2.000.000 EcoBoost véla frá Ford Finnur Thorlacius skrifar 24. september 2013 10:30 2.000.000 EcoBoost vélar og fer hratt fjölgandi. Þó ekki séu liðin nema 4 ár frá því fyrsta EcoBoost bensínvélin fór ofan í húddið á Ford bíl hefur fyrirtækið nú þegar framleitt tvær milljónir slíkra. Ford framleiðir nú 5 gerðir EcoBoost véla, allt frá 1,0 lítra til 3,5 lítra að sprengirými. Ford hefur sífellt þurft að auka framleiðsluna á sínum EcoBoost vélum til að fullnægja eftirspurninni eftir þessum sparneytnu en öflugu vélum. Ford ætlar nú að tvöfalda framleiðsluna á 1,0 lítra vélinni en sú vél styðst við forþjöppu og er svo öflug að hún hefur ekki aðeins verið sett í minni bíla Ford, heldur einnig bíla af miðstærð. Ekki bara eru afköstin aukin í þeim verksmiðjum sem nú þegar framleiða EcoBoost vélar heldur hefur Ford sett upp fleiri verksmiðjur, t.d. eina nýlega í Kína. Í dag getur Ford framleitt 100.000 EcoBoost vélar á mánuði, en það mun brátt aukast. Á sama tíma í fyrra var framleiðslan aðeins 65.000 vélar. Bráðlega stefnir í að fleiri bílar Ford seljist með EcoBoost bensínvélum en dísilvélum. Kaupendur Ford Escape í Bandaríkjunum velja nú í 90% tilfella EcoBoost vélar í sína bíla og 95% kaupenda af Ford Kuga í Asíu gera það líka. Í Evrópu velja þó aðeins 39% kaupenda Ford Focus með EcoBoost vélum. Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Titringur á Alþingi Innlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Erlent Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Innlent
Þó ekki séu liðin nema 4 ár frá því fyrsta EcoBoost bensínvélin fór ofan í húddið á Ford bíl hefur fyrirtækið nú þegar framleitt tvær milljónir slíkra. Ford framleiðir nú 5 gerðir EcoBoost véla, allt frá 1,0 lítra til 3,5 lítra að sprengirými. Ford hefur sífellt þurft að auka framleiðsluna á sínum EcoBoost vélum til að fullnægja eftirspurninni eftir þessum sparneytnu en öflugu vélum. Ford ætlar nú að tvöfalda framleiðsluna á 1,0 lítra vélinni en sú vél styðst við forþjöppu og er svo öflug að hún hefur ekki aðeins verið sett í minni bíla Ford, heldur einnig bíla af miðstærð. Ekki bara eru afköstin aukin í þeim verksmiðjum sem nú þegar framleiða EcoBoost vélar heldur hefur Ford sett upp fleiri verksmiðjur, t.d. eina nýlega í Kína. Í dag getur Ford framleitt 100.000 EcoBoost vélar á mánuði, en það mun brátt aukast. Á sama tíma í fyrra var framleiðslan aðeins 65.000 vélar. Bráðlega stefnir í að fleiri bílar Ford seljist með EcoBoost bensínvélum en dísilvélum. Kaupendur Ford Escape í Bandaríkjunum velja nú í 90% tilfella EcoBoost vélar í sína bíla og 95% kaupenda af Ford Kuga í Asíu gera það líka. Í Evrópu velja þó aðeins 39% kaupenda Ford Focus með EcoBoost vélum.
Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Titringur á Alþingi Innlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Erlent Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Innlent