Hnefaleikakappinn Floyd Mayweather bar sigur úr býtum gegn Mexíkananum Saul „Canelo“ Alvarez í léttvigtarviðureign þeirra kappa í Las Vegas í nótt. Mayweather sigraði á dómaraúrskurði þar sem tveir dómarar dæmdu honum í hag og þeim þriðja fannst jafntefli rétt niðurstaða.
Sigurinn var sá 45. röð hjá Mayweather sem sagði Alvarez vera sannan meistara en hann hafi tekið ráðum föður síns með að vera þolinmóður.
Alvarez hafði á orði eftir bardagann að það hafi verið erfitt að berjast við Mayweather þar sem hann væri mjög reyndur, klár erfitt hafi verið að koma á hann höggi. Hann hafi einfaldlega ekki fundið neinar lausnir.
Næsti andstæðingur Mayweather verður líklegast Amir Khan, svo lengi sem Khan vinnur Devon Alexander þann sjöunda desember.
45. sigurinn í röð hjá Mayweather
Eyþór Atli Einarsson skrifar

Mest lesið



Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni
Körfubolti

Mark snemma leiks gerði gæfumuninn
Fótbolti

„Þetta er hreinn og klár glæpur“
Körfubolti

TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum
Íslenski boltinn

Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“
Íslenski boltinn

Gylfi valdið mestum vonbrigðum
Íslenski boltinn

