Óttaslegnir listamenn Jakob Bjarnar skrifar 3. september 2013 08:29 Kolbrún Halldórsdóttir óttast að stuðningur sem nemur 720 milljónum króna verði rýrari í roðinu í fyrsta fjárlagafrumvarpi nýrrar ríkisstjórnar. Kolbrún Halldórsdóttir, forseti BÍL- Bandalags íslenskra listamanna, hefur verulegar áhyggjur af því að listir og menning beri skarðan hlut frá borði þegar fyrsta fjárlagafrumvarp nýrrar ríkisstjórnar lítur dagsins ljós. Andlátsorð Seamus Heaney, hins írska skálds sem nýverið féll frá voru "Do not be afraid" eða óttist ekki. Svo virðist sem listamenn á Íslandi tileinki sér fremur slagorð kvikmyndar Cronenbergs, The Fly; "Be afraid, be very afraid" þessa dagana: Verið hrædd, verið mjög hrædd. Og svo virðist sem menningarninar menn hafi fulla ástæðu til að óttast því stuðningsmenn ríkisstjórnarinnar líta margir til niðurskurðar í þeim geira. Kolbrún Halldórsdóttir ritaði grein sem birtist í Fréttablaðið í dag og segir að með fjárfestingaráætlun fyrri ríkisstjórnar hafi verið sett fram áform til þriggja ára um aukin framlög til verkefnatengdra sjóða á vettvangi lista og sköpunar. Framlag til Kvikmyndasjóðs tvöfaldað og fjórir nýir sjóðir stofnaðir. Um er að ræða stuðning sem nemur 720 milljónum króna, þar af 470 milljónir til Kvikmyndasjóðs og 250 milljónir í aðra sjóði. "Þessir fjármunir eru til staðar í fjárlögum 2013 og augljóst að ef þeirra nýtur ekki við í fjárlögum 2014 mun það koma hart niður á uppbyggingu þeirra atvinnugreina sem byggja á starfi listamanna og hönnuða," segir Kolbrún.Grímur Gíslason. Vill skera niður framlög til menningar og nota féð í heilbrigðiskerfið.Ýmsir meðal stuðningsmanna og stjórnarliða hafa litið hýru auga til framlaga hins opinbera í verkefnatengda sjóði á sviði menningar og lista, og vilja þar klípa af til að standa straum af öðrum kostnaði hins opinbera. Þannig hefur til dæmis Grímur Gíslason, formaður kjördæmisráðs Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi, hefur lýst yfir áhyggjum af fyrirhugaðri lokun skurðstofu í Eyjum og bendir á að með því að skera niður í menningu og list hjá hinu opinbera, megi auðveldlega útvega nægilegt fjármagn til að halda skurðstofunni opinni. Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa Erlent Fleiri fréttir Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Sjá meira
Kolbrún Halldórsdóttir, forseti BÍL- Bandalags íslenskra listamanna, hefur verulegar áhyggjur af því að listir og menning beri skarðan hlut frá borði þegar fyrsta fjárlagafrumvarp nýrrar ríkisstjórnar lítur dagsins ljós. Andlátsorð Seamus Heaney, hins írska skálds sem nýverið féll frá voru "Do not be afraid" eða óttist ekki. Svo virðist sem listamenn á Íslandi tileinki sér fremur slagorð kvikmyndar Cronenbergs, The Fly; "Be afraid, be very afraid" þessa dagana: Verið hrædd, verið mjög hrædd. Og svo virðist sem menningarninar menn hafi fulla ástæðu til að óttast því stuðningsmenn ríkisstjórnarinnar líta margir til niðurskurðar í þeim geira. Kolbrún Halldórsdóttir ritaði grein sem birtist í Fréttablaðið í dag og segir að með fjárfestingaráætlun fyrri ríkisstjórnar hafi verið sett fram áform til þriggja ára um aukin framlög til verkefnatengdra sjóða á vettvangi lista og sköpunar. Framlag til Kvikmyndasjóðs tvöfaldað og fjórir nýir sjóðir stofnaðir. Um er að ræða stuðning sem nemur 720 milljónum króna, þar af 470 milljónir til Kvikmyndasjóðs og 250 milljónir í aðra sjóði. "Þessir fjármunir eru til staðar í fjárlögum 2013 og augljóst að ef þeirra nýtur ekki við í fjárlögum 2014 mun það koma hart niður á uppbyggingu þeirra atvinnugreina sem byggja á starfi listamanna og hönnuða," segir Kolbrún.Grímur Gíslason. Vill skera niður framlög til menningar og nota féð í heilbrigðiskerfið.Ýmsir meðal stuðningsmanna og stjórnarliða hafa litið hýru auga til framlaga hins opinbera í verkefnatengda sjóði á sviði menningar og lista, og vilja þar klípa af til að standa straum af öðrum kostnaði hins opinbera. Þannig hefur til dæmis Grímur Gíslason, formaður kjördæmisráðs Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi, hefur lýst yfir áhyggjum af fyrirhugaðri lokun skurðstofu í Eyjum og bendir á að með því að skera niður í menningu og list hjá hinu opinbera, megi auðveldlega útvega nægilegt fjármagn til að halda skurðstofunni opinni.
Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa Erlent Fleiri fréttir Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Sjá meira