Huevos rancheros: Besti morgunmatur í heimi 29. september 2013 09:00 Vísir kynnir til leiks matarbloggarann Soffíu Gísladóttur. Síðustu ár hef ég verið að byggja mér heimili við sjóinn í sveitinni. Þar get ég sameinað mörg áhugamál: ræktað mitt eigið grænmeti, slakað á í fallegu umhverfi með fjölskyldunni, horft á hafið á meðan ég blaða í gegnum matreiðslubækur og síðast en ekki síst tekið á móti gestum og eldað ofan í þá. Fyrir stuttu var ég að lesa grein, skrifuð af dálkahöfundi Country Living. Hún býr í sveit og allt er svo rómantískt sem hún skrifar um um sveitina sína: eina pöbbinn, hanagal, samheldnir nágrannar, maturinn beint af býli og svo framvegis. Ég fór að öfunda hana og hugsaði með mér hvað það væri gaman að búa svona. Þá rann það upp fyrir mér, bíddu aðeins! Ég bý svona! Ég bý í húsi við sjóinn uppi í sveit. Landið í kringum húsið mitt er þakið krækiberjum á haustin. Í þessu húsi bý ég með besta fólki í heimi og á góða nágranna. Í sjónum fyrir neðan er ferskur kræklingur, ýsa og þorskur og matjurtagarðurinn blómstar á sumrin. Ég legg mikið upp úr því að elda allt sjálf frá grunni og kaupi nánast aldrei tilbúnar vörur hvort sem það er í krukkum, pökkum, gosdrykki eða "take away”. Það er einfaldara en maður heldur að elda frá grunni, en það tekur stundum svolítinn tíma. Ég losaði mig við sjónvarpið til að fá tíma í eldhúsinu. Þegar uppi er staðið þá finnst mér það þess virði því við getum þá notið þess að borða mat sem við vitum hvað er í og stjórnum sjálf magni af salti, sykri og fitu. Það sem mér þykir jafn mikilvægt er tíminn sem fjölskyldan eyðir saman við matargerð og að borða saman, það er dýrmætur tími. Ásamt því að deila með ykkur uppskriftum sem mér finnst góðar þá mun ég líka stundum að hugsa upphátt um hluti sem tengjast mat og matarpólitík eins og GMO, MSG, unnar matvörur, lífstílssjúkdómar, lífrænn matur, stóru fyrirtækin í matvælaiðnaðinum eða segja ykkur frá bókum um mat sem ég er að lesa. Ég er alltaf að læra eitthvað nýtt á hverjum degi um mat og matargerð. Að mennt er ég myndlistarmaður, útskrifuð frá myndlistardeild Listaháskóla Íslands 2001 með grafík sem sérsvið. Síðar stundaði ég nám í margmiðlun. Eftir listnámið hef ég ferðast víða, ásamt því að hafa búið á Spáni, í Kaupmannahöfn og Kamloops í Kanada og drukkið í mig matarmenningu þessara landa og smá rauðvín. Ég held úti matarblogginu husidvidsjoinn.wordpress.com Myndir/Soffía Huevos rancheros, besti morgunmatur í heimi, og egg elduð í muffinsformi Næst þegar þið bjóðið í brunch þá mæli ég með Huevos rancheros. Þetta er mitt uppáhald, með slatta af jalapeno og fersku kóríander. Farið nú og finnið einhverja góða vini eða fjölskyldumeðlimi og bjóðið þeim í Huevos ranchers brunch fljótlega. Svo þetta smakkist sem best þá verðið þið að nota ferskt kóríander, ferska heimagerða salsa, ferskt heimagert guacamole og heimagerðar nýsteiktar tortillur. Já það þarf að hafa fyrir þessum rétti en það er hverrar mínútu virði þegar sest er til borðs, fáið ykkur bara smá Mímósu á meðan þið nostrið við matargerðina. Til að gera gott Huevos rancheros þarf:Svartar baunir, steiktar með góðgæti Tómat salsa Egg Mossarella, ferskur Guacamole eða bara avacado Maís tortillur Fullt af fersku kóríander Sýrður rjómi Svartar baunir Svartar baunir, í dós eða soðnar Græn paprika, smátt skorin Laukur, smátt skorinn Salt og pipar Ferskt kóríander Hvítlaukur, 2-3 rif pressuð Ferskur jalapeno, smátt skorinn Gott krydd. Ég nota helst chilpotle í adobo sósu, og svo á ég líka þurrkað “smoked chilpotle” krydd. Grænmetið skorið smátt og allt steikt á pönnu í góðri olíu, kryddað eftir smekk. Ef maður er á annað borð að gera Huevos rancheros þá er nauðsynlegt að gera heimalagaða tómat salsa.TómatsalsaTómatar, smátt skornirHvítur laukur, smátt skorinnÓlífuolíaFerskur eða niðursoðinn jalapeno, smátt skorinnFerskt kóríander, smátt skoriðSalt og pipar Blandið öllu saman í skál. Það er hægt að sleppa jalapeno ef þið viljið hafa hana milda. Það er lykilatriði að vera með ferskt kóríander. Einnig væri hægt að merja smá hvítlauk út í. EggEkki má gleyma eggjunum. Það er sniðugt að baka eggin í muffinsformi í ofni ef maður þarf að elda mörg egg í einu. Hafið ofninn á 190°c og fylgist vel með þeim, sérstaklega ef þið viljið ekki ofelda rauðuna. GuacomoleÉg geri lítið annað en að stappa avocado gróft og salta hann vel. Stundum saxa ég ferskt kóríander og blanda við. Best af öllu er tortillur úr Masa harina hveiti, maíshveiti. Ég held að Kostur selji Masa harina. En ef þið getið ekki nálgast Masa harina þá má nota venjulegt hveiti í staðin fyrir maís hveitið.Maístortilla:5 dl Masa harina2,5 dl volgt vatn1-2 tsk saltFerskur chile pipar (má sleppa) Setjið maíshveitið og salt í skál. Bætið við volgu vatni eftir þörfum, ca 2,5 dl og hrærið saman þar til þið erum komin með mjúkt deig, það má vera svolítið blautt. Búið til nokkrar kúlur á stærð við golfkúlu og fletjið þær út með því að leggja nestispoka sitthvorum megin við kúluna og þrýsta svo flötum diski eða skurðarbretti ofan á þær. Leggið chili piparinn ofan á kökurnar og þrýstið aftur létt á kökurnar. Steikið á pönnu í olíu, eða á þurri pönnu, á báðum hliðum, um það bil 1 mínúta á hvorri hlið. Berið öll herlegheitin á borð og bjóðið fólki að fá sér tortilla köku og allt það meðlæti sem það kærir sig um. Ég ber einnig á borð ferskan mossarella og sýrðan rjóma. Njótið! Morgunmatur Uppskriftir Mest lesið Bríet olli vonbrigðum Gagnrýni „Ég hélt svo innilega að það væri stelpa“ Lífið Lífið leikur við Sveindísi Jane og Rob Holding Lífið Yfir fimmtíu fengu sér tattú í stórafmæli Steinda Lífið Ást er: Sigtaði sinn mann út á vellinum Lífið Fox á lausu eftir að hafa fundið óviðeigandi efni í síma kærastans Lífið „Sá síðasti dó á þessu ári“ Lífið Úttekt á merkilegu orðfæri Ingu Sæland Lífið Umræða um kólesteról á villigötum Lífið Trump yngri er algjör kvennabósi Lífið
Síðustu ár hef ég verið að byggja mér heimili við sjóinn í sveitinni. Þar get ég sameinað mörg áhugamál: ræktað mitt eigið grænmeti, slakað á í fallegu umhverfi með fjölskyldunni, horft á hafið á meðan ég blaða í gegnum matreiðslubækur og síðast en ekki síst tekið á móti gestum og eldað ofan í þá. Fyrir stuttu var ég að lesa grein, skrifuð af dálkahöfundi Country Living. Hún býr í sveit og allt er svo rómantískt sem hún skrifar um um sveitina sína: eina pöbbinn, hanagal, samheldnir nágrannar, maturinn beint af býli og svo framvegis. Ég fór að öfunda hana og hugsaði með mér hvað það væri gaman að búa svona. Þá rann það upp fyrir mér, bíddu aðeins! Ég bý svona! Ég bý í húsi við sjóinn uppi í sveit. Landið í kringum húsið mitt er þakið krækiberjum á haustin. Í þessu húsi bý ég með besta fólki í heimi og á góða nágranna. Í sjónum fyrir neðan er ferskur kræklingur, ýsa og þorskur og matjurtagarðurinn blómstar á sumrin. Ég legg mikið upp úr því að elda allt sjálf frá grunni og kaupi nánast aldrei tilbúnar vörur hvort sem það er í krukkum, pökkum, gosdrykki eða "take away”. Það er einfaldara en maður heldur að elda frá grunni, en það tekur stundum svolítinn tíma. Ég losaði mig við sjónvarpið til að fá tíma í eldhúsinu. Þegar uppi er staðið þá finnst mér það þess virði því við getum þá notið þess að borða mat sem við vitum hvað er í og stjórnum sjálf magni af salti, sykri og fitu. Það sem mér þykir jafn mikilvægt er tíminn sem fjölskyldan eyðir saman við matargerð og að borða saman, það er dýrmætur tími. Ásamt því að deila með ykkur uppskriftum sem mér finnst góðar þá mun ég líka stundum að hugsa upphátt um hluti sem tengjast mat og matarpólitík eins og GMO, MSG, unnar matvörur, lífstílssjúkdómar, lífrænn matur, stóru fyrirtækin í matvælaiðnaðinum eða segja ykkur frá bókum um mat sem ég er að lesa. Ég er alltaf að læra eitthvað nýtt á hverjum degi um mat og matargerð. Að mennt er ég myndlistarmaður, útskrifuð frá myndlistardeild Listaháskóla Íslands 2001 með grafík sem sérsvið. Síðar stundaði ég nám í margmiðlun. Eftir listnámið hef ég ferðast víða, ásamt því að hafa búið á Spáni, í Kaupmannahöfn og Kamloops í Kanada og drukkið í mig matarmenningu þessara landa og smá rauðvín. Ég held úti matarblogginu husidvidsjoinn.wordpress.com Myndir/Soffía Huevos rancheros, besti morgunmatur í heimi, og egg elduð í muffinsformi Næst þegar þið bjóðið í brunch þá mæli ég með Huevos rancheros. Þetta er mitt uppáhald, með slatta af jalapeno og fersku kóríander. Farið nú og finnið einhverja góða vini eða fjölskyldumeðlimi og bjóðið þeim í Huevos ranchers brunch fljótlega. Svo þetta smakkist sem best þá verðið þið að nota ferskt kóríander, ferska heimagerða salsa, ferskt heimagert guacamole og heimagerðar nýsteiktar tortillur. Já það þarf að hafa fyrir þessum rétti en það er hverrar mínútu virði þegar sest er til borðs, fáið ykkur bara smá Mímósu á meðan þið nostrið við matargerðina. Til að gera gott Huevos rancheros þarf:Svartar baunir, steiktar með góðgæti Tómat salsa Egg Mossarella, ferskur Guacamole eða bara avacado Maís tortillur Fullt af fersku kóríander Sýrður rjómi Svartar baunir Svartar baunir, í dós eða soðnar Græn paprika, smátt skorin Laukur, smátt skorinn Salt og pipar Ferskt kóríander Hvítlaukur, 2-3 rif pressuð Ferskur jalapeno, smátt skorinn Gott krydd. Ég nota helst chilpotle í adobo sósu, og svo á ég líka þurrkað “smoked chilpotle” krydd. Grænmetið skorið smátt og allt steikt á pönnu í góðri olíu, kryddað eftir smekk. Ef maður er á annað borð að gera Huevos rancheros þá er nauðsynlegt að gera heimalagaða tómat salsa.TómatsalsaTómatar, smátt skornirHvítur laukur, smátt skorinnÓlífuolíaFerskur eða niðursoðinn jalapeno, smátt skorinnFerskt kóríander, smátt skoriðSalt og pipar Blandið öllu saman í skál. Það er hægt að sleppa jalapeno ef þið viljið hafa hana milda. Það er lykilatriði að vera með ferskt kóríander. Einnig væri hægt að merja smá hvítlauk út í. EggEkki má gleyma eggjunum. Það er sniðugt að baka eggin í muffinsformi í ofni ef maður þarf að elda mörg egg í einu. Hafið ofninn á 190°c og fylgist vel með þeim, sérstaklega ef þið viljið ekki ofelda rauðuna. GuacomoleÉg geri lítið annað en að stappa avocado gróft og salta hann vel. Stundum saxa ég ferskt kóríander og blanda við. Best af öllu er tortillur úr Masa harina hveiti, maíshveiti. Ég held að Kostur selji Masa harina. En ef þið getið ekki nálgast Masa harina þá má nota venjulegt hveiti í staðin fyrir maís hveitið.Maístortilla:5 dl Masa harina2,5 dl volgt vatn1-2 tsk saltFerskur chile pipar (má sleppa) Setjið maíshveitið og salt í skál. Bætið við volgu vatni eftir þörfum, ca 2,5 dl og hrærið saman þar til þið erum komin með mjúkt deig, það má vera svolítið blautt. Búið til nokkrar kúlur á stærð við golfkúlu og fletjið þær út með því að leggja nestispoka sitthvorum megin við kúluna og þrýsta svo flötum diski eða skurðarbretti ofan á þær. Leggið chili piparinn ofan á kökurnar og þrýstið aftur létt á kökurnar. Steikið á pönnu í olíu, eða á þurri pönnu, á báðum hliðum, um það bil 1 mínúta á hvorri hlið. Berið öll herlegheitin á borð og bjóðið fólki að fá sér tortilla köku og allt það meðlæti sem það kærir sig um. Ég ber einnig á borð ferskan mossarella og sýrðan rjóma. Njótið!
Morgunmatur Uppskriftir Mest lesið Bríet olli vonbrigðum Gagnrýni „Ég hélt svo innilega að það væri stelpa“ Lífið Lífið leikur við Sveindísi Jane og Rob Holding Lífið Yfir fimmtíu fengu sér tattú í stórafmæli Steinda Lífið Ást er: Sigtaði sinn mann út á vellinum Lífið Fox á lausu eftir að hafa fundið óviðeigandi efni í síma kærastans Lífið „Sá síðasti dó á þessu ári“ Lífið Úttekt á merkilegu orðfæri Ingu Sæland Lífið Umræða um kólesteról á villigötum Lífið Trump yngri er algjör kvennabósi Lífið