira
David Gross, prófessor í eðlisfræði við Kavli-stofnunina í Kaliforníuháskóla í Santa Barbara og handhafi Nóbelsverðlauna í eðlisfræði árið 2004, mun þriðjudaginn 10. september halda fyrirlestur um nýjustu rannsóknir í öreindafræði og strengjafræði. Öreindafræðin fjallar um innstu gerð efnisheimsins og víxlverkanir milli efnisagna. Farið verður almennt yfir stöðu þekkingar í öreindafræði og helstu spurningar sem þar er leitað svara við. Fjallað verður um uppgötvanir sem tengjast Large Hadron Collider hraðlinum í Cern og rætt um stöðu strengjafræðinnar, sem er metnaðarfull kenning þar sem staðallíkan öreindafræðinnar og þyngdarfræði almennu afstæðiskenningarinnar eru fléttaðar saman og hinar ýmsu öreindir og kraftsvið náttúrunnar svara til mismunandi tóna sem slegnir eru á örsmáa strengi. Kenningin er hinsvegar langt því frá að vera fullmótuð og mörgum grundvallarspurningum er ósvarað. Fjölmargir strengjafræðingar hallast að því að umbylta þurfi hugmyndum um eðli tíma og rúms áður en strengjafræðin tekur á sig endanlega mynd. David J. Gross er fæddur 19. febrúar árið 1941 í Washington DC í Bandaríkjunum. Hann er prófessor í kennilegri eðlisfræði við Kavli-stofnunina í Kaliforníuháskóla í Santa Barbara í Bandaríkjunum. Árið 2004 hlaut hann Nóbelsverðlaunin í eðlisfræði ásamt H. David Politzer og Frank Wilczek fyrir framlag til fræðilegrar eðlisfræði, sem leiddi til aukins skilnings á sterku víxlverkuninni meðal kjarna og öreinda.Fyrirlesturinn fer fram á ensku í hátíðasal Háskóla Íslands 10. september og hefst klukkan 15:30. Aðgangur er ókeypis og eru allir velkomnir. Nánari upplýsingar um fyrirlesturinn má finna á heimasíðu Háskóla Íslands.
Nóbelsverðlaun Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Sjá meira