Andskotinn ekki með lögheimili í Brussel Heimir Már Pétursson skrifar 27. september 2013 19:57 Hagræðingarhópur ríkisstjórnarinnar hefur skilað ráðherranefnd fyrstu tillögum sínum. Vigdís Hauksdóttir þingmaður Framsóknarflokksins segir liggja fyrir hagræðingarhópnum að koma með tillögur um tugmilljarða niðurskurð í ríkisrekstrinum á næstu árum. Vigdís situr í hagræðingarhópi ríkisstjórnarinnar sem ætlað er að finna leiðir til að draga úr útgjöldum ríkissjóðs á næstu árum. Hún segir flesta Íslendinga vita að ekki verði lengra farið í útþenslu ríkisbáknsins. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra leggur fyrsta fjárlagafrumvarp sitt fram á Alþingi á þriðjudag. Vigdís vonar að hluti tillagna hópsins rati inn í fjárlögin fyrir aðra umræðu um þau á þingi. En hópnum sé ætlað að starfa út kjörtímabilið. „Við erum að tala um tugi milljarða,“ segir Vigdís þegar hún er spurð um stærð verkefnisins Þrátt fyrir áform um mikinn niðurskurð í ríkisrekstrinum segir Vigdís að Íslendingar eigi að fara sömu leið og Finnar þegar kemur að fjárfestingu í rannsóknum. Finnar hafi aukið framlög sín á þessum sviðum í kreppunni þar upp úr 1990 með góðum árangri. Vigdís var kjörin formaður Heimssýnar í vikunni sem berst gegn aðild Íslands að Evrópusambandinu. „Ég veit ekki hvar andskotinn hefur lögheimili en líklega ekki í Brussel, gæti ég trúað,“ segir Vigdís. En hún vill að þingályktunartillaga verði lögð frá á haustþingi um að aðildarviðræðum við Evrópusambandið verði slitið. Enda sé ekki um neitt að semja. Við ræðum þetta, vantrú hennar á hagkvæmni rafstrengs til Evrópu, gífurlega styrki til landbúnaðar og fleira við Vigdísi í sjónvarpsþættinum Pólitíkinni sem nálgast má í heild sinni á Vísi. Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Frans páfi er látinn Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Fleiri fréttir Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Sjá meira
Hagræðingarhópur ríkisstjórnarinnar hefur skilað ráðherranefnd fyrstu tillögum sínum. Vigdís Hauksdóttir þingmaður Framsóknarflokksins segir liggja fyrir hagræðingarhópnum að koma með tillögur um tugmilljarða niðurskurð í ríkisrekstrinum á næstu árum. Vigdís situr í hagræðingarhópi ríkisstjórnarinnar sem ætlað er að finna leiðir til að draga úr útgjöldum ríkissjóðs á næstu árum. Hún segir flesta Íslendinga vita að ekki verði lengra farið í útþenslu ríkisbáknsins. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra leggur fyrsta fjárlagafrumvarp sitt fram á Alþingi á þriðjudag. Vigdís vonar að hluti tillagna hópsins rati inn í fjárlögin fyrir aðra umræðu um þau á þingi. En hópnum sé ætlað að starfa út kjörtímabilið. „Við erum að tala um tugi milljarða,“ segir Vigdís þegar hún er spurð um stærð verkefnisins Þrátt fyrir áform um mikinn niðurskurð í ríkisrekstrinum segir Vigdís að Íslendingar eigi að fara sömu leið og Finnar þegar kemur að fjárfestingu í rannsóknum. Finnar hafi aukið framlög sín á þessum sviðum í kreppunni þar upp úr 1990 með góðum árangri. Vigdís var kjörin formaður Heimssýnar í vikunni sem berst gegn aðild Íslands að Evrópusambandinu. „Ég veit ekki hvar andskotinn hefur lögheimili en líklega ekki í Brussel, gæti ég trúað,“ segir Vigdís. En hún vill að þingályktunartillaga verði lögð frá á haustþingi um að aðildarviðræðum við Evrópusambandið verði slitið. Enda sé ekki um neitt að semja. Við ræðum þetta, vantrú hennar á hagkvæmni rafstrengs til Evrópu, gífurlega styrki til landbúnaðar og fleira við Vigdísi í sjónvarpsþættinum Pólitíkinni sem nálgast má í heild sinni á Vísi.
Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Frans páfi er látinn Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Fleiri fréttir Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Sjá meira