E-Class nú með Hybrid tækni Finnur Thorlacius skrifar 3. september 2013 14:45 Mercedes Benz E-Class Hybrid Mercedes-Benz býður nú í fyrsta skipti upp á Hybrid tækni í E-Class bílnum. Þannig búinn heitir hann E 300 BlueTEC Hybrid og er með tvinnaflrás sem samanstendur af 4 strokka, 2,2 lítra dísil túrbínu vél sem skilar 204 hestöflum og 500 Nm togi og hins vegar 20 kW rafmótor. Bíllinn er 7,5 sekúndur í hundraðið en eyðslan er aðeins 4,1 lítrar og koltvísýringslosun aðeins 107 g/km. Rafmótorinn er afar nettur og þyngir bílinn lítið. E-Class er einnig í boði í bensín- og dísilútfærslum. Líklegt má telja að E 250 CDI verði vinsæll með 2,2 lítra dísil túrbó vél, eins og er í Hybrid bílnum. Eyðslan hans er frá 4,8 lítrum á hundraðið og koltvísýringslosun 131 g/km. E-Class bílarnir koma allir með sjö þrepa stiglausri sjálfskiptingu. Þeir eru boðnir bæði í sedan- og langbaksútfærslu. Þó nokkrar útlitsbreytingar hafa verið gerðar á nýjum E-Class. Nýr framendi gefur bílnum kraftmikinn og fágaðan svip. Straumlínulag bílsins skilar sér í lágri loftmótstöðu, aðeins 0,25, það lægsta í flokki lúxusbíla í þessum stærðarflokki. Nýr E-Class er kominn til landsins og er til sýnis og sölu hjá Öskju, umboðsaðila Benz á Íslandi. Mest lesið Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Titringur á Alþingi Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Innlent Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Innlent Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Innlent Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent
Mercedes-Benz býður nú í fyrsta skipti upp á Hybrid tækni í E-Class bílnum. Þannig búinn heitir hann E 300 BlueTEC Hybrid og er með tvinnaflrás sem samanstendur af 4 strokka, 2,2 lítra dísil túrbínu vél sem skilar 204 hestöflum og 500 Nm togi og hins vegar 20 kW rafmótor. Bíllinn er 7,5 sekúndur í hundraðið en eyðslan er aðeins 4,1 lítrar og koltvísýringslosun aðeins 107 g/km. Rafmótorinn er afar nettur og þyngir bílinn lítið. E-Class er einnig í boði í bensín- og dísilútfærslum. Líklegt má telja að E 250 CDI verði vinsæll með 2,2 lítra dísil túrbó vél, eins og er í Hybrid bílnum. Eyðslan hans er frá 4,8 lítrum á hundraðið og koltvísýringslosun 131 g/km. E-Class bílarnir koma allir með sjö þrepa stiglausri sjálfskiptingu. Þeir eru boðnir bæði í sedan- og langbaksútfærslu. Þó nokkrar útlitsbreytingar hafa verið gerðar á nýjum E-Class. Nýr framendi gefur bílnum kraftmikinn og fágaðan svip. Straumlínulag bílsins skilar sér í lágri loftmótstöðu, aðeins 0,25, það lægsta í flokki lúxusbíla í þessum stærðarflokki. Nýr E-Class er kominn til landsins og er til sýnis og sölu hjá Öskju, umboðsaðila Benz á Íslandi.
Mest lesið Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Titringur á Alþingi Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Innlent Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Innlent Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Innlent Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent