Hversu slæmur er fótur forsætisráðherrans? Frosti Logason skrifar 6. september 2013 12:47 Harmageddon veltir því fyrir sér hvað ósamstæðir skór geta sagt til um þá persónu sem í þeim stendur. Það er að sjálfsögðu nýleg uppákoma á fundi norrænna stjórnmálaleiðtoga með Barrack Obama, Bandaríkjaforseta sem veldur því að menn fari að hugsa. Það að forsætisráðherra Íslands skyldi hafa ákveðið að mæta á opinberan fund þjóðarleiðtoga í ósamstæðum skóm þarf auðvitað ekki endilega að segja neitt um dómgreind ráðherrans í öðrum málum. Því skyndileg skæð sýking í fæti getur vissulega haft alvarlegri afleiðingar en margan gæti grunað í fyrstu. Fólk getur rétt ímyndað sér hversu andstyggilegur fótur Sigmundar Davíðs getur orðið þegar í hann hleypur einhver viðskotaill pest sem erfitt er að halda niðri með seinvirkum sænskum fúkkalyfjum. Í slíkum aðstæðum má oft gera ráð fyrir því að dómgreind manna sljóvgist.Aðstoðarmanninum hefur eflaust þótt þetta besta hugmyndin líka.Þess vegna er það ef til vill ekkert óeðlilegt að Sigmundi dytti ekki í hug að kaupa, eða láta kaupa fyrir sig, tvö pör af sömu leðurlakkskónum í sitthvorri stærðinni. Vera svo í stærra númerinu á úldna fætinum og hans réttu skóstærð á hinum. Það er auðvitað eðlilegt að menn velti upp spurningum við aðstæður sem þessar. En ef málið er grannt skoðað þá er er stærsta spurningin þessi. Maður sem ákveður að mæta í ósamstæðum skóm til fundar við áhrifamesta og valdamesta mann veraldar, mjög líklega í fyrsta og síðasta skiptið á ævinni, er hann líklegur til þess að geta leyst einhver önnur og jafnvel stærri vandamál? Eins og til að mynda skuldavanda íslenskra heimila? Harmageddon Mest lesið Queen Tora Victoria Harmageddon Þingmaður treystir sér ekki til að starfa í banka Harmageddon Hannes Smárason kominn aftur í erfðabransann Harmageddon Orðljótur rappari úr Garðabænum Harmageddon Pétur Jóhann girðir niður um sig á Miklubrautinni Harmageddon Nýtt tónlistarmyndband frá Vök Harmageddon The Cure, Kiss, Alice Cooper og fleiri á Paul McCartney heiðursplötu Harmageddon Sannleikurinn: Enn hætta á að sjósundsgarpar drepist og reki á land í Kolgrafafirði Harmageddon Hver drap Kurt Cobain? Sýnishorn úr nýrri mynd Harmageddon Sannleikurinn: Mesti óþverri ársins Harmageddon
Harmageddon veltir því fyrir sér hvað ósamstæðir skór geta sagt til um þá persónu sem í þeim stendur. Það er að sjálfsögðu nýleg uppákoma á fundi norrænna stjórnmálaleiðtoga með Barrack Obama, Bandaríkjaforseta sem veldur því að menn fari að hugsa. Það að forsætisráðherra Íslands skyldi hafa ákveðið að mæta á opinberan fund þjóðarleiðtoga í ósamstæðum skóm þarf auðvitað ekki endilega að segja neitt um dómgreind ráðherrans í öðrum málum. Því skyndileg skæð sýking í fæti getur vissulega haft alvarlegri afleiðingar en margan gæti grunað í fyrstu. Fólk getur rétt ímyndað sér hversu andstyggilegur fótur Sigmundar Davíðs getur orðið þegar í hann hleypur einhver viðskotaill pest sem erfitt er að halda niðri með seinvirkum sænskum fúkkalyfjum. Í slíkum aðstæðum má oft gera ráð fyrir því að dómgreind manna sljóvgist.Aðstoðarmanninum hefur eflaust þótt þetta besta hugmyndin líka.Þess vegna er það ef til vill ekkert óeðlilegt að Sigmundi dytti ekki í hug að kaupa, eða láta kaupa fyrir sig, tvö pör af sömu leðurlakkskónum í sitthvorri stærðinni. Vera svo í stærra númerinu á úldna fætinum og hans réttu skóstærð á hinum. Það er auðvitað eðlilegt að menn velti upp spurningum við aðstæður sem þessar. En ef málið er grannt skoðað þá er er stærsta spurningin þessi. Maður sem ákveður að mæta í ósamstæðum skóm til fundar við áhrifamesta og valdamesta mann veraldar, mjög líklega í fyrsta og síðasta skiptið á ævinni, er hann líklegur til þess að geta leyst einhver önnur og jafnvel stærri vandamál? Eins og til að mynda skuldavanda íslenskra heimila?
Harmageddon Mest lesið Queen Tora Victoria Harmageddon Þingmaður treystir sér ekki til að starfa í banka Harmageddon Hannes Smárason kominn aftur í erfðabransann Harmageddon Orðljótur rappari úr Garðabænum Harmageddon Pétur Jóhann girðir niður um sig á Miklubrautinni Harmageddon Nýtt tónlistarmyndband frá Vök Harmageddon The Cure, Kiss, Alice Cooper og fleiri á Paul McCartney heiðursplötu Harmageddon Sannleikurinn: Enn hætta á að sjósundsgarpar drepist og reki á land í Kolgrafafirði Harmageddon Hver drap Kurt Cobain? Sýnishorn úr nýrri mynd Harmageddon Sannleikurinn: Mesti óþverri ársins Harmageddon